Rannsóknasjóður

31.5.2021 : Sögurnar í AM 510 4to: Varðveisla og viðtökur Finnboga sögu ramma, Víglundar sögu og Bósa sögu - verkefni lokið

      AM 510 4to er skinnhandrit geymt í handritasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og er skrifað á Íslandi um miðja 16. öld. Í handritinu eru 8 sögur af ýmsum toga og flestar eru að öllum líkindum töluvert eldri en handritin. Samsetning handritsins er nokkuð dæmigerð fyrir síðmiðaldir þar sem ýmsum sögum hefur verið safnað saman í eina bók. 

Lesa meira

31.5.2021 : Formgerð samsettra orða í íslensku og utan hennar - verkefni lokið

      Markmið verkefnisins var að kanna formgerð samsettra orða frá ýmsum sjónarhornum og með ýmsum aðferðum og rannsaka það hvernig einingarnar sem mynda samsett orð eru settar saman og hvernig formgerðin sem af því hlýst hefur áhrif á samspil eininganna

Lesa meira

31.5.2021 : Mótun millistéttarinnar gegnum foreldravenjur og -val innan íslensks grunnskólakerfis - verkefni lokið

      Markmið þessarar rannsóknar er að greina hvernig valdatengsl eru endursköpuð með foreldravenjum á Íslandi með áherslu á stétt og kyn. Spurt er hvernig foreldravenjur stuðla að endursköpun stétttengdra valdatengsla með vali á skóla og búsetusvæði. 

Lesa meira

31.5.2021 : Megindlegt mat á staðbundnum mögnunaráhrifum íslenskra jarðlaga í jarðskjálftum - verkefni lokið

      Staðbundin mögnunaráhrif mjúkra jarðlaga á jarðskjálftabylgjur þekkjast víða um heim þar sem þau valda auknum líkum á skemmdum á mannvirkjum í jarðskjálftum. Því er æskilegast að jarðlögin séu úr sem hörðustu efni (t.d bergi) því þá eru slík staðbundin áhrif í lágmarki. Hvað jarðskjálftahönnum á Íslandi varðar er ekki gerður greinarmunur á gömlum berglögum eða ungum hraunlögum á yfirborði. 

Lesa meira

31.5.2021 : Heilahristingur meðal íslenskra íþróttamanna: Margþátta rannsókn - verkefni lokið

Concussions are a prominent risk factor when competing and training sports. Women are hugely underrepresented in the concussion literature despite being more at risk of getting a concussion and having worse outcomes than men. The study: Concussion among Icelandic athletes: A multi-component study aims to assess concussion incidents among Icelandic athletes and assess concussion history among female athletes and how mental health, mental functioning and physiological factors could be affected by concussion history. 

Lesa meira

19.5.2021 : Heilsa, færni og aðstæður einstaklinga í heimahúsum eftir eitt heilaslag og framboð og notkun á endurhæfingarúrræðum - verkefni lokið

      Könnun var gerð á meðal einstaklinga sem búa í heimahúsum eftir að hafa fengið heilaslag 1-2 árum áður. Þessi könnun er sú fyrsta sem gerð er á meðal einstaklinga í þessum hópi á Íslandi og var þátttakan 56.2%. 

Lesa meira

12.5.2021 : Topp afræningjar í breytilegu vistkerfi: tilvist sérhæfingar hjá háhyrningum og afleiðingar hennar - verkefni lokið

      Með verkefninu “Topp afræningjar í breytilegu vistkerfi: tilvist sérhæfingar hjá háhyrningum og afleiðingar hennar” var leitast við að rannsaka tilvist sérhæfingar í fæðunámi íslenskra háhyrninga með athugunum á atferli, útbreiðslu og fæðuvali.

Lesa meira

12.5.2021 : Breytileiki í gerð íslenska möttulstróksins ákvarðaður með óhefðbundnum stöðugum samsætum - verkefni lokið

      Meginmarkmið þessa verkefnis var að kanna möguleika á að nota Mg- og Fe-samsætugreiningar á stökum ólivín-kristöllum til skoða betur efnaeiginleika endurunna efnisins sem finna má í íslenska möttlinum. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica