Þjónusta Rannís

Rannís er umsýsluaðili Horizon Europe á Íslandi og starfsfólk sinnir starfi landstengiliða fyrir einstakar undiráætlanir. 

Landstengiliðir Horizon Europe

Rannís heldur einnig utan um starf fulltrúa Íslands sem sitja í stjórnarnefndum einstakra áætlana og taka sem slíkir þátt í að móta vinnuáætlanir.

Rannís veitir umsækjendum almennar upplýsingar um Horizon Europe og ýmsa aðstoð sem lýtur að undirbúningi umsókna í áætlunina.

Rannís skipuleggur námskeið, upplýsingafundi og heldur utan um sóknarstyrki sem veittir eru til undirbúnings umsóknum í Horizon Europe. 

Rannís hýsir starfsemi Enterprise Europe Network (EEN) á Íslandi og þar er hægt að fá ýmsa aðstoð um samstarfsleitir, sókn á nýja markaði, mótun nýsköpunarferla o.fl. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica