Kortlagning innviða á Íslandi

Eftirfarandi eru drög að kortlagning á innviðum til rannsókna á Íslandi. Sjá einnig skjal með ítarlegri kortlagningu frá 2019.

Háskólinn á Hólum

Heiti innviðar: Tilraunaeldisstöð í Verinu
Tegund innviðar Rannsóknaaðstaða/rannsóknastofa.
Stutt lýsing Hægt að ala fiska í stórum tilraunum.
Búnaður/samsetning aðstöðunnar 28 stykki af eins m2 ker, 15 stykki af tveggja m2 ker, tvö stykki af átta m2 ker, 160 stykki af 20 L eldisker auk aðstöðu fyrir allt að 220 fiskabúr (10 – 20 L). Fimm einangruð herbergi og er eitt þeirra búið kæliaðstöðu, með klakaðstöðu til þroskunarfræðimælinga. Í stöðinni er bæði ferskt vatn og sjór, sjálfvirkir fóðrarar fyrir kerin, súrefnismælingar og stjórnun og ýmis annarskonar búnaður til rannsókna á lífverum í fiskeldi og úr náttúrunni. Í stöðinni starfa þrír starfsmenn í tveimur og hálfum stöðum. Stöðin er búin varaafli.
Staðsetning innviðar Verið, Vísindagarðar, Háeyri 1 á Sauðárkróki
Aðgengi Samið er um aðgang og greiðslu fyrir hann í hverju tilfelli fyrir sig. Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þann aðgang setji sig í samband við Bjarna K. Kristjánsson, fyrir innviði tengda rannsóknum í ferskvatns og sjávarfræðum.
Heiti innviðar: Kynbótaeldisstöð á Hólum
Tegund innviðar Rannsóknaaðstaða/rannsóknastofa.
Stutt lýsing Fullbúin fiskeldisstöð nýtt til kynbóta á bleikju.
Búnaður/samsetning aðstöðunnar Aðgangur að bleikjuhrognum og bleikjuseiðum til rannsóknar. Stöðin framleiðir hrogn fyrir um 90% af öllu bleikjueldi á Íslandi.
Staðsetning innviðar Hólum í Hjaltadal.
Aðgengi Samið er um aðgang og greiðslu fyrir hann í hverju tilfelli fyrir sig. Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þann aðgang setji sig í samband við Bjarna K. Kristjánsson, fyrir innviði tengda rannsóknum í ferskvatns og sjávarfræðum.
Heiti innviðar: Miðstöð rannsókna í umhverfislífeðlisfræði
Tegund innviðar Rannsóknaaðstaða/rannsóknastofa.
Stutt lýsing Hægt að mæla bæði hvíldar-efnaskipti og virk efnaskipti hjá fiskum og öðrum vatnalífverum, allt niður í hrogn.
Búnaður/samsetning aðstöðunnar Skólinn hefur yfir að ráða þremur sundgöngum, í mismunandi stærð, og fjölmörgum lokuðum klefum, í mismunandi stærð.
Staðsetning innviðar Hólum í Hjaltadal.
Aðgengi Samið er um aðgang og greiðslu fyrir hann í hverju tilfelli fyrir sig. Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þann aðgang setji sig í samband við Bjarna K. Kristjánsson, fyrir innviði tengda rannsóknum í ferskvatns og sjávarfræðum.
Heiti innviðar: Víðsjár
Tegund innviðar Tækjabúnaður/-samstæða.
Stutt lýsing Víðsjár búnar fullkomnum myndavélum.
Búnaður/samsetning aðstöðunnar Skólinn á tvær fullkomnar Leica-víðsjár. Önnur þeirra er búin tölvutengdri myndavél til ljósmyndunar á smádýrum og öðrum sýnum. Auk þessa á skólinn sex smærri Olympus-víðsjár.
Staðsetning innviðar Háskólinn á Hólum.
Aðgengi Samið er um aðgang og greiðslu fyrir hann í hverju tilfelli fyrir sig. Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þann aðgang setji sig í samband við Bjarna K. Kristjánsson, fyrir innviði tengda rannsóknum í ferskvatns og sjávarfræðum eða Svein Ragnarsson fyrir rannsóknir tengdar hestafræðum.
Heiti innviðar: Bílar/bátur og tæki til fiskveiða á stöðuvötnum
Tegund innviðar Tækjabúnaður/-samstæða.
Stutt lýsing Bílar, bátur og tæki til veiða á fiskum í stöðuvötnum.
Búnaður/samsetning aðstöðunnar Skólinn á Nissan L200 og Toyota Hilux, 38“, sem nýttir eru við rannsóknir. Skólinn á nýlegan bát, Theri 440, á kerru ásamt utanborðsmótor. Auk þess hefur skólinn yfir að ráða fjölmörgum Nordic netum (möskvastærð frá 10 - 55 mm) og um 200 smáfiskagildrum til rannsókna á villtum fiskum.
Staðsetning innviðar Háskólinn á Hólum.
Aðgengi Samið er um aðgang og greiðslu fyrir hann í hverju tilfelli fyrir sig. Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þann aðgang setji sig í samband við Bjarna K. Kristjánsson, fyrir innviði tengda rannsóknum í ferskvatns og sjávarfræðum eða Svein Ragnarsson fyrir rannsóknir tengdar hestafræðum.
Heiti innviðar: Tæki til fiskveiða á straumvatni
Tegund innviðar Tækjabúnaður/-samstæða.
Stutt lýsing Rafveiðitæki og tæki til veiða á fiskum í straumvatni.
Búnaður/samsetning aðstöðunnar Skólinn á þrjú rafveiðitæki, annars vegar tæki sem borin eru á bakinu og knúin rafmagni úr rafhlöðum og hins vegar tvö tæki smíðað á Íslandi, þar sem að tækin eru tengd við rafmótor (sem skólinn á). Tækin nýtast til veiða fá fiskum, sérstaklega í straumvatni.
Staðsetning innviðar Háskólinn á Hólum.
Aðgengi Samið er um aðgang og greiðslu fyrir hann í hverju tilfelli fyrir sig. Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þann aðgang setji sig í samband við Bjarna K. Kristjánsson, fyrir innviði tengda rannsóknum í ferskvatns og sjávarfræðum eða Svein Ragnarsson fyrir rannsóknir tengdar hestafræðum.
Heiti innviðar: Miðstöð rannsókna í atferlisvistfræði
Tegund innviðar Rannsóknaaðstaða/rannsóknastofa.
Stutt lýsing Fullkominn búnaður til atferlismælinga.
Búnaður/samsetning aðstöðunnar Myndavélar, ljósaborð og tölvuforrit til að fylgja eftir hreyfingu fiska. Auk fjölmargra fiskabúra til þessara mælinga.
Staðsetning innviðar Háskólinn á Hólum.
Aðgengi Samið er um aðgang og greiðslu fyrir hann í hverju tilfelli fyrir sig. Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þann aðgang setji sig í samband við Bjarna K. Kristjánsson, fyrir innviði tengda rannsóknum í ferskvatns og sjávarfræðum.
Heiti innviðar: Netbúr og tæki
Tegund innviðar Rannsóknaaðstaða/tækjabúnaður.
Stutt lýsing Netbúr sem hægt era ð koma fyrir í ám eða lækjum og tæki til þess að merkja fiska.
Búnaður/samsetning aðstöðunnar 12 netbúr sem hægt er að koma fyrir í ám eða lækjum. Í búrunum er hægt að setja upp fjölmargar tilraunir á fiskum í náttúrunni. Búnaður til þess að PIT merkja fiska og fylgjast með staðsetningu þeirra og hreyfingum.
Staðsetning innviðar Háskólinn á Hólum.
Aðgengi Samið er um aðgang og greiðslu fyrir hann í hverju tilfelli fyrir sig. Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þann aðgang setji sig í samband við Bjarna K. Kristjánsson, fyrir innviði tengda rannsóknum í ferskvatns og sjávarfræðum.
Heiti innviðar: Gagnagrunnur
Tegund innviðar Gagnagrunnur
Stutt lýsing Yfir sýni sem aflað hefur verið í rannsóknarverkefnum innan skólans.
Búnaður/samsetning aðstöðunnar Flest eru þessi sýni af fiskum og smádýrum í íslenskri náttúru. Unnið er að því að gera gagnagrunninn aðgengilegan fyrir aðra vísindamenn.
Staðsetning innviðar Háskólinn á Hólum.
Aðgengi Samið er um aðgang og greiðslu fyrir hann í hverju tilfelli fyrir sig. Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þann aðgang setji sig í samband við Bjarna K. Kristjánsson, fyrir innviði tengda rannsóknum í ferskvatns og sjávarfræðum eða Svein Ragnarsson fyrir rannsóknir tengdar hestafræðum.
Heiti innviðar: Kældur örskeri
Tegund innviðar Tækjabúnaður.
Stutt lýsing Leica CM1850 kældur örskeri.
Staðsetning innviðar Háskólinn á Hólum.
Aðgengi Samið er um aðgang og greiðslu fyrir hann í hverju tilfelli fyrir sig. Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þann aðgang setji sig í samband við Bjarna K. Kristjánsson, fyrir innviði tengda rannsóknum í ferskvatns og sjávarfræðum eða Svein Ragnarsson fyrir rannsóknir tengdar hestafræðum.
Heiti innviðar: IKA C200 kaloríubomba
Tegund innviðar Tækjabúnaður.
Stutt lýsing IKA C200 kaloríubomba – tæki til mælingar á orkuinnihaldi í smáum sýnum.
Staðsetning innviðar Háskólinn á Hólum.
Aðgengi Samið er um aðgang og greiðslu fyrir hann í hverju tilfelli fyrir sig. Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þann aðgang setji sig í samband við Bjarna K. Kristjánsson, fyrir innviði tengda rannsóknum í ferskvatns og sjávarfræðum eða Svein Ragnarsson fyrir rannsóknir tengdar hestafræðum.
Heiti innviðar: Aðstaða til erfafræðirannsókna
Tegund innviðar Rannsóknaaðstaða/rannsóknastofa
Stutt lýsing Skólinn hefur komið upp rannsóknarstofu með öllum útbúnaði til einangrunar á DNA, auk PCR tækis (að láni frá HÍ) og búnaði til rafdráttar.
Staðsetning innviðar Háskólinn á Hólum.
Aðgengi Samið er um aðgang og greiðslu fyrir hann í hverju tilfelli fyrir sig. Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þann aðgang setji sig í samband við Bjarna K. Kristjánsson, fyrir innviði tengda rannsóknum í ferskvatns og sjávarfræðum eða Svein Ragnarsson fyrir rannsóknir tengdar hestafræðum.
Heiti innviðar: Hesthús/reiðhallir
Tegund innviðar Rannsóknaaðstaða/rannsóknastofa.
Stutt lýsing Hesthúspláss, hestakostur og rannsóknahesthús og annað sem finnst við rannsóknir tengdar hestafræðum.
Búnaður/samsetning aðstöðunnar

Hesthúspláss fyrir rúmlega 200 hross, allt einstaklingsstíur. Geymslur fyrir fóður, búnað nemenenda og skólans til umhirðu, kennslu og þjálfunar. Skólinn á um 100 hross þar af um 50 sérþjálfaða kennsluhesta.

Þrjár reiðhallir, löglegir keppnisvellir, bæði hringvellir og kappreiðavellir.

Hesthúspláss fyrir 18 hesta, einstaklingsstíur. Geymslurými, stórgripavog, háhraða hlaupabretti, frystikistur fyrir geymslu sýna. Dýralæknaaðstaða, aðgerðabás, myndatökuherbergi, svæfingaklefi. Dráttarvélar, litlar vinnuvélar, fjórhjól, vagnar og vinnutæki við umhirðu hrossa, mokstur og viðhald á aðstöðu.

Staðsetning innviðar Háskólinn á Hólum.
Aðgengi Samið er um aðgang og greiðslu fyrir hann í hverju tilfelli fyrir sig. Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þann aðgang setji sig í samband við Svein Ragnarsson fyrir rannsóknir tengdar hestafræðum.

MATÍS

Heiti innviðar: Tilraunastöð fyrir fiskeldi
Tegund innviðar Rannsóknaaðstaða/rannsóknastofa.
Stutt lýsing Fiskeldisstöð með sérsmíðuðum tækjabúnaði, þrjú kerfi fyrir mismunandi gerðir fiska.
Búnaður/samsetning aðstöðunnar Þrjú kerfi eru í stöðinni fyrir mismunandi gerðir og stærð fiska og annarra vatnalífvera. 24 1m2 ker og 36 200 L ker tengd hreinsunar- og síubúnaði sem tryggir 90-95% endurnýtingu vatns, ásamt 48 20 L kerjum fyrir minni vatnalífverur. Hægt er að notast bæði við ferskvatn og saltvatn. Ýmis búnaður sem mælir og tryggir gæði og öryggi vatns, tilraunalífvera og starfsmanna. Að auki er búnaður fyrir fóðurgerð fyrir smærri lífverur.
Staðsetning innviðar Keldnaholti, Árleyni 2, Reykjavík
Aðgengi Samið er um aðgang og greiðslu fyrir hann í hverju tilfelli fyrir sig. Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þann aðgang setji sig í samband við Jón Hauk Arnarsson fyrir rannsóknir tengdar fiskeldi og eldi á vatnalífverum.
Heiti innviðar: Aðstaða til erfðafræðirannsókna
Tegund innviðar Rannsóknaaðstaða og tækjabúnaður .
Stutt lýsing Búnaður til einangrunar, mögnunar og raðgreiningar erfðaefnis.
Búnaður/samsetning aðstöðunnar ABI 3730 raðgreinir, Illumina MiSeq raðgreinir, Oxford Nanopore MinIon, Fluidigm tæki, PCR og RT-PCR tæki. Rafdráttarbúnaður (til rafdráttar á DNA og prótínum). Linux-kerfi, vinnsluvélar til greiningar erfðafræðigagna.
Staðsetning innviðar Matís, Vínlandsleið 12, Reykjavík
Aðgengi Samið er um aðgang og greiðslu fyrir hann í hverju tilfelli fyrir sig. Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þann aðgang setji sig í samband við Jón Hauk Arnarsson fyrir rannsóknir á sviði erfðafræði.
Heiti innviðar: Efnagreiningarbúnaður
Tegund innviðar Rannsóknaaðstaða og tækjabúnaður.
Stutt lýsing Gas- og vökvaskiljur, massagreinar, proteingreiningartæki, NIR og NMR tæki.
Búnaður/samsetning aðstöðunnar 3 mismunandi uHPLC tæki, GC-FID sem er aðallega nýtt í fitusýrugreiningar, GC-ECD tæki, GC/MS tæki með head space uSPE sýnamatara, GC-MS/MS tæki, 2 LC-MS/MS tæki, annað medium range aðallega nýtt í varnarefnamælingar, hitt high range, ICP-MS tæki til frumefnagreininga, uHPLC tæki tengt við ICP-MS sem nýtist m.a. í tegundagreiningar frumefna, IC tæki (Dionex), 60 Hz NMR tæki, NIR, próteingreiningartæki (Dumas og Kjeldahl).
Staðsetning innviðar Matís, Vínlandsleið 12, Reykjavík og Mýrargötu 10, Neskaupsstað
Aðgengi Samið er um aðgang og greiðslu fyrir hann í hverju tilfelli fyrir sig. Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þann aðgang setji sig í samband við Jón Hauk Arnarsson fyrir rannsóknir sem krefjast efnagreiningarbúnaðar.
Heiti innviðar: Sýna-meðhöndlunarbúnaður
Tegund innviðar Tækjabúnaður/-samstæða.
Stutt lýsing Búnaður til að undirbúa sýni fyrir efnagreiningar
Búnaður/samsetning aðstöðunnar

Microwave digestion fyrir niðurbrot sýna fyrir frumefnagreiningu, Pressurised solvent extraction búnaður fyrir útdrátt sýna (ASE - Dionex)

Frostþurrkari (bench top).

Staðsetning innviðar Matís, Vínlandsleið 12, Reykjavík
Aðgengi Samið er um aðgang og greiðslu fyrir hann í hverju tilfelli fyrir sig. Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þann aðgang setji sig í samband við Jón Hauk Arnarsson fyrir rannsóknir sem krefjast búnaðar til að undirbúa sýni fyrir efnagreiningar.
Heiti innviðar: Búnaður fyrir örverugreiningar og ræktun
Tegund innviðar Rannsóknaaðstaða og tækjabúnaður
Stutt lýsing Búnaður fyrir örverugreiningar og ræktun fruma/örvera
Búnaður/samsetning aðstöðunnar

Autoklavar, agarklavi, loftflæðiskápar, hitaskápar og vatnsböð fyrir örveruræktanir, spiral plater fyrir útsáningu sýna og image analyser fyrir bakteríutalningar. Einnig MALDI-TOF Biotyper (örverugreinir). Loftsíunartæki fyrir mælingar á myglu/bakteríum í afmörkuðum rýmum. Frumuflæðissjá (tæki til greiningar og flokkunar fruma (FACSArial).

Ofurfrystar við varðveislu á stofnasafni (-140 °C) og sýnum (-80°C).

Ræktunarbúnaður til frumuræktunar, bioreactorar 10 l. og 2. l., almennur búnaður til örveruræktar í vökva og á skálum, búnaður til ræktunar á örþörungum.

Staðsetning innviðar Matís, Vínlandsleið 12, Rvk og Mýrargötu 10, Neskaupsstað.
Aðgengi Samið er um aðgang og greiðslu fyrir hann í hverju tilfelli fyrir sig. Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þann aðgang setji sig í samband við Jón Hauk Arnarsson fyrir rannsóknir sem tengjast örverugreiningum.
Heiti innviðar: Gagnagrunnar
Tegund innviðar Gagnagrunnar.
Stutt lýsing Gagnagrunnar um efnainnihald matvæla, örverustofnasafn og gagnabanki
Búnaður/samsetning aðstöðunnar

Íslenska gagnagrunninn um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) er venslaður SQL gagnagrunnur byggður upp í evrópsku samstarfi samkvæmt EN16104 staðlinum. ÍSGEM geymir niðurstöður fyrir næringarefni í matvælum á íslenskum markaði og útflutt matvæli. ÍSGEM hefur hátt í 40 ár verið er eina heildstæða íslenska gagnasafnið um næringargildi íslenskra matvæla. Ítarleg lýsigögn veita upplýsingar um gögnin. Grunninum fylgir gæðakerfi og rafrænar heimildir frá upphafi mælinga á Íslandi. Gagnagrunnur um aðskotaefni í sjávarfangi er skráakerfi með niðurstöður eftir árum fyrir efni eins og þungmálma og þrávirk lífræn efni, s.s. díoxín, PCB, varnarefni.

Örverustofnasafn Matís ISCAR (Icelandic Strain Collection and Records) inniheldur upplýsingar um bakteríustofna hafa verið einangraðir hjá Matís o.fl. upplýsingar vistað í rafrænum gagnagrunni (iscar.matis.is)

Staðsetning innviðar Rafrænn og Matís, Vínlandsleið 12, Reykjavík
Aðgengi Rafrænt á vefsíðum (www.matis.is/neytendur/leit-i-isgem-gagnagrunni/ og iscar.matis.is). Samið er um aðgang og greiðslu fyrir notkun gagna sem hýstar eru í gagnagrunnunum í hverju tilfelli fyrir sig. Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þann aðgang setji sig í samband við Jón Hauk Arnarsson .
Heiti innviðar: Búnaður til matvæla og líftækni rannsókna
Tegund innviðar Rannsóknaaðstaða og tækjabúnaður.
Stutt lýsing Búnaður til matvæla og líftækni rannsókna auk vöruþróunar
Búnaður/samsetning aðstöðunnar

Tilraunaeldhús & vöruþróunaraðstaða. Tæki til að mæla gæði og eiginleika matvæla s.s. áferðarmælar, litmælir, seigjumælir. Aðstaða og þjálfun til skynmats. Matvælaprentari (3D prentari), flúorsmásjá og ljósmásjá.

Einangrunarbúnaður til einangrunar og hreinsunar á lífefnum, t.d. ýmsar súlur og Cogent M1 TFF filtrunartæki. Tæki til greiningar á lífvirkni lífefna.

Staðsetning innviðar Matís, Vínlandsleið 12, Reykjavík
Aðgengi Samið er um aðgang og greiðslu fyrir hann í hverju tilfelli fyrir sig. Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þann aðgang setji sig í samband við Jón Hauk Arnarsson
Heiti innviðar: Búnaður fyrir matvælavinnslu
Tegund innviðar Rannsóknaaðstaða og tækjabúnaður.
Stutt lýsing Vinnslusalur og rannsóknarbúnaður.
Búnaður/samsetning aðstöðunnar Aðstaða fyrir vinnslutilraunir og geymslu ýmissa hráefna í matvæli, vinnslutæki og framleiðslu möguleikar fyrir smáframleiðendur, frystar, kælar, frystihermar, reykofn, frostþurrkari, úðaþurrkari o.fl.
Staðsetning innviðar Matís, Vínlandsleið 12, Reykjavík.
Aðgengi Samið er um aðgang og greiðslu fyrir hann í hverju tilfelli fyrir sig. Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þann aðgang setji sig í samband við Jón Hauk Arnarson.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Heiti innviðar: Ljósmynda-, forvörslu og hljóðver
Tegund innviðar Rannsóknaaðstaða/rannsóknastofa.
Stutt lýsing Þrenns konar aðstaða í boði við orðfræðirannsóknir; ljósmyndaver, forsvörsluver og hljóðver.
Búnaður/samsetning aðstöðunnar

Ljósmyndaver: með sérhæfðum búnaði til að taka myndir af handritum.

Forvörsluver: búið nauðsynlegum tækjum og áhöldum til að sinna viðgerðum á handritum, sem kunna að vera nauðsynlegar til að hægt sé að leyfa notkun á handritum til rannsókna.

Hljóðver: Ýmis búnaður til að taka upp og vinna með hljóðupptökur. Á Árnastofnun er þessi búnaður fyrst og fremst notaður á þjóðfræðisviði við vinnu með viðtöl og annað þjóðfræðiefni.

Staðsetning innviðar Árnastofnun
Aðgengi
Heiti innviðar: Bókasafn/handritasafn
Tegund innviðar Rannsóknaaðstaða.
Stutt lýsing Bókasafn og handritasafn, kjarninn í öllum rannsóknum stundaðar á handritasviði.
Búnaður/samsetning aðstöðunnar Margir fræðimenn á stofnuninni vilja leggja áherslu á að bókasafnið sé mikilvægur rannsóknainnviður fyrir þeirra rannsóknir.
Staðsetning innviðar Árnastofnun, rafrænt...
Aðgengi Rafrænn (handrit.is).
Heiti innviðar: Seðlasöfn
Tegund innviðar Rannsóknaaðstaða/rannsóknastofa.
Stutt lýsing Seðlasöfn orðabókar Háskólans.
Búnaður/samsetning aðstöðunnar Seðlasöfn Orðabókar háskólans eru enn nokkuð notuð við orðfræðirannsóknir, þrátt fyrir að mörg þeirra séu ekki aðgengileg á stafrænu formi. Stærst þeirra er Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Hún var slegin inn að hluta til á tíunda áratug síðustu aldar og hefur verið aðgengileg í gegnum vefviðmót síðan. Hvorki hefur gagnagrunnur né vefur verið uppfærður síðan, þrátt fyrir mikla notkun. Talmálssafnið er einnig talsvert notað, en það byggir á orðtöku með aðstoð útvarpsþáttanna Íslenskt mál, sem voru á dagskrá Ríkisútvarpsins um 50 ára skeið. Önnur seðlasöfn eru minni.
Staðsetning innviðar Árnastofnun
Aðgengi
Heiti innviðar: Örnefnasafn
Tegund innviðar Rannsóknaaðstaða/rannsóknastofa.
Stutt lýsing Skrár um örnefni á flestum jörðum á Íslandi.
Búnaður/samsetning aðstöðunnar Örnefnasafnið eru á milli 10 og 20 þúsund skjöl, geymd í skjalaskápum. Einhver hafa verið skönnuð og ljóslesin en gloppur eru það víða að enn þarf að notast við pappírsskjölin í skjalaskápunum. Örnefnasafnið er notað flesta daga vikunnar.
Staðsetning innviðar Árnastofnun.
Aðgengi Hluti aðgengilegur í gagnasafni Sarpi.
Heiti innviðar: Gagnagrunnar á orðfræðisviði
Tegund innviðar Gagnagrunnur.
Stutt lýsing Helstu gagnagrunanr smíðaðir fyrir orfræðirannsóknir. Ritmálsskrá, Textasafn Árnastofnunar, MÍM, BÍN og fleira.
Búnaður/samsetning aðstöðunnar Ber þar að nefna grunninn fyrir Ritmálsskrána, sem nefnd var að ofan; Textasafn Árnastofnunar, sem er mikið notað við orðabókagerð; Mörkuð íslensk málheild (MÍM), sem líka er mikið notuð við orðabókargerð en einnig við hvers kyns málfræði- og máltæknirannsóknir; Beygingarlýsing íslensks nútímamáls er bráðnauðsynleg í íslenskum máltæknirannsóknum, safn málfræðilega markaðra 19. aldar texta eru notaðir í rannsóknum á 19. aldar máli. Íslenskt orðanet er notað við rannsóknir á merkingarskyldleika orða. Ýmsir aðrir gagnagrunnar hafa einnig verið notaðir við rannsóknir á orðfræðisviði, t.d. orðstöðulyklar o.fl. sem er minna í sniðum en það sem að framan er nefnt. Ný málheild kemst í gagnið í vor, Risamálheildin, sem vonir eru bundnar við að verði mikil framför frá MÍM, enda um 50 sinnum stærri.
Staðsetning innviðar Að hluta til rafrænt?.
Aðgengi
Heiti innviðar: Handrit.is
Tegund innviðar Gagnagrunnur.
Stutt lýsing Safn ljósmyndaðra handrita ásamt lýsigögnum.
Búnaður/samsetning aðstöðunnar Samstarfsverkefni SÁM og tveggja annarra stofnana. Ísmús er notað við rannsóknir í þjóðfræði, Bragi í bragfræði auk annarra minni gagnasafna.
Staðsetning innviðar Rafrænn.
Aðgengi Handrit.is

Veðurstofa Íslands

Heiti innviðar: Mælikerfi
Tegund innviðar Tækjabúnaður/-samstæða.
Stutt lýsing Vatna-, jarskjálfta-, GPS-, og þenslumælakerfi.
Búnaður/samsetning aðstöðunnar

Vatnamælingakerfi: Mælistöðvar út um allt land þar sem mæld er vatnshæð, rennsli, hiti, leiðni, aurburður þó ekki endilega allt á sömu stöð.

Jarðskjáltakerfi: Jarðskjálfta- og hröðunarmælar dreifðir um landið.

GPS mælikerfi: GPS mælar dreifðir um landið.

Þenslumælakerfi: Þenslumælar í borholum á Suðurlandi og við Mýrdalsjökul.

Staðsetning innviðar Dreift um landið. Veðurstofa Íslands, Reykjavík.
Aðgengi[AA1]
Heiti innviðar: Mælar/mælingar og veðursjár
Tegund innviðar Tækjabúnaður/-samstæða.
Stutt lýsing Snjódýptar-, veður-, ösku- og vindsjá og gas, vatna- og jöklamælingar.
Búnaður/samsetning aðstöðunnar

Tvær fastar veðursjár (C-band radar) í Keflavík og Teigsbjargi.

Tvær færanlegar ösku- og veðursjár.

Færandlegur vindsjár, LIDAR, til vindrannsókna.

Föst og færanlega agnasjá til að rannsaka ösku í veðrahvolfi.

Snjódýptarmælar: snjódýptarstafir, snjósjá til mælinga á snjódýpt og önnur snjódýptarmælitæki notuð til rannsókna og vöktunar.

Gasmælar: DOAS, FTIR, Multigas og önnur mælitæki til eftirlits og rannsókna á eldfjöllum.

Sérhæfður búnaður til jökla- og vatnamælinga: snjóborar, bræðslubor, rennslismælar, aurburðarsýnasafnarar, vatnshitamælar, leiðnimælar og jöklabor.

Staðsetning innviðar Veðurstofa Íslands hefur upplýsingar um staðsetningu hvers og eins innviðs.
Aðgengi
Heiti innviðar: Gagnagrunnar
Tegund innviðar Gagnagrunnur.
Stutt lýsing Gagnagrunnar og gagnasöfn.
Búnaður/samsetning aðstöðunnar Gagnasöfn um langtímaraðir ýmist geymdar í venslagagnagrunnum, skráakerfum eða öðrum sérhæfðum geymslum.
Staðsetning innviðar Veðurstofa Íslands, Reykjavík.
Aðgengi
Heiti innviðar: Tölvukerfi/aðstaða
Tegund innviðar Rannsóknaaðstaða/rannsóknastofa og tækjabúnaður.
Stutt lýsing Tölvukerfi og HPC búnaður.
Búnaður/samsetning aðstöðunnar

Linux tölvuþjónar stofnunarinnar, tölvur sem hýsa gagnagrunna, afritunarkerfi o.s. frv. Sérhæfður tölvusalur til tölvurekstrar.

Takmarkaður HPC (High Performance Computer) búnaður í húsi í dag. VÍ hýsir einnig ofurtölvur dönsku veðurstofunnar þar sem annars vegar eru keyrð veðurspálíkön og hins vegar rannsóknakeyrslur og -verkefni.

Staðsetning innviðar Veðurstofa Íslands, Reykjavík.
Aðgengi
Heiti innviðar: Samskiptainnviðir/farkostir
Tegund innviðar Tækjabúnaður.
Stutt lýsing Samskiptabúnaður og bílfloti sérhæfður til mælinga.
Búnaður/samsetning aðstöðunnar Fjarskiptastöðvar, símtæki, módem, staðbundin raforkuframleiðsla (s.s. vindrafstöðvar, rafgeymar) og torfærubifreiðar, sexhjól, bátar, vélsleðar, vélsleðakerrur.
Staðsetning innviðar Veðurstofa Íslands, Reykjavík.
Aðgengi
Heiti innviðar: Innhljóðsfylki og TLS
Tegund innviðar Tækjabúnaður.
Stutt lýsing

Innhljóðsfylki: Mælitæki sem nemur lágtíðni sem hægt er að nota til rannsókna á t.d. jarðskjálftum, snjóflóðun, aftakaveðuratburðum, eldfjöllum.

TLS: Terrestrial Lidar – Lidar sem mæla yfirborð og skilar nákvæmum landsupplýsingum í 3D.

Staðsetning innviðar Veðurstofa Íslands, Reykjavík.
Aðgengi








Þetta vefsvæði byggir á Eplica