Stjórn

Ráðherra skipar níu aðalmenn og níu til vara í stjórn vinnustaðanámssjóðs til fjögurra ára í senn. Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins, Samband íslenskra sveitarfélaga, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Félag íslenskra framhaldsskóla, Samband íslenskra framhaldsskólanema, Kennarasamband Íslands og fjármálaráðuneyti tilnefna einn aðalmann og einn varamann í stjórn sjóðsins. Formaður og varamaður hans eru skipaðir án tilnefningar. Ekki er heimilt að skipa sama mann aðalmann í stjórn vinnustaðanámssjóðs lengur en tvö samfelld tímabil.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica