Fagráð

Vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs skipar fagráð Rannsóknasjóðs. Hvert fagráð er skipað allt að sjö einstaklingum með dósentshæfi og víðtæka reynslu af rannsóknum. Að minnsta kosti tveir fagráðsmenn í hverju fagráði skulu vera starfandi utan Íslands. Við skipun fagráða er gætt að faglegri breidd og að því að kynjahlutfall sé sem jafnast.

Vísindanefnd skipar formann fagráðs úr röðum fagráðsmanna. Formaður ber ábyrgð á, með hjálp umsjónarmanns fagráðs, að samræma vinnu fagráðsins og að fagráðið vinni samkvæmt stefnu og hlutverki Rannsóknasjóðs og almennum siðareglum. Eftir að fagráðin hafa verið skipuð eru nöfn fagráðsmanna birt hér á síðunni.

Nánari leiðbeiningar til fagráðsfólks, ytri sérfræðinga, vanhæfisreglur og matsferli er að finna í Handbók Rannsóknasjóðs.

Fagráð og fagsvið

Sjö fagráð munu fjalla um umsóknir styrkársins. Sjö virkir vísindamenn skipa hvert fagráð og eru þeir valdir vegna sérfræðiþekkingar á viðkomandi sviði. Umsækjendur velja fagráð sem þeir vilja að umsóknir séu metnar í. Sérfræðingar Rannsóknasjóðs, í samráði við formenn fagráða, geta flutt umsóknir á milli fagráða séu efnisleg rök fyrir því. Frekari upplýsingar um vinnu fagráða má finna í leiðbeiningum til fagráðsmanna.

Fagráð Fagsvið
Raunvísindi og stærðfræði Eðlisfræði
Efnafræði
Jarðvísindi
Stærðfræði
Verkfræði og tæknivísindi Verkfræði
Tölvunarfræði
Tæknivísindi
Náttúruvísindi og umhverfisvísindi Almenn líffræði og afleiddar greinar
Önnur náttúruvísindi (nema jarðvísindi)
Lífvísindi Grunngreinar læknisfræði
Dýrasjúkdómafræði
Sameinda – og frumulíffræði og skyldar greinar
Klínískar rannsóknir og lýðheilsa Lýðheilsa
Heilbrigðisvísindi
Önnur læknavísindi
Félagsvísindi og menntavísindi Félagsvísindi (félagsfræði, stjórnmálafræði, mannfræði, þjóðfræði, hagfræði og viðskiptafræði, sálfræði (önnur en klínísk/lífeðlisfræðileg), mannvistarlandfræði, ferðamálafræði)
Lögfræði
Menntavísindi
Hugvísindi og listir Heimspeki, siðfræði og trúarbragðafræði
Listir (myndlist, listasaga, sviðslistir, tónlist) og hönnun
Málvísindi og bókmenntir
Sagnfræði og fornleifafræði
Önnur hugvísindi

Spurningum varðandi einstök fagráð og fagsvið skal beint til starfsfólks Rannís. Umsækjendur mega ekki undir neinum kringumstæðum hafa samband við fagráðsmenn meðan á matsferli stendur.

Fagráðsfólk

Raunvísindi og stærðfræði
Gunnar Stefánsson, formaður
Háskóli Íslands
Biplab SanyalUppsala University
Kari StrandUniversity of Oulu
Ruth Webster
University of Cambridge
Nicholas Westwood University of St Andrews
Abigail Barker Uppsala University
Sadegh KochfarUniversity of Edinburgh
Verkfræði og tæknivísindi
Rúnar Unnþórsson, formaður
Háskóli Íslands
Regina Hebig University of Gothenburg
Felix AlbuValahia University of Targoviste
Paolo Gargiulo Háskólanum í Reykjavík
Harald KoestlerFriedrich-Alexander-Universität
Vikram Pakrashi University College Dublin
Jeroen Arendsen Stichting Sherpa Expertiscentrum
Náttúruvísindi og umhverfisvísindi
Starri Heiðmarsson, formaður
Náttúrustofa Norðurlands vestra
Ascuncion Rios Murillo Museo Nacional de Ciencias Naturales
Gunilla Rosenqvist

Uppsala University

Ralph Tiedemann
Universität Potsdam
Martin Genner University of Bristol
Carmen Galan University of Cordoba
John Griffin
University of Swansea
Lífvísindi
Anne Ephrussi, formaður
EMBL
Albert Vernon Smith
University of Michigan
Anders Woetman Andersen
University of Copenhagen
Bogi Andersen
UC Irvine
Martin Bushell University of Glasgow
David Jackson
University of Oxford
Suparna Sanyal
Uppsala University

Klínískar rannsóknir og lýðheilsa

Álfgeir L. Kristjánsson, formaður
West Virginia University
Ingunn Björnsdóttir University of Oslo
Josef Kautzner IKEM
Mari KangasniemiUniversity of Turku
Maren Kristine Raknes NTNU
Peymane Adab University of Birmingham
Lorraine Harper University of Birmingham
Félagsvísindi og menntavísindi
Helga Hallgrímsdóttir, formaður University of Victoria
Naomi Ekas Texas Christian University
Anna Ólafsdóttir Háskólanum á Akureyri
Gylfi Magnússon
Háskóli Íslands
Sveinn Eggertsson
Háskóli Íslands
Annalisa Savaresi University of Eastern Finland
Battista Severgnini Copenhagen Business School
Hugvísindi og listir
Stephanie Gropper, formaður Háskólinn í Tuebingen
Þorsteinn Indriðason
Háskólinn í Bergen
Marcos Martinón-Torres Cambridge háskóli
Paul Tenngart
Háskólinn í Lundi
Synne Behrndt Listaháskólinn í Stokkhólmi
Antje Gimmler Háskólinn í Álaborg
Hans Jacob Orning
Háskólinn í OslóÞetta vefsvæði byggir á Eplica