Úthlutunarnefndir

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar árlega þriggja manna úthlutunarnefndir, eina fyrir hvern launasjóð, varamenn skulu skipaðir með sama hætti [3. gr. reglugerðar 834/2009].

Skipun er skv. tilnefningu eftirtalinna:

  • Launasjóður hönnuða: Hönnunarmiðstöð Íslands
  • Launasjóður myndlistarmanna:  Samband íslenskra myndlistarmanna
  • Launasjóður rithöfunda: Rithöfundasamband Íslands
  • Launasjóður sviðslistafólks: Leiklistarsamband Íslands
  • Launasjóður tónlistarflytjenda: Félag íslenskra hljómlistarmanna (2 fulltrúar), Félag íslenskra tónlistarmanna (1 fulltrúi)
  • Launasjóður tónskálda: Tónskáldafélag Íslands (2 fulltrúar), Félag tónskálda og textahöfunda (1 fulltrúi)

Úthlutunarnefndir eru skipaðar til eins árs í senn, en lögum samkvæmt er ekki unnt að skipa sama einstakling lengur en þrjú ár í röð til setu í úthlutunarnefnd. Nöfn nefndarmanna eru ekki gefin upp fyrr en við birtingu tilkynningar um úthlutun.

Hjá öllum úthlutunarnefndum liggja skýr og ákveðin sjónarmið til grundvallar mati á umsóknum. Um er að ræða vinnuskjal, þar sem tekið er tillit til fyrirliggjandi verkefna, ferils umsækjanda og verkáætlunar. Með þessi atriði að leiðarljósi eru allar umsóknir vegnar og metnar.

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica