Leiðangrar - Missions

logo Horizon EULeiðöngrum (Missions) Evrópusambandsins er ætlað að leita lausna á af stærstu áskorunum samtímans.

Leiðangrarnir eru fimm:

Aðlögun að loftslagsbreytingum (Adaptation to Climate Change)

Heilbrigði hafs og vatns (Restore our Ocean and Waters 

Krabbamein (Cancer)

Verndun jarðvegs og fæðu (A soil deal for Europe)

Snjallar og kolefnislausar borgir (Climate neutral and smart cities)

Vinnuáætlun Leiðangra 2023- 2024  (Missions)

Hvernig er hægt að taka þátt?

Horizon Europe auglýsir sérstök köll er tengjast Leiðöngrum. Fyrstu köllin hafa þegar verið auglýst.

Öll köll má finna í umsóknagátt ESB:

Opna umsóknagátt  

Þátttaka almennings er mikilvæg og verða auglýstir ýmsir viðburðir þar sem almenningur getur tekið þátt og viðrað skoðanir sínar á einstökum málaflokkum. 

Hvað eru leiðangrar?

Leiðangrar eru nýnæmi hjá Evrópusambandinu, um samvinnu rannsókna, nýsköpunar, þátttöku borgara og aðkomu stjórnvalda og fjármagns til að ná fram metnaðarfullum en áþreifanlegum árangri í ákveðnum málaflokkum.

Aðferðafræði leiðangranna gengur út á fjölda samræmdra aðgerða (portfolio of actions), svo sem framkvæmd rannsóknaverkefna, stefnumótandi aðgerða, jafnvel lagasetningu til að ná áþreifanlegum markmiðum sem ekki væri hægt að ná með einstökum og ótengdum aðgerðum.

Leiðangrarnir munu jafnframt styðja við önnur forgangsverkefni framkvæmdastjórnar ESB, eins og European Green Deal, Europe fit for the Digital Age, Beating Cancer og the New European Bauhaus
Þetta vefsvæði byggir á Eplica