Rannsóknasjóður

24.3.2020 : Öndunarerfiði í svefni – Eðli og klínískt mikilvægi - verkefni lokið

Aðalmarkmið þessa rannsóknarverkefnis var að rannsaka neikvæð heilsufarsáhrif svefnháðra öndunartruflana, frá hrotum til kæfisvefns með áherslu á einstaklingsbundin áhrif og mismunandi mælikvarða á alvarleika öndunartruflana.

Lesa meira

24.3.2020 : Kjarna/skelja nanóloftnet - verkefni lokið

Aðal markmið rannsóknaverkefnisins var skilningur á dreifingu hleðslu og straums í slíkum kjarna/skelja nanóvír og afleiðingar þess í tilraunum þegar nanóvírinn hegðar sér eins og móttakara- eða sendanda loftnet.

Lesa meira

17.3.2020 : Réttindi barna og óháður búferlaflutningar barna í Ghana - verkefni lokið

Börn hafa alla tíð flust á milli staða í leit að betri tækifærum. Í sumum samfélögum, sérstaklega þeim fátækari, er slíkur flutningur viðurkennd leið til þess að lifa af. Sumir fræðimenn telja flutning barna geta dregið úr líkum á fátækt og aðstoðað börnin við að uppfylla markmið sín. 

Lesa meira

17.3.2020 : Samskipti æðaþels og þekjuvefjar í framþróun og meinavarpamyndun brjóstakrabbameina - verkefni lokið

Aukin þekking á samskiptum æxlisfruma og æðaþels er mikilvæg til að bæta skilning á því hvernig umhverfi styður við æxlisvöxt og meinvarpamyndun. Markmið þessa verkefnis var að rannsaka víxlverkandi samskipti milli eðlilegra og illkynja þekju- og æðaþelsfruma með því að notast við frumulínurnar D492, D492M (sem hvorug myndar æxli í músum) og D492HER2 (sem er æxlismyndandi). 

Lesa meira

17.3.2020 : Hervædd karlmennska og fyrrverandi hermenn - verkefni lokið

Við lok borgarastyrjalda liggja fyrir mörg og mikilvæg verkefni sem takast þarf á við á skjótan og skilmerkilegan hátt. Aðlögun fyrrverandi hermanna og skæruliða að nýju lífi er á meðal þeirra mikilvægustu og brýnustu. Til þess að takast á við það hefur gjarnan verið lagt upp með viðamikil afvopnunarverkefni þar sem áhersla er á afvopnun fyrrverandi stríðandi fylkinga ásamt aðlögun þeirra að nýju lífi. 

Lesa meira

16.3.2020 : Romane lila. Sagan flókna um útgáfu Rómafólksins og sjálfsímyndarstefnu þess - verkefni lokið

Markmið verkefnisins Romane lila var að rannsaka og greina innbyrðis tengda sögu sjálfsmyndastefna Rómafólks og menningarvenja þeirra, eins og þau koma fram í ritum Rómafólks í Evrópu og annars staðar í heiminum.

Lesa meira

16.3.2020 : Flækingar sjávarspendýra í veiðarfærum við Ísland: Eftirlit og forvarnir - verkefni lokið

Samfara útþenslu iðnaðar og sjávarútvegs á hafsvæðum norðurslóða (kaldtempruðum og heimskautasvæðum) aukast hagsmunaárekstrar milli þessara athafna mannsins og hvala. Við Ísland er ánetjun hvala í veiðarfæri einn helsti valdur slíkra árekstra milli sjómanna og hvala, en hingað til hafa rannsóknir á þessu sviði verið mjög takmarkaðar fyrir eina algengustu hvalategundina, hnúfubak.

Lesa meira

13.3.2020 : Stofnerfðamengjafræði samhliða þróun íslenskrar bleikju - verkefni lokið

Er unnt að spá fyrir um þróunarferli? Leiðir aðlögun að tilteknum, nýstárlegum aðstæðum á mörgum aðskildum stöðum til svipaðrar niðurstöðu, t.d. sams konar breytinga í lögun, lífsferlum (parallelism) og endurspegla slíkar aðlaganir náttúrulegt val á sömu genum (genetic parallelism) eða eru erfðabreytingarnar mismunandi á mismunandi stöðum? Hversu stóran þátt svipfarsbreytileika í mismunandi stofnum má rekja til sveigjanleika í þroskun og atferli? Þetta eru lykilspurningar í þróunarfræði sem skipta máli í allri umræðu um tilurð og viðhald líffræðilegs fjölbreytileika. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica