Stjórn

Stjórn sjóðsins er skipuð þremur einstaklingum til fimm ára í senn. Í sjóðsstjórn sitja; bókavörður sem sér um kortasafn Landsbókasafns Íslands, stjórnarmaður tilnefndur af líf- og umhverfisvísindadeild verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands og vísindamaður tilnefndur af fagráði félags- og hugvísinda hjá Rannsóknasjóði.

Árið 2014 er stjórnin skipuð eftirtöldum einstaklingum:

  • Jökull Sævarsson, sagnfræðingur og sérfræðingur á Landsbókasafni, formaður stjórnar.
  • Ingibjörg Jónsdóttir, landfræðingur og dósent við Háskóla Íslands.
  • Rósa Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur og rannsóknarlektor við stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.Þetta vefsvæði byggir á Eplica