Nýsköpunarverðlaun Íslands

  • Nyskopunarthing1

Nýsköpunarverðlaun Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Hugverkastofunnar eru veitt árlega á Nýsköpunarþingi

Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1994 á Nýsköpunarþingi. Verðlaunin eru veitt til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og nýsköpunarstarfi og náð hefur árangri á markaði. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli rannsókna og þekkingaröflunar og aukinnar verðmætasköpunar í atvinnulífinu. Verðlaunagripurinn er stytta af frjósemisgoðinu Frey eftir Hallstein Sigurðsson myndhöggvara.

Nýsköpunarverðlaun Íslands hafa verið veitt eftirtöldum fyrirtækjum:

Verðlaunagripurinn

Freyr-nyskopunarverdlaun-Islands

Hallsteinn Sigurðsson myndhöggvari er höfundur verðlaunagripsins sem er höggmynd af goðinu Frey, guði frjósemi og jarðargróðurs. Norræn goðafræði hefur lengi verið Hallsteini hugleikin og hefur hann oft sótt hugmyndir þangað við listsköpun sína.

Um Frey segir svo í Snorra-Eddu: „Freyr er hinn ágætasti af ásum. Hann ræður fyrir regni og skini sólar og þar með ávexti jarðar og á hann er gott að heita til árs og friðar. Hann ræður fésælu manna." Freyr var guð landbúnaðar og frjósemi manna og dýra. Hann virðist hafa verið tignaður næst á eftir Þór.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica