Rannsóknasjóður: 2022

2.6.2022 : Greining og mat á gagnsemi háþróaðra gerviganglima - verkefni lokið

Síðustu tvo áratugi hefur gríðarleg framþróun átt sér stað á sviði gerviganglima, en sífellt háþróaðri lausnir verða aðgengilegar á ári hverju. Engu að síður hefur ekki enn tekist að endurheimta fyrri virkni til fulls í kjölfar aflimunar á fæti.

Lesa meira

2.6.2022 : Erfðir heilsufars í kjölfar áfalla - verkefni lokið

Flest verðum við fyrir áföllum á lífsleiðinni en slík lífsreynsla getur haft neikvæð áhrif á heilsu okkar. Markmið þessarar öndvegisáætlunar var að varpa ljósi á nýjar heilsufarsafleiðingar áfalla og þátt erfða í mismunandi þróun heilsufars eftir áföll.

Lesa meira

2.6.2022 : Lífsgæði og þátttaka fatlaðra barna og unglinga. Umbreytingarannsókn - verkefni lokið

Markmið lífsgæðarannsóknarinnar voru: a) að kanna hvernig fötluð börn og foreldrar þeirra meta lífsgæði barnanna, og b) að varpa ljósi á þætti og ferli sem ýmist styðja við eða draga úr lífsgæðum og þátttöku fatlaðra barna og hvernig þeim er viðhaldið. 

Lesa meira

31.5.2022 : Hlutverk sjálfsátsgensins ATG7 í krabbameinum - verkefni lokið

      Autophagy is a degradation pathway important for cellular homeostasis. This is a way for the cell to tidy up and degrade damaged cellular components for reuse. Autophagy is an important way for the
cell to cope with stressful conditions such as starvation, by enhancing this recycling mechanism when environmental nutrients are scarce. 

Lesa meira

30.5.2022 : Klasar próteina í sermi tengja erfðir við sjúkdóm - verkefni lokið

      Nýlegar framfarir við próteinmælingar hafa gert kleift að mæla þúsundir próteina í stóru rannsóknarþýði í einu blóðsýni, sem leitt hefur í ljós að samsetning próteina í blóðinu er mjög flókin. 

Lesa meira

30.5.2022 : Evrópska lífsgildakönnunin 2017 - verkefni lokið

     Meginmarkmið verkefnisins var að halda áfram þátttöku Íslands í evrópsku lífsgildakönnuninni (EVS) með því að leggja fimmtu lotu hennar fyrir á Íslandi árið 2017 og að taka þátt í tilraun með gagnaöflunaraðferðir þar sem heimsóknarviðtöl voru borin saman við netkönnun. 

Lesa meira

31.3.2022 : Sanngjörn saksókn forréttindahópa: greining á hrunreynslu Íslands - verkefni lokið

Markmið rannsóknarinnar var að leggja mat á þær réttarfarsreglur sem notaður voru til þess að sækja forsvarsfólk í stjórnmálum til saka fyrir athafnir og athafnaleysi í aðdraganda bankahrunsins árið 2008. Útgangspunkturinn var að meta hvort sá lagarammi réttarfarsreglna sem notast var við hefði tryggt sanngirni í málsmeðferð slíkra mála. 

Lesa meira

31.3.2022 : Frá áberandi markaðssetningu (e. conspicuous marketing) til eflingar umhverfishyggju: Hvernig geta ástæður félagslegrar stöðu knúið fram val á umhverfismerktum fiski? - verkefni lokið

Með hliðsjón af tryggingatilgátunni (Nettle o.fl., 2017) var kannað hvernig vísbendingar um matvælaskort hafa áhrif á matvælaval neytenda, með hugsanlegum afleiðingum fyrir lýðheilsu, sjálfbærni og markaðshætti.

Lesa meira

31.3.2022 : Örvun náttúrulegs ónæmis, boðleiðir og áhrif sýkla á lungnaþekju manna - verkefni lokið

Rannsóknaverkefnið var um sérhæfða hluta þekjuvarna okkar sem er fyrsta varnarlínan gegn sýklum. Mikilvægt er að efla skilning á þessum vörnum til að stöðva eða koma í veg fyrir sýkingar. 

Lesa meira
ISS_6117_03585

14.1.2022 : Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2022

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun styrkja til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2022, stærstu úthlutun sjóðsins frá upphafi. Alls bárust 355 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og voru 82 þeirra styrktar eða rúmlega 23% umsókna.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica