Opið öllum sem vinna að þróun og nýsköpun menntamála hvort sem það eru opinberir aðilar, félagasamtök, skólar eða einkaaðilar.
Styrkir til samstarfsverkefna og samstarfsneta menntastofnana á ólíkum skólastigum. Lágmarksþátttaka er þrjú þátttökulönd á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum. Nauðsynlegt er að verkefni tengi saman ólík menntastig eða menntageira.
Upplýsingablað um Nordplus Horizontal
Umsóknarfrestur var 1. febrúar 2021. Lokað er fyrir umsóknir.
Sótt er um rafrænt í gegnum ESPRESSO umsóknarkerfið.
Rannís veitir upplýsingar um áætlunina og aðstoðar umsækjendur með gerð umsókna. Starfsmenn Rannís meta umsóknir í samstarfi við skrifstofur á Norðurlöndum og Eystrarsaltslöndum.
Sótt er um í rafræna umsóknarkerfinu Espresso. Sjá nánar um umsóknarferlið hér.
Hægt er að fá ítarlegri upplýsingar á ensku og dönsku á samnorrænu síðu Nordplus Horizontal