Þjónusta Rannís

Rannís er umsýsluaðili Horizon Europe á Íslandi og starfsfólk sinnir starfi landstengiliða fyrir einstakar undiráætlanir. 

Hlutverk landstengiliða er meðal annars að veita umsækjendum almennar upplýsingar um Horizon Europe og aðstoða við ýmislegt sem lýtur að undirbúningi umsókna í áætlunina.

Landstengiliðir Horizon Europe

Rannís heldur einnig utan um starf fulltrúa Íslands sem sitja í stjórnarnefndum einstakra áætlana og taka sem slíkir þátt í að móta vinnuáætlanir.

  • Rannís skipuleggur námskeið, upplýsingafundi og heldur utan um sóknarstyrki sem veittir eru til undirbúnings umsóknum í Horizon Europe. 
  • Rannís hýsir starfsemi Enterprise Europe Network (EEN) á Íslandi og þar er hægt að fá ýmsa aðstoð um samstarfsleitir, sókn á nýja markaði, mótun nýsköpunarferla o.fl. 
  • Rannís heldur utan um COST en tilgangur COST verkefna er að byggja upp samstarfsnet á ákveðnum rannsóknasviðum. COST verkefni hafa oft leitt til áframhaldandi samstarfs á milli þátttakenda sem hafa skilað styrkumsóknum í stærri rannsóknarverkefni innan Horizon Europe og Horizon 2020.Þetta vefsvæði byggir á Eplica