Rannsóknasjóður

27.6.2019 : Kortlagning og vöktun á náttúru Íslands með fjarkönnun - öndvegisverkefni lokið

Á Íslandi valda náttúruöflin sem og umsvif mannsins örum breytingum á landslagi sem aftur hefur félagshagfræðileg áhrif á land og þjóð. Hér á landi eru breytingar, sem verða af völdum t.d. jarðskorpuhreyfinga, eldvirkni, jöklunar eða veðráttu, dæmi um slíkar sem eiga sér stað víðsvegar um heim og hafa áhrif á nútímasamfélög manna. Þar sem náttúruöflin eru afar virk sem og nú á tímum loftslagsbreytinga verður mikilvægi samtíma kortlagningar og vöktunartækni í hárri tímaupplausn seint ofmetin. Hún gegnir lykilhlutverki í að draga úr áhrifum og skilja umfang náttúrulegra ferla sem jafnframt geta tengst innbyrðis. 

Lesa meira

27.6.2019 : Hermi- og brjóstvitstrjáleit í alhliða leikjaspilun og öðrum flóknum ákvörðunartökuvandamálum - verkefni lokið

Tækni byggð á gervigreind er að finna í síauknum mæli í hugbúnaði og tækjum sem þurfa að taka mikilvægar ákvarðanir í rauntíma. Brjóstvitsleit er ein af grundvallar lausnaraðferðum gervigreindar við að leysa slík ákvörðunartökuvandamál. Á undanförnum árum hefur ný gerð brjóstvitsleitaraðferða verið að ryðja sér til rúms, sem leggja aukna áherslu á hermileit. Í þessu verkefni voru slíkar hermiaðferðir við leit rannsakaðar og endurbættar með vélnámsaðferðum, og gæði þeirra metin í alhliðaleikjaspilun og öðrum flóknum ákvörðunarvandamálum, þ.m.t. í vandamálum tengdum orkugeiranum og fiskvinnslu.

Lesa meira

27.6.2019 : Bakgrunnsljós vetrarbrautanna með augum næstu kynslóðar geimsjónauka - verkefni lokið

Eftir að fyrstu sólstjörnurnar hófu að myndast byrjaði ljós að safnast fyrir í myrkum alheimi. Bakgrunnsljós alheimsins er uppsöfnuð birta allra þeirra stjarna sem skinið hafa í alheimssögunni og hefur því að geyma mikilvægar upplýsingar um myndun og þróun vetrarbrauta frá upphafi til dagsins í dag. Þessu verkefni var ætlað að varpa ljósi á frumuppsprettur bakgrunnsljóssins og undirbúa þessa undirgrein stjanvísindana fyrir komu næstu-kynslóðar geimsjónauka: James Webb sjónauka NASA og Euclid sjónauka ESA. 

Lesa meira

15.4.2019 : Athyglisvirkni í söfnunarverkefnum og tengsl við sjónræna athygli - verkefni lokið

As we interact with the environment, our gaze and attention are pulled towards items that we have interacted with before and are behaviourally important to us. We have investigated such attentional function with visual foraging tasks where observers attempt to collect as many items as they can. 

Lesa meira

5.4.2019 : Veruleiki peninga - verkefni lokið

Veruleiki peninga er heimspekileg rannsókn á peningum og peningalegu gildi og er verkefnið hýst af Heimspekistofnun Háskóla Íslands. 

Lesa meira

25.3.2019 : Laser skanna augnbotnamyndavéla súrefnismælingar í æðahimnu í gláku og aldursbundinni hrörnun í augnbotnum -ný tæknileg nálgun- verkefni lokið

Súrefnismælingar í sjónhimnu augans hafa verið í stöðugri þróun. Skortur er hinsvegar á mælingum í æðahimnu augans. Í upphafi verkefnisins var því kannað hvort hægt væri að mæla súrefnismettun í æðahimnu augans sem er himnan sem liggur fyrir innan sjónhimnuna þegar horft er á augnbotn í gegnum ljósopið. Slíkar mælingar gætu hugsanlega varpað nýju ljósi á sjúkdóma líkt og gláku og aldursbundna hrörnun í augnbotnum (AMD). 

Lesa meira

25.3.2019 : Netsamskipti á Íslandi - málnotkun í óformlegu umhverfi netsins og viðhorf til hennar - verkefni lokið

Aðalmarkmið doktorsverkefnisins var að rannsaka málnotkun Íslendinga á samfélagsmiðlum og mat málnotenda á slíkri málnotkun. Verkefnið rannsakaði málhegðun Íslendinga á Facebook með því að greina hvernig málhafar nýta sér mismunandi tungumál (eins og íslensku eða ensku), talmálseinkenni eða óyrt tákn (t.d. tjámynd) til að ná tilteknum samskiptamarkmiðum. 

Lesa meira

25.3.2019 : Náttúruefni sem lyfjasprotar gegn taugahrörnunarsjúkdómum – fjölþátta nálgun á verkunarmáta - verkefni lokið

Alzheimer og aðrir taugahrörnunarsjúkdómar skerða verulega vitræna getu sjúklinga og takmörkuð úrræði eru í boði við þessum sjúkdómum. Meginviðfangsefni verkefnisins var að kanna áhrif efnasambanda á tvö mismunandi lyfjaskotmörk; annað er ensím og hitt er viðtaki sem bæði eru mikilvæg í tengslum við taugahrörnun í heila.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica