Úthlutunarnefnd

Ráðherra skipar fimm manna ráðgefandi úthlutunarnefnd sem leggur mat á umsóknir og gerir tillögu að úthlutun. Ráðherra skipar einn nefndarmann án tilnefningar sem jafnframt er formaður, einn skal vera tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins, einn af Kennarasambandi Íslands, einn af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og einn af Menntamálastofnun. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Nánari upplýsingar um hlutverk úthlutunarnefndar er að finna í úthlutunarreglum og skilmálum sjóðsins .
Þetta vefsvæði byggir á Eplica