Ráðherra skipar níu aðalmenn og níu til vara í stjórn Vinnustaðanámssjóðs til fjögurra ára í senn. Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins, Samband íslenskra sveitarfélaga, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Félag íslenskra framhaldsskóla, Samband íslenskra framhaldsskólanema, Kennarasamband Íslands og fjármálaráðuneyti tilnefna einn aðalmann og einn varamann í stjórn sjóðsins. Formaður og varamaður hans eru skipaðir án tilnefningar. Ekki er heimilt að skipa sama mann aðalmann í stjórn Vinnustaðanámssjóðs lengur en tvö samfelld tímabil.
Stjórn Vinnustaðanámssjóðs 2017-2021 er svo skipuð:
Bergþóra Þórhallsdóttir, formaður, án tilnefningar
Einar Mar Þórðarson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðherra
Birna Ólafsdóttir, tilnefnd af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
Jón B. Stefánsson, tilnefndur af Skólameistarafélagi Íslands
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins
Níels Sigurður Olgeirsson, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands
Hildur Björgvinsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra framhaldsskólanema
Guðlaug Ragnarsdóttir, tilnefnd af Kennarasambandi Íslands
Ellisif Tinna Víðisdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga