Creative Europe 2021-2027

Fjármögnunartækifæri fyrir fagfólk innan kvikmynda- og margmiðlunargeirans og í skapandi greinum

Creative Europe styrkir skapandi greinar með áherslu á menningarlega fjölbreytni og í nýrri áætlun verður sérstök áhersla lögð á stafrænar og grænar lausnir sem og samvinnu þvert á svið skapandi greina og menningar.

Tvö meginmarkmið áætlunarinnar eru annars vegar að styðja við, þróa og kynna fjölbreytileika evrópskrar menningar og menningararfleifðar frá öllum málsvæðum og hins vegar að auka samkeppnishæfni og hagræna möguleika menningargeirans með sérstaka áherslu á kvikmyndir og margmiðlun.

Áætlunin miðar að því að:

 • Auka listrænt og menningarlegt samstarf á Evrópuvísu, styrkja sam-evrópska menningar- og listsköpun, stuðla að útrás evrópskrar menningar með áherslu á hagrænan og félagslegan ávinning og huga sérstaklega að verkefnum sem lúta að nýsköpun og dreifingu.
 • Hvetja til samstarfs í tengslum við nýsköpun, sjálfbærni og samkeppnishæfni.
 • Koma á framfæri þverfaglegum nýjungum og auka samstarf milli menningargreina, auk þess að ýta undir fjölbreytt, sjálfstætt og margbreytilegt miðlaumhverfi/fjölmiðlalæsi. Þannig er stutt við listrænt tjáningarfrelsi, þvermenningarleg samskipti og jöfn tækifæri.

Tækifæri innan áætlunarinnar:

Creative Europe skiptist í þrjár undiráætlanir: MEDIA (kvikmynda- og margmiðlunarverkefni), MENNINGU (verkefni á sviði menningar og skapandi greina), og ÞVERÁÆTLUN ( samvinna þvert á skapandi greinar og nær einnig yfir fjölmiðla).

Sjá nánar um skiptingu áætlunarinnar:

MEDIA

Stuðningur MEDIA skiptist í fjögur megin svið:

 1. Innihald: hvatt er til samstarfs og nýsköpunar í framleiðslu hágæðaverkefna.

 1. Viðskipti: ýta undir viðskiptatengda nýsköpun, samkeppnishæfni, vaxtarmöguleika og hæfileika til að styrkja hlut evrópskrar kvikmyndargerðar í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi.

 1. Áhorfendur: styðja aðgengi og sýnileika verka fyrir væntanlega áhorfendur með skipulagðri dreifingu og nýjum leiðum til að nálgast áhorfendur.

 1. Stefnumótun: styðja við stefnumótandi umræður og skoðanaskipti, rannsóknir og skýrslugerð. Koma af stað vitundarvakningu í greininni.

Sérstakar áherslur:

Hvatt til samstarfs þvert á virðiskeðju aðildarríkja með það að markmiði að styðja við vöxt fyrirtækja í kvikmyndaframleiðslu og margmiðlun, auk þess að;

 • gera evrópskt efni sýnilegra á alþjóðavísu.

 • styðja við hæfileikafólk á öllum sviðum og

 • auka þátttöku og samvinnu landa á milli.

 • styðja við tækninýjungar til að tryggja fulla nýtingu á rafrænni umbreytingu.

 • ýta undir græna þróun/lausnir í greininni og

 • hlúa að samfélaglegum markmiðum eins og jafnrétti og fjölbreytileika.

MENNING

Þessi undiráætlun felur í sér þverfagleg verkefni sem ná yfir öll svið menningar og skapandi greina. Hér má nefna margvíslega styrki til samstarfsverkefna og samstarfsneta fagfólks og styrkir til stærri samstarfsvettvanga  þar sem evrópsku listafólki og verkum þeirra er komið á framfæri. Einnig eru veittir einstaklingsstyrkir til náms eða heimsókna.

Sérstakar áherslur

 • Evrópsk samvinna, dreifingu verka og nýsköpun á sviði menningar og skapandi greina.
 • Auðveldara aðgengi að styrkjum Creative Europe með hærra framlagi og auknum þátttökukostnaði frá áætluninni.
 • Sérsniðnir ferðastyrkir til heimsókna eða námsferða landa á milli fyrir listamenn og fagfólk.
 • Aðgerðir sem beinast að ólíkum þörfum mismunandi sviða menningargeirans, tónlistar, bókmennta, byggingarlistar, menningararfs, hönnunar, tísku og menningartengdrar ferðaþjónustu.

ÞVERÁÆTLUN

Þverfagleg málefni Creative Europe – sértæk viðfangsefni:

 • Sameiginlegar áskoranir og tækifæri fyrir menningu og skapandi greinar.

 • Stuðningur við fréttamiðlun, sem er nýtt í áætluninni, með áherslu á fjölmiðlalæsi, fjölhyggju og fjölmiðlafrelsi.

 • Þverþjóðlegt samstarf í stefnumótun, með það að markmiði að bætta þekkingu á áætluninni og dreifingu niðurstaðna.

 • Nýsköpunarstofur (Creative innovation labs) en þeim er ætlað að koma á framfæri nýjungum í efnisvali, bæta aðgengi, stuðla að dreifingu og styðja við markaðssetningu og kynningu þvert á svið skapandi greina og menningar.

Hverjir geta sótt um?

Allir lögaðilar, menningarfyrirtæki og –stofnanir, geta sótt um til Creative Europe en skilyrði er að þátttakendur séu frá aðildarríkjum Evrópusambandsins og / eða Íslandi, Noregi og Liechtenstein.

Ísland er fullgildur aðili áætlunarinnar og hafa íslenskir aðilar því jafnan rétt og aðrir innan Evrópusambandsins til að sækja um styrki.

Hlutverk Rannís

Rannís er umsýsluaðili Creative Europe á Íslandi. Í því felst umsjón með kynningu á áætluninni auk þess að veita umsækjendum upplýsingar og aðstoð. 

Viltu vita meira?

Skoðaðu vefsíðu Creative Europe hjá ESB eða íslenska vefsíðu Creative Europe hjá Rannís til að kanna þá möguleika sem bjóðast. Þar er einnig hægt að skoða niðurstöður verkefna sem þegar hafa verið styrkt.  

Þetta vefsvæði byggir á Eplica