Rannsóknasjóður

20.9.2021 : Framhaldslíf Snorra Sturlusonar: Þvermenningarleg rannsókn um hlutverk Snorra í menningarminni Íslands, Danmerkur og Noregs - verkefni lokið

Aðalmarkmið þessa verkefnis var að kortleggja framhaldslíf höfðingjans, skáldsins og sagnfræðingsins Snorra Sturlusonar (1179-1241) í Danmörku, Noregi og Íslandi á síðari öldum (um 1770-1950). 

Lesa meira

30.8.2021 : Hlutverk miR-190b í brjóstakrabbameini - verkefni lokið

Markmið okkar voru að rannsaka nýmyndun, starfsemi og líffræðileg áhrif sem koma fram af völdum miR-190b í brjóstakrabbameinum. 

Lesa meira

26.8.2021 : ISSP 2016-2018: Viðhorf almennings til stjórnvalda, félagslegra tengsla og trúmála - verkefni lokið

Meginmarkmið verkefnisins Viðhorf almennings til stjórnvalda, félagslegra tengsla og trúmála var að halda áfram þátttöku Íslands í  rannsóknasamstarfi International Social Survey Programme með því að
leggja fyrir kannanir á viðhorfum til hlutverks stjórnvalda árið 2016, félagslegum tengslum árið 2017 og trúmálum árið 2018. 

Lesa meira

26.8.2021 : 1,3-Bisdiphenylene-2-phenylallyl- (BDPA) afleiddar tvístakeindir fyrir hreyfifræðilega skautun - verkefni lokið

Mögnun á kjarnskautun (e. dynamic nuclear polarization, DNP) er mikilvæg aðferð til að auka styrkleika merkja í kjarnsegulgreiningu (e. nuclear magnetic resonance (NMR) spectroscopy) með því að flytja skautun óparaðra rafeinda yfir í þá kjarna sem mæla skal. Kolefnisstakeindir, til að mynda trítyl eða 1,3-bistvífenýlen-2-fenýlallýl (BDPA), eru slík skautunarefni sem lofa góðu í sterku segulsviði. 

Lesa meira

20.8.2021 : Segulmögnun vegna nálægðarhrifa og segultenging laga í myndlausum fjöllögum - verkefni lokið

Niðurstöður verkefnisins auka grundvallarþekkingu á seglun í óreiðukenndum og nanólagskiptum efnum sem má nýta til að hanna efni með nýja eiginleika. Slíkt getur haft ýmsa hagnýtingarmöguleika svo sem í segulminnum og spunatækni. 

Lesa meira

18.8.2021 : Samrunagen í brjóstaæxlum með mögnun á litningasvæði 8p12-p11 - verkefni lokið

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein kvenna á heimsvísu. Markmið verkefnisins var að skilgreina gen, eða breytingar í genum, staðfesta hvernig þau hafa áhrif á framvindu æxlisþróunar í frumulínum og meinsins í brjóstakrabbameinssjúklingum. Tilgangurinn er að afla þekkingar sem hægt yrði að nýta til að bæta líf sjúklinga eftir greiningu, t.d. með annars konar meðferðarmöguleikum, nákvæmari spám um horfur og hugsanlega með því að nota genin sem lyfjamörk. 

Lesa meira

17.8.2021 : Erfðamengjafræði samhliða þróunar bleikjuafbrigða á Íslandi - verkefni lokið

Þróun og tegundamyndun eru hugtök sem eru almenningi kunnug en skilningur á þessum ferlum er líkast til takmarkaður. Engu að síður má finna í íslenskri náttúru tegundir eins og bleikju sem býður upp á tækifæri til að svara mikilvægum spurningum er varða tilurð og viðhald tegunda. 

Lesa meira

17.8.2021 : Tölvuútreikningar á rafefnahvötun með fumeindalíkönum: QM/MM nálgun með yfirfæranlegu og nákvæmu stöðuorkufalli fyrir vatnssameindir - verkefni lokið

Við höfum þróað og nýtt nýstárlega fræðilega aðferð til að framkvæma ýtarlega tölvuútreikninga á ferlum frumeinda kerfa, tengd orkuframleiðslu með endurnýtanlegu framleiðsluferli framtíðarinnar. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica