Rannsóknasjóður: mars 2022

31.3.2022 : Sanngjörn saksókn forréttindahópa: greining á hrunreynslu Íslands - verkefni lokið

Markmið rannsóknarinnar var að leggja mat á þær réttarfarsreglur sem notaður voru til þess að sækja forsvarsfólk í stjórnmálum til saka fyrir athafnir og athafnaleysi í aðdraganda bankahrunsins árið 2008. Útgangspunkturinn var að meta hvort sá lagarammi réttarfarsreglna sem notast var við hefði tryggt sanngirni í málsmeðferð slíkra mála. 

Lesa meira

31.3.2022 : Frá áberandi markaðssetningu (e. conspicuous marketing) til eflingar umhverfishyggju: Hvernig geta ástæður félagslegrar stöðu knúið fram val á umhverfismerktum fiski? - verkefni lokið

Með hliðsjón af tryggingatilgátunni (Nettle o.fl., 2017) var kannað hvernig vísbendingar um matvælaskort hafa áhrif á matvælaval neytenda, með hugsanlegum afleiðingum fyrir lýðheilsu, sjálfbærni og markaðshætti.

Lesa meira

31.3.2022 : Örvun náttúrulegs ónæmis, boðleiðir og áhrif sýkla á lungnaþekju manna - verkefni lokið

Rannsóknaverkefnið var um sérhæfða hluta þekjuvarna okkar sem er fyrsta varnarlínan gegn sýklum. Mikilvægt er að efla skilning á þessum vörnum til að stöðva eða koma í veg fyrir sýkingar. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica