Rannsóknasjóður

18.1.2019 : Þróun og prófun á gagnvirkri hjálparaðferð við meðferðarákvarðanatöku sjúklinga sem nýlega hafa greinst með blöðruhálskirtilskrabbamein - verkefni lokið

Nokkrar meðferðarleiðir eru í boði við staðbundnu blöðruhálskirtilskrabbameini (BHKK), það er virkt eftirlit, skurðaðgerð og geislameðferð. Lífslíkur eru sambærilegar óháð því hvaða meðferð valin er og því reynist mönnum oft erfitt að ákveða meðferðarleið. Einnig eru aukaverkanir sem fylgja meðferðarleiðunum ólíkar og misalvarlegar. 

Lesa meira

17.1.2019 : RYK- Uppblástur ryks og dreifing þess frá Íslandi - verkefni lokið

Fylgst var með rykframleiðslu á nokkrum af helstu náttúrulegu rykuppsprettum landsins og tekin þar sýni. Einnig voru tekin sýni af loftbornum rykögnum á nokkrum stöðum á landinu. 

Lesa meira

17.1.2019 : Kvikar hreyfingar og fjölfærni í kuldavirku ensími: tvenndargerð alkalísks fosfatasa - verkefni lokið

Rannsóknarverkefnið snerist um kuldavirkt afbrigði af ensími úr kaldsjávarörveru sem er útbreitt í náttúrunni og er vel þekkt á flestum rannsóknarstofum (alkalískur fosfatasi). Gallar í því valda ýmsum sjúkdómum í mönnum, svo sem beinkröm og þarmabólgum, en í örverum sér það um næringarnám á fosfór. Flest ensím vinna sem klasar (oligomers) og eru tvenndir sams konar eininga (homodimers) algengasta formið. Enn er óljóst hverjir eru kostir þessa fyrirkomulags, og því þess virði að afla frekari upplýsinga með tilraunum. 

Lesa meira

30.10.2018 : Kóbalt stýrð virkjun á koldíoxíði - verkefni lokið

Kóbalt efnasambönd voru rannsökuð sem möguleg leið til að virkja koldíoxíð. Aðferðin byggir á hvatavirkni kóbalts í þeim tilgangi að mynda fjölliður sem eru nýttar í læknavísindum úr gróðurhúsalofttegund. 

Lesa meira

17.10.2018 : Íslenskar fornritarannsóknir og þjóðarmenning 1780-1918 - verkefni lokið

Meginmarkmið verkefnisins var að kanna fræðistörf menntaðra Íslendinga, sem fengust við útgáfur á og skrif um íslensk fornrit / fornnorrænar bókmenntir á „hinni löngu 19. öld“, með tilliti til þeirra hugmynda um þjóðerni og þjóðararf sem verk þeirra birta með misskýrum hætti.

Lesa meira

2.10.2018 : Ótti og streita í dýrastofnum: orsakir og afleiðingar truflunar - verkefni lokið

Niðurstöður verkefnisins sýna að atferli og tengt álag margæsanna var mismunandi eftir árstíðum milli Írlands og Íslands, en einnig innan árstíða milli mismunandi búsvæða. Eins og við spáðum, þá voru, á vetrarstöð á Írlandi, álagshormón í hærri gildum á túnum og þurrlendissvæðum þar sem truflun var meiri en lægri á hinum mikilvægu hafrænu flæðamýrum. Þetta mynstur var hinsvegar öfugt farið á vorstoppi á Íslandi þar sem álagshormón voru í hærri gildum á hafrænum búsvæðum sem sýnt hefur verið að eru mikilvæg ætissvæði fyrir varptíma.

Lesa meira

27.9.2018 : Skautunargreining með fylki örloftneta - verkefni lokið

Í verkefninu um skautunargreiningu með fylki örloftneta, sem unnið var í samstarfi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Háskóla Íslands og Harvard-háskóla, hefur ný gerð skautunarmæla verið þróuð. Virkni þeirra byggir á samspili rafsegulbylgju við nær tvívítt lag af örloftnetum.

Lesa meira

26.9.2018 : Stöðugar stakeindir fyrir lífeðlisfræðilegar rannsóknir - verkefni lokið

Meginmarkmið verkefnisins var að smíða og beita stöðugum stakeindum (spunamerkjum) við lífeðlisfræðilegar mælingar með NMR og EPR. Nýjar og betri aðferðir voru þróaðar til að festa slík spunamerki á ákveðna staði í RNA, bæði með og án samgildra tengja.  Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica