Geothermica

Fyrir hverja?

Rannsóknastofnanir, háskóla, lítil og meðalstór fyrirtæki sem stuðla að rannsóknum og nýsköpun á sviði jarðhita.

Til hvers?

Hlutverk Geothermica er að efla rannsóknir og þróun á sviði jarðvarma og stuðla að hagnýtingu niðurstaðna styrktra verkefna.

Umsóknarfrestur

Lokað er fyrir umsóknir.

Sótt er um rafrænt í gegnum  umsóknarkerfi Rannís (ath. ekki í gegnum Mínar síður).

Nánari upplýsingar um umsóknarfresti á vefsvæði Geothermica.

EN

 

Picture1_1625139918098

Hvert er markmiðið?

Markmið Geothermica er að stuðla að rannsóknum og nýsköpun á sviði jarðhita til að gera jarðhita áreiðanlegan, öruggan og samkeppnishæfan. GEOTHERMICA er samstarfsverkefni 17 stofnana frá 16 löndum.

Reglur um þátttöku innlendra aðila í verkefnum í Geothermica

Styrkir til innlendra aðila eru fjármagnaðir af Tækniþróunarsjóði og falla umsóknir innlendra aðila í Geothermica undir reglur Tækniþróunarsjóðs um Vöxt.

Hámarksupphæð er allt að 15 milljónir króna á ári til allt að þriggja ára. Undantekning á reglum um Vöxt er að aðalumsækjandi verkefnisins þarf ekki að vera fyrirtæki, heldur má vera háskóli eða rannsóknastofnun. Reglur um mótframlag ráðast af eðli verkefnisins og tegund umsækjenda (sjá nánar töflu 1 á bls. 8 í reglum um styrktarflokkinn Vöxt). 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica