Lesblinda og æðri sjónskynjun - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

18.8.2022

Almennt er ekki litið svo á að lesblinda hafi eitthvað með sjón að gera, enda er allajafna ekkert að augum þeirra sem eru lesblindir. En þótt sjónræn úrvinnsla hefjist vissulega í augunum þá fer hún að mestu leyti fram í heilanum – og margt getur farið úrskeiðis frá því að ljósgeislar lenda á auganu og þar til maður ber kennsl á það sem fyrir augu ber.

Tilgáta okkar er að lestrarörðugleikar geti í sumum tilfellum orsakast af vandkvæðum í æðri sjónskynjun. Með æðri sjónskynjun er átt við þau hugarferli sem tryggja að hægt sé að bera kennsl á hluti þrátt fyrir ýmiss konar breytileika í ásýnd þeirra, svo sem í stærð hlutar, staðsetningu hans eða lögun. Rannsóknir okkar sýna að sumt lesblint fólk virðist ekki einungis eiga erfitt með að bera kennsl á orð í sjón heldur einnig aðra hluti, svo sem þegar þekkja þarf í sundur mismunandi andlit eða mismundandi hús. Þó virðist að slíkir vankantar komi einungis fram undir vissum kringumstæðum; til að mynda á fólk með lesblindu ekki í neinum vandræðum með að nota heildaryfirbragð til þess að bera kennsl á andlit en virðist aftur á móti eiga erfiðara með að nota til þess fínlega andlitsdrætti. En jafnvel í þeim tilfellum þar sem lesblint fólk stendur sig sambærilega í sjónrænum kennslum miðað við þá sem ekki eru lesblindir þá virðist fyrri hópurinn leysa verkefnin á annan hátt þar sem hann notar til þess færri sjónræn ferli. Við leggjum til að ein gerð lesblindu einkennist af vandkvæðum í svokallaðri þáttaháðri skynjun sem talin er gegna lykilhlutverki í lestri. Lesblinda er líklega margþætt röskun þar sem sjónrænir þættir sem og aðrir (til dæmis sem tengjast athygli og tungumálaúrvinnslu) kunna að koma við sögu. Mikilvægt getur reynst að skilja slíka orsakaþætti á einstaklingsgrundvelli til þess að klæðskerasníða meðferð sem hæfir lestrarörðugleikum hvers og eins.

English:

Dyslexic readers are not generally thought to have a visual problem – after all, there is nothing wrong with their eyes. But most visual processing happens not in the eyes but in the brain, and many things can go wrong from the time light enters the eyes to the time we recognize the things around us. According to our high-level visual dysfunction hypothesis of dyslexia, reading problems can sometimes be caused by faulty high-level visual processing. By high-level visual processing we mean the cognitive mechanisms responsible for visual recognition of objects despite countless irrelevant to-be-ignored variations in appearance such as in size, position, or shape. Our studies indicate that some dyslexic readers indeed appear to have problems with recognizing not just words but also other objects by sight, such as telling apart different faces or different houses. However, whether such problems are found or not seems to depend on what visual processes are relevant; for example, dyslexic readers have no apparent problems with recognizing faces by their global or holistic form while matching faces depending on their fine-grained visual features proves difficult. But even in cases where their recognition accuracy is on par with typical readers, dyslexic readers appear to solve visual recognition tasks differently using fewer visual mechanisms or resources. We suggest that a subtype of developmental dyslexia is characterized by weaknesses in so-called feature-based visual processing which is thought to play a particularly large role in reading. Dyslexia is likely a heterogeneous disorder and various factors – including visual, attentional, and linguistic – could play a role. Understanding such causal factors on an individual level could prove important for tailor-made remediation of reading problems.

Heiti verkefnis Lesblinda og æðri sjónskynjun / Dyslexia and high-level vision
Verkefnisstjóri: Heiða María Sigurðardóttir, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2017-2019
Fjárhæð styrks: 23,606 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:
174013









Þetta vefsvæði byggir á Eplica