Rannsóknasjóður

9.10.2020 : Niturnám og blágrænbakteríur á svölum landsvæðum - verkefni lokið

Meginmarkmið verkefnisins var að bæta þekkingu á samfélagi hélumosalífskurnar, en hún er útbreidd á hálendi Íslands. Athyglinni var beint að bæði samsetningu og starfsemi, einkum niturnámi. Auk þessa var skoðað óvenjulegt niturnámsensím sem nýtir vanadín í stað mólybdens í hvarfstöð sinni.

Lesa meira

8.10.2020 : SEADA-Pilot - verkefni lokið

         Many activities of the modern society are entirely managed by computer-controlled systems. These systems can be large-scale, and time and safety critical. Due to the dynamic nature of such systems and their surroundings, they are vulnerable to failures, threatening human lives or causing intolerable costs. 

Lesa meira

8.10.2020 : Áhrif sviperfðabreytinga í brjósta og eggjastokkakrabbameinum - verkefni lokið

Í þessu verkefni var leitast við að rannsaka áhrif sviperfðabreytinga á stýrilsvæðum gena í brjósta- og eggjastokkakrabbameinum. Áhersla var lögð á gen sem hafa hlutverki að gegna í DNA viðgerðarferlum, en gallar í slíkum ferlum eru þekktir áhrifavaldar í krabbameinum. 

Lesa meira

17.9.2020 : Kolvetni í jarðhitagasi - verkefni lokið

Rannsóknarverkefnið Kolvetni í jarðhitagasi leitaðist við að skilgreina uppruna og efnahvörf kolvetnis á jörðinni. Sýnum af jarðhitagasi var safnað víðs vegar um heim (á Íslandi, Nýja Sjálandi, Kenía og víðar) og styrkur og samsætuhlutföll kolvetna efnagreind. 

Lesa meira

16.9.2020 : TheoFoMon: Fræðileg undirstaða fyrir vöktun og sannprófun á keyrslutíma - verkefni lokið

         Tölvukerfi eru allsstaðar í nútíma samfélagi en þau auðvelda okkur lífið þegar kemur að samskiptum, stjórnun, viðskiptum, heilbrigðisþjónustu, ferðalögum og afþreyingu svo dæmi séu nefnd. Þessi kerfi eru öll búin til með ákveðna notkun í huga og því mikilvægt að geta tryggt að þau séu að þjóna sínum raunverulega tilgangi. 

Lesa meira

16.9.2020 : Framrásir jökla í neðri hluta Borgarfjarðar á síðjökultíma (Bølling-Allerød): rannsóknir á jökulhöggun og myndun setlaga og landforma - verkefni lokið

Meginmarkmið þessa verkefnis var að rannsaka virkni jökla í neðri hluta Borgarfjarðar á síðjökultíma. Var þetta gert með því að skoða nákvæmlega setlög, skipan þeirra og aflögun í Belgsholtsbökkum, Melabökkum og Ásbökkum, auk þess að kanna setlög og landform inn af ströndinni. 

Lesa meira

14.9.2020 : Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis - verkefni lokið

         Rannsóknarverkefnið „Greining á málfræðilegum áhrifum stafræns málsambýlis“ fékk öndvegisstyrk Rannsóknasjóðs árið 2016. Meginmarkmið verkefnisins var að kortleggja og greina stöðu íslenskrar tungu á tímum róttækra samfélags- og tæknibreytinga, með sérstöku tilliti til enskra áhrifa, einkum gegnum stafræna miðla. 

Lesa meira

30.7.2020 : Þróun aðferðar til þess að meta misnotkun lyfseðisskyldra lyfja og notkun ólöglegra fíkniefna með faraldsfræði frárennslisvatns - verkefni lokið

Markmið þessa verkefnis var að þróa aðferð til þess að meta misnotkun fíkniefna og lyfja í Reykjavík með því að nota faraldsfræði frárennslisvatns. Samkvæmt þessari aðferðafræði er litið á frárennslisvatn sem samansafn þvagsýna frá heilu samfélagi og styrkur fíkniefna og lyfja í sýninu er notaður til þess að fylgjast með misnotkun þessara efna.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica