Upplýsingar til styrkþega

Styrkþegar skulu skila inn lokaskýrslu þegar verkefninu lýkur. Sniðmát fyrir lokaskýrslur má finna hér á síðunni. Lokaskýrslu skal skila eigi síðar en ári eftir að lokastyrkári lýkur. Í skýrslunni skal tilgreina hvaða árangur náðist á styrktímabilinu. Í henni ber að staðfesta að áætlun hafi verið fylgt en gera ella grein fyrir breytingum á verkefninu. Handritum í vinnslu þarf ekki að skila nema sérstaklega sé óskað eftir því af Rannís. Sé aftur sótt um starfslaun til sama verkefnis verður lokaskýrsla síðasta styrkárs að hafa borist. Síðasti fimmtungur styrks hverju sinni er greiddur þegar skýrslu fyrir verkefnið hefur verið skilað. Hafi lokaskýrsla ekki borist Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna innan árs frá skilafresti, getur stjórn sjóðsins ákveðið einhliða að afskrifa eftirstöðvar styrksins. Hægt er að sækja um frest til skila á lokaskýrslu en slíkt verður að gera formlega áður en upphaflegur skilafrestur lokaskýrslu rennur út.  

Lokaskýrsluna skal senda til Rannís á netfangið sssf@rannis.is merkt: „Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna - Lokaskýrsla“.

Styrkþegar skulu afhenda Rannís eintak af öllum prentuðum útgáfum sem unnar voru fyrir styrk úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna, jafnvel þótt útgáfan eigi sér stað eftir að lokaskýrslu vegna starfslauna hefur verið skilað til Rannís. 

Útgefnum eintökum af birtum ritverkum skal skila í umslagi á skrifstofu Rannís, Borgartúni 30, 105 Reykjavík, merkt:  „Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna - Lokaskýrsla“. 

Sækja eyðublað fyrir lokaskýrslu.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica