Rannsóknasjóður

15.4.2019 : Athyglisvirkni í söfnunarverkefnum og tengsl við sjónræna athygli - verkefni lokið

As we interact with the environment, our gaze and attention are pulled towards items that we have interacted with before and are behaviourally important to us. We have investigated such attentional function with visual foraging tasks where observers attempt to collect as many items as they can. 

Lesa meira

5.4.2019 : Veruleiki peninga - verkefni lokið

Veruleiki peninga er heimspekileg rannsókn á peningum og peningalegu gildi og er verkefnið hýst af Heimspekistofnun Háskóla Íslands. 

Lesa meira

25.3.2019 : Laser skanna augnbotnamyndavéla súrefnismælingar í æðahimnu í gláku og aldursbundinni hrörnun í augnbotnum -ný tæknileg nálgun- verkefni lokið

Súrefnismælingar í sjónhimnu augans hafa verið í stöðugri þróun. Skortur er hinsvegar á mælingum í æðahimnu augans. Í upphafi verkefnisins var því kannað hvort hægt væri að mæla súrefnismettun í æðahimnu augans sem er himnan sem liggur fyrir innan sjónhimnuna þegar horft er á augnbotn í gegnum ljósopið. Slíkar mælingar gætu hugsanlega varpað nýju ljósi á sjúkdóma líkt og gláku og aldursbundna hrörnun í augnbotnum (AMD). 

Lesa meira

25.3.2019 : Netsamskipti á Íslandi - málnotkun í óformlegu umhverfi netsins og viðhorf til hennar - verkefni lokið

Aðalmarkmið doktorsverkefnisins var að rannsaka málnotkun Íslendinga á samfélagsmiðlum og mat málnotenda á slíkri málnotkun. Verkefnið rannsakaði málhegðun Íslendinga á Facebook með því að greina hvernig málhafar nýta sér mismunandi tungumál (eins og íslensku eða ensku), talmálseinkenni eða óyrt tákn (t.d. tjámynd) til að ná tilteknum samskiptamarkmiðum. 

Lesa meira

25.3.2019 : Náttúruefni sem lyfjasprotar gegn taugahrörnunarsjúkdómum – fjölþátta nálgun á verkunarmáta - verkefni lokið

Alzheimer og aðrir taugahrörnunarsjúkdómar skerða verulega vitræna getu sjúklinga og takmörkuð úrræði eru í boði við þessum sjúkdómum. Meginviðfangsefni verkefnisins var að kanna áhrif efnasambanda á tvö mismunandi lyfjaskotmörk; annað er ensím og hitt er viðtaki sem bæði eru mikilvæg í tengslum við taugahrörnun í heila.

Lesa meira

22.3.2019 : Nútímanálgun á heimspeki sem lífsmáta - verkefni lokið

Í þessari rannsókn er gengið út frá hugmynd Pierre Hadot um heimspeki sem lífsmáta, þ.e. sjálfsþroskaferli sem á sér stað með iðkun þess sem Hadot kallar andlegar æfingar, ásamt kenningasmíð, og gerir heimspekingnum kleift að hverfa frá innra ójafnvægi og áhyggjum yfir í visku og frið.

Lesa meira

22.3.2019 : Náttúrulegt val og þróun svipfarsbreytileika meðal íslenskra dvergbleikju stofna - verkefni lokið

Aðalmarkmið þessarar rannsóknar er að bæta skilning á lífssögu dvergbleikjustofna (Salvelinus alpinus) í lindakerfum Íslands og að skoða hvaða þátt umhverfið gegnir í að móta þessa lífssögu. 

Lesa meira

22.3.2019 : Þróun sjálfstjórnunar við upphaf unglingsára og tengsl við æskilegan þroska og námsgengi - verkefni lokið

Intentional self-regulation (ISR), which involves goal-directed behaviors and actions, allow people to select, prioritize, commit to, and achieve positive goals and avoid negative ones, thereby shaping their developmental trajectory. The current study assessed ISR, the more narrow and cognitive, executive functioning skills (EF), motivation, positive development, risk behaviors, and academic achievement. In addition, symptoms of ADHD were assessed. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica