Verðlaunin voru fyrst veitt í ársbyrjun 1996 og hafa síðan verið veitt á ári hverju við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Allir nemendur sem skila inn lokaskýrslu fyrir auglýstan frest koma til greina við veitingu verðlaunanna.
Árlega velur stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna um 10-15 verkefni sem unnin eru á árinu sem úrvalsverkefni. Af þeim eru svo 5-6 verkefni valin sem öndvegisverkefni og hljóta þau tilnefningu til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna byggir mat sitt á verkefnum á mati fagráða sjóðsins, sem eru fimm:
Hægt er að smella á titil verðlaunaverkefna (frá árinu 2010) til að fá nánari upplýsingar um verkefnið.
Halldór Bjarki Ólafsson, nemi í læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands, hlaut verðlaunin fyrir verkefnið Tengsl óeðlilegs blóðhags við bráða fylgikvilla og langtíma útkomu eftirskurðaðgerðir. Leiðbeinandi var Martin Ingi Sigurðsson, sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum, Landspítala og kennari við Háskóla Íslands.
Litun sjávarleðurs úr íslenskum plöntum
Verkefnið var
unnið af Sigmundi Páli Freysteinssyni, nema í fatahönnun við hönnunar- og
arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Leiðbeinandi var Katrín María Káradóttir,
aðjúnkt og fagstjóri fatahönnunarbrautar, Listaháskóla Íslands.
Möguleikar melgresis (Leymus arenarius)
Verkefnið var unnið af Signýju Jónsdóttur og
Sveini Steinari Benediktssyni, nemum í hönnun við Listaháskóla Íslands, í
samstarfi við Landgræðsluna, Listaháskóla Íslands og Kjartan Óla Guðmundsson
vöruhönnuð og matreiðslumann. Leiðbeinendur verkefnisins voru Garðar Eyjólfsson,
fagstjóri meistaranáms í hönnun við Listaháskóla Íslands, Magnús H. Jóhannsson,
sviðsstjóri þróunarsviðs Landgræðslunnar og Rúna Thors, fagstjóri vöruhönnunar
við Listaháskóla Íslands.
Notendahugbúnaður Wave
Verkefnið var
unnið af þeim Eddu Pétursdóttur, meistaranema í hugbúnaðarverkfræði við
Háskólann í Reykjavik og Freyju Sigurgísladóttur, nema í tölvunarfræði við
Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru þeir Ólafur Bjarki Bogason, Haraldur
Hugosson, Daníel Grétarsson og Jón Helgi Hólmgeirsson, stofnendur Genki
Instruments.
Nýjar afurðir þörunga
Verkefnið var unnið af Hildi Margréti Gunnarsdóttur og Snædísi Guðrúnu Guðmundsdóttur, nemum í heilbrigðisverkfræði við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Verkefnið var unnið í samstarfi við fyrirtækið SagaNatura. Leiðbeinendur voru Gissur Örlygsson, verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Lilja Kjalarsdóttir, Halla Jónsdóttir, Sigurbjörn Einarsson og Páll Arnar Hauksson hjá SagaNatura.
Eysteinn Gunnlaugsson, meistaranemi í tölvunarfræði við Kungliga Tekniska högskolan í Svíþjóð, Hanna Ragnarsdóttir, nemi við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, Heiðar Már Þráinsson, nemi á verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands og Róbert Ingi Huldarsson, nemi á verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands hlutu verðlaunin fyrir verkefnið Þróun á algrími til að finna örvökur ísofandi einstaklingum með því að skoða önnur lífmerki en heilarit og sannprófuná aðferð til að greina orsakir kæfisvefns með stóru gagnasafni. Leiðbeinendur þeirra voru Halla Helgadóttir og Jón Skírnir Ágústsson, yfirmenn á rannsóknarsviði Nox Medical.
Áhættureiknir fyrir bráðar endurinnlagnir sjúklinga á legudeildir geðsviðs Landspítala
Verkefnið var unnið af Brynjólfi Gauta Jónssyni nema á verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands og Þórarni Jónmundssyni, nema við raunvísindadeild Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru Ragnar Pétur Ólafsson, dósent á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, Sigrún Helga Lund, tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu og Thor Aspelund, prófessor á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands.
Hlutverk heilahimnumastfrumna í mígreni. Verkefnið var unnið af Valgerði Jakobínu Hjaltalín, nema á verk- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Pétur Henry Petersen, dósent á heilbrigðisivísindasviði Háskóla Íslands.
Hugbúnaður til aðstoðar við röðun skurðaðgerða. Verkefnið var unnið af Andra Páli Alfreðssyni, Gunnari Kolbeinssyni og Helga Hilmarssyni nemum á verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, dósent á verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands, Tómas Philip Rúnarsson, prófessor á verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands og Vigdís Hallgrímsdóttir, verkefnisstjóri á aðgerðasviði Landspítla - háskólasjúkrahúsi.
Nýjar leiðir í innnleiðingarferli stefnumótunar við eflingu máls og læsis á frístundaheimilum. Verkefnið var unnið af Fatou N'dure Baboudóttur og Tinnu Björk Helgadóttur, nemendum á félagsvísindasviði Háskóla Íslands, í samstarfi við og með stuðningi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Umsjónarmaður verkefnisins var Margrét S. Björnsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Elín Sigríður Harðardóttir og Inga Kristín Guðlaugsdóttir, nemendur í grunnnámi vöruhönnunar við Listaháskóla Íslands, hlutu verðlaunin fyrir verkefnið Lúpína í nýju ljósi, lífrænt hráefni í umhverfisvæna afurð . Leiðbeinendur þeirra voru Magnús H. Jóhannsson, sviðsstjóri þróunarsviðs Landgræðslu ríkisins, og Thomas Pausz, lektor við Listaháskóla Íslands.
Fjögur önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:
Notkun hágæðaloftmynda frá flygildum við vistfræðirannsóknir. Verkefnið var unnið af Benedikt Traustasyni og Hlyni Steinssyni, BS-nemum í líffræði við Háskóla Íslands, í samstarfi við sprotafyrirtækið Svarma ehf. Leiðbeinendur voru Kristín Svavarsdóttir plöntuvistfræðingur, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, og Victor Madrigal sérfræðingur í fjarkönnun.
Reikningar á brothættu beina hjá sjúklingum sem eru að gangast undir heildar mjaðmaskiptaaðgerð. Verkefnið var unnið af Gunnari Hákoni Karlssyni og Halldóri Ásgeiri Risten Svanssyni, nemum í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Leiðbeinendur voru Paolo Gargiulo, dósent við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, Magnús Kjartan Gíslason, lektor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, Kyle Edmunds, aðjúnkt við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, Halldór Jónsson Jr., prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og bæklunarlæknir við Landspítala háskólasjúkrahús.
Trippi – Tveir ótamdir hönnuðir kanna nýtingarmöguleika íslenskra hrosshúða. Verkefnið var unnið af fatahönnuðinum Kristínu Karlsdóttur og vöruhönnuðinum Valdísi Steinarsdóttur. Þær eru báðar nýútskrifaðar frá Listaháskóla Íslands. Umsjónarmenn verkefnisins voru Linda Björg Árnadóttir, lektor í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, og Rúna Thors, fagstjóri í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands.
Þróun nýstárlegra vefjaræktunarkerfa til rannsókna á öndunarfærum og til lyfjarannsókna. Verkefnið var unnið af Gabriel Sölva Windels, BSc nema í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Aðalleiðbeinandi var Jennifer Ann Kricker, PhD og verkefnisstjóri læknadeildar Háskóla Íslands, og þar voru Sævar Ingþórsson frumulíffræðingur ásamt Ara Jóni Arasyni, PhD og verkefnisstjóra við Rannsóknarstofnun í stofnfrumufræðum, meðleiðbeinendur. Verkefnið var unnið á Rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum við Lífvísindasetur Háskóla Íslands þar sem Þórarinn Guðjónsson hafði umsjón með verkefninu.
Sölvi Rögnvaldsson, BS-nemi í hagnýttri stærðfræði við Háskóla Íslands, hlaut verðlaunin fyrir verkefnið Áhættureiknir við meðhöndlun sjúklinga með mergæxli .
Fjögur önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:
Framköllun fælniviðbragðs með sýndarveruleika. Verkefnið var unnið á Gervigreindarsetri Háskólans í Reykjavík af þeim Herði Má Hafsteinssyni, Ara Þórðarsyni og Gunnari Húna Björnssyni, í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu og Nox Medical. Leiðbeinendur voru Hannes Högni Vilhjálmsson, dósent við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og Bjarni V. Halldórsson dósent við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og Íslenska erfðagreiningu.
Hulda: Hljóð- og ljósskúlptúr. Verkefnið var unnið af Lilju Maríu Ásmundsdóttur, nema frá Listaháskóla Íslands, undir handleiðslu Berglindar Maríu Tómasdóttur, dósents í flutningi og miðlun samtímatónlistar við Listaháskóla Íslands, og Jóns Marinós Jónssonar fiðlusmiðs.
Kortlagning taugabrauta sameinuð þrívíddarmódelum til stuðnings við undirbúning heilaskurðaðgerða. Verkefnið var unnið af Írisi Dröfn Árnadóttur, meistaranema við Háskólann í Reykjavík. Leiðbeinendur voru Paolo Gargiulo, dósent við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og Landspítala-háskólasjúkrahús, og Ingvar Hákon Ólafsson, heila- og taugalæknir við Landspítala-háskólasjúkrahús.
Ræktun smáþörunga, nýr íslenskur hátækniiðnaður. Verkefnið var unnið af Bergþóri Traustasyni, nemanda í verkfræðilegri eðlisfræði, og Tryggva E. Mathiesen og Unni Elísabetu Stefánsdóttur, sem bæði stunda nám í matvælafræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur verkefnisins komu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, þeir Gissur Örlygsson, verkefnastjóri - örtækni og heilsutækni, og Kristján Leósson framkvæmdastjóri, og frá Keynatura þau Halla Jónsdóttir, yfirmaður rannsókna og þróunar, Sigurbjörn Einarsson líffræðingur og Sjöfn Sigurgísladóttir framkvæmdastjóri.
Birgitta Steingrímsdóttir og Heiðdís Inga Hilmarsdóttir nemar frá Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands hlutu verðlaunin fyrir verkefnið Þekkirðu fuglinn? Rannsókn á fuglafræðiþekkingu barna og þróun og gerð spils sem gerir þeim kleift að læra í gegnum leik.
Þrjú önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:
Benedikt Atli Jónsson nemi frá Háskóla Íslands hlaut verðlaunin fyrir verkefnið Sjálfvirkt gæðamat augnbotnamynda.
Fjögur önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:
Eva Dís Þórðardóttir nemi úr Háskólanum í Reykjavík og Gísli Rafn Guðmundsson nemi við Háskólann í Lundi, Svíþjóð hlutu verðlaunin fyrir verkefnið Hjólaleiðir á Íslandi.
Fjögur önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:
Úlfur Hansson nemi við Listaháskóla Íslands, hlaut verðlaunin fyrir verkefnið OM - hönnun, þróun og smíði nýs hljóðfæris . Hljóðfærið er nýstárleg 26 strengja rafstrokin harpa sem síðar hlaut nafnið OHM.
Fjögur önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:
Verðlaunagripurinn 2013 var mynd eftir Bjargeyju Ólafsdóttur og að auki fengu öll öndvegisverkefnin teikningu eftir Sunnu Ben og viðurkenningarskjal frá forseta Íslands.
Vilhjálmur Steingrímsson, nemi í læknisfræði við Háskóla Íslands, hlaut verðlaunin fyrir verkefnið Áhættureiknir fyrir hjarta- og kransæðasjúkdóma hjá öldruðum.
Fimm önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:
Verðlaunagripurinn var Hnallur.
Verðlaunin hlutu þrír nemendur Listaháskóla Íslands, þau Auður Ösp Guðmundsdóttir, Embla Vigfúsdóttir og Katharina Lötzsch, ásamt Robert Petersen frá Háskólanum í Gautaborg fyrir verkefnið Pantið áhrifin frá Móður jörð .
Fimm önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:
Verðlaunin hlaut Ásgeir Bjarnason fyrir verkefnið Súrefnis- og hjartsláttarnemi. Ásgeir stundar meistaranám í heilbrigðisverkfræði í Finnlandi en var nemandi við Háskólann í Reykjavík þegar hann vann að verkefninu.
Fjögur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:
Verðlaunin hlutu Andri Yngvason, Bjarki Már Elíasson og Jóna Guðný Arthúrsdóttir fyrir verkefnið Gönguhermir.
Fjögur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:
Verðlaunin hlutu Arna Óskarsdóttir og Tinna Ósk Þórarinsdóttir fyrir verkefnið Rafskautanet fyrir fingurendurhæfi.
Fimm önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:
Verðlaunin hlaut Martin Ingi Sigurðsson fyrir verkefnið: Áhrif aldurs á utangenamerki mannsins.
Fjögur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:
Verðlaunin hlutu Jón Steinar Garðarsson Mýrdal og Sigurður Örn Aðalgeirsson fyrir verkefnið: Sport Cool - Ný tækni til að lina þjáningar við íþróttameiðsl.
Þrjú verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:
Verðlaunin hlutu Björn Björnsson og Gunnar Örn Erlingsson fyrir verkefnið: Öryggismál í mannþröng í miðbæ Reykjavíkur - hermun skyndilegrar rýmingar Miðbæjarins.
Þrjú verkefni fengu sérstaka viðukenningu:
Verðlaunin hlutu fjórir nemendur úr tölvunarfræðideild HR fyrir rannsóknir sínar á meðhöndlun fyrirspurna í tónlistargagnagrunna. Nemendurnir eru Freyr Guðmundsson, Gunnar Einarsson, Jóhann Grétarsson og Ólafur Örvar Guðjónsson.
Þrjú verkefni fengu sérstaka viðurkenningu: