Rannsóknasjóður

31.3.2022 : Sanngjörn saksókn forréttindahópa: greining á hrunreynslu Íslands - verkefni lokið

Markmið rannsóknarinnar var að leggja mat á þær réttarfarsreglur sem notaður voru til þess að sækja forsvarsfólk í stjórnmálum til saka fyrir athafnir og athafnaleysi í aðdraganda bankahrunsins árið 2008. Útgangspunkturinn var að meta hvort sá lagarammi réttarfarsreglna sem notast var við hefði tryggt sanngirni í málsmeðferð slíkra mála. 

Lesa meira

31.3.2022 : Frá áberandi markaðssetningu (e. conspicuous marketing) til eflingar umhverfishyggju: Hvernig geta ástæður félagslegrar stöðu knúið fram val á umhverfismerktum fiski? - verkefni lokið

Með hliðsjón af tryggingatilgátunni (Nettle o.fl., 2017) var kannað hvernig vísbendingar um matvælaskort hafa áhrif á matvælaval neytenda, með hugsanlegum afleiðingum fyrir lýðheilsu, sjálfbærni og markaðshætti.

Lesa meira

31.3.2022 : Örvun náttúrulegs ónæmis, boðleiðir og áhrif sýkla á lungnaþekju manna - verkefni lokið

Rannsóknaverkefnið var um sérhæfða hluta þekjuvarna okkar sem er fyrsta varnarlínan gegn sýklum. Mikilvægt er að efla skilning á þessum vörnum til að stöðva eða koma í veg fyrir sýkingar. 

Lesa meira
ISS_6117_03585

14.1.2022 : Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2022

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun styrkja til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2022, stærstu úthlutun sjóðsins frá upphafi. Alls bárust 355 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og voru 82 þeirra styrktar eða rúmlega 23% umsókna.

Lesa meira

20.9.2021 : Framhaldslíf Snorra Sturlusonar: Þvermenningarleg rannsókn um hlutverk Snorra í menningarminni Íslands, Danmerkur og Noregs - verkefni lokið

Aðalmarkmið þessa verkefnis var að kortleggja framhaldslíf höfðingjans, skáldsins og sagnfræðingsins Snorra Sturlusonar (1179-1241) í Danmörku, Noregi og Íslandi á síðari öldum (um 1770-1950). 

Lesa meira

30.8.2021 : Hlutverk miR-190b í brjóstakrabbameini - verkefni lokið

Markmið okkar voru að rannsaka nýmyndun, starfsemi og líffræðileg áhrif sem koma fram af völdum miR-190b í brjóstakrabbameinum. 

Lesa meira

26.8.2021 : ISSP 2016-2018: Viðhorf almennings til stjórnvalda, félagslegra tengsla og trúmála - verkefni lokið

Meginmarkmið verkefnisins Viðhorf almennings til stjórnvalda, félagslegra tengsla og trúmála var að halda áfram þátttöku Íslands í  rannsóknasamstarfi International Social Survey Programme með því að
leggja fyrir kannanir á viðhorfum til hlutverks stjórnvalda árið 2016, félagslegum tengslum árið 2017 og trúmálum árið 2018. 

Lesa meira

26.8.2021 : 1,3-Bisdiphenylene-2-phenylallyl- (BDPA) afleiddar tvístakeindir fyrir hreyfifræðilega skautun - verkefni lokið

Mögnun á kjarnskautun (e. dynamic nuclear polarization, DNP) er mikilvæg aðferð til að auka styrkleika merkja í kjarnsegulgreiningu (e. nuclear magnetic resonance (NMR) spectroscopy) með því að flytja skautun óparaðra rafeinda yfir í þá kjarna sem mæla skal. Kolefnisstakeindir, til að mynda trítyl eða 1,3-bistvífenýlen-2-fenýlallýl (BDPA), eru slík skautunarefni sem lofa góðu í sterku segulsviði. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica