Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2022

10.2.2022

Margrét Vala Þórisdóttir, Signý Kristín Sigurjónsdóttir og Valgerður Jónsdóttir hljóta Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2022 fyrir verkefnið Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá.

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 

Margrét Vala Þórisdóttir og Signý Kristín Sigurjónsdóttir, báðar með BS í hagnýttri stærðfræði við Háskóla Íslands, og Valgerður Jónsdóttir, með BS í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands hlutu verðlaunin fyrir verkefnið Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá. Leiðbeinendur voru Martin Ingi Sigurðsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, og Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson og Tómas Philip Rúnarsson, prófessorar við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin.

Á gjörgæsludeildum Landspítalans er notast við upplýsingakerfi sem safnar gífurlegu magni gagna um sjúklinga og meðferð þeirra þar. Þetta upplýsingakerfi skortir þó aðgengileika og yfirsýn. Með auknum aðgengileika að upplýsingum og hagnýtingu á þeim aragrúa gagna sem er safnað er hægt að veita starfsfólki yfirsýn yfir álag og umfang gjörgæslumeðferðar. Slíkt bætir líka þjónustu við gjörgæslusjúklinga og tryggir aukið öryggi.

Verkefnið fólst í því að búa til gagnasjá fyrir gjörgæsludeild Landspítalans. Gagnasjáin vinnur gögnin úr upplýsingakerfinu og birtir myndrænar og tölulegar upplýsingar úr gögnunum. Með gagnasjánni má fylgjast með framvindu og gangi fjölþættrar, flókinnar og kostnaðarsamrar gjörgæslumeðferðar á kerfisbundinn hátt, leita leiða til að bæta gæði hennar, hanna inngrip og innleiða breytingar á verklagi til að bæta meðferðina. Þá má nota gagnasjána til að spá fyrir um þyngd og umfang meðferða á gjörgæsludeild og auðvelda þannig skipulag og tryggja viðunandi mönnun á deildinni.

Viðtökur gagnasjárinnar hafa verið mjög góðar og er nú verið að vinna að því að innleiða hana í tölvukerfi Landspítalans. Þá hefur gagnasjáin verið kynnt fyrir gjörgæsluráði Landspítalans sem og hugbúnaðarfyrirtæki innan heilbrigðisþjónustugeirans. Báðir aðilar hafa sýnt lausninni mikinn áhuga.

Fimm önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:

Kennsluefni í kynja- og hinseginfræði. 
Verkefnið var unnið af Bjarklind Björk Gunnarsdóttur, nema í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Leiðbeinendur voru Svandís Anna Sigurðardóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í hinsegin málefnum og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur.

Bjarklind Björk Gunnarsdóttur og forseti Íslands

Krakkakropp. 

Verkefnið var unnið af þeim Arnkeli Arasyni, Sigrún Önnu Magnúsdóttur og Vöku Mar Valsdóttur, nemum í matvælafræði við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Ólafur Reykdal, verkefnastjóri hjá Matís.

Arnkell Arasoni, Sigrún Anna Magnúsdóttir, Vaku Mar Valsdóttir og forseti Íslands

Matjurtarækt utandyra fram á vetur.
Verkefnið var unnið af Karen Rós Róbertsdóttir, nema á ylræktarbraut í garðyrkju við Landbúnaðarháskóla Íslands. Leiðbeinandi var hún Hjördís Sigurðardóttir, matvæla-og skipulagsfræðingur og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome og Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjufræðingur með sérþekkingu í ávaxtarækt. Meðleiðbeinendur voru þeir Unnar Víðisson og Heimir Hjartarson verkfræðingar hjá EFLU verkfræðistofu.

Karen Rós Róbertsdóttir og forseti Íslands

Stelpur diffra.
Verkefnið var unnið af Nönnu Kristjánsdóttur, nema í stærðfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru þær Anna Helga Jónsdóttir, dósent í stærðfræði og Bjarnheiður Kristinsdóttir, aðjúnkt í stærðfræðimenntun við Háskóla Íslands.

Nanna Kristjánsdóttir og forseti Íslands

Stýring ljósvörpu við rækjuveiðar.

Verkefnið var unnið af þeim Degi Óskarsyni og Kristján Orra Daðasyni, nemum í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru þeir Torfi Þórhallsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Meðleiðbeinendur voru starfsmenn Optitogs og Hafrannsóknastofnunar.

Dagur Óskarsson, Kirstján Orri Daðason og forseti Íslands

Allir tilnefndir styrkþegar sjóðsins fengu viðurkenningarskjal undirritað af forseta Íslands.


Verðlaunin í ár

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands eru veitt árlega þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið áður. Verðlaunin voru fyrst veitt 1996 og eru því nú veitt í tuttugasta og sjöunda sinn.

Verðlaunin í ár er bókasnagi hannaður af Gústavi Jóhannsyni og Ágústu Magnúsdóttur hjá AGUSTAV. Bókasnaginn er úr eik og fylgja með honum 12 færanlegir pinnar. Bækurnar hvíla á lítilli viðarplötu, sem styður við kjölinn, svo blaðsíðurnar haldist heilar og verða ekki fyrir 








Þetta vefsvæði byggir á Eplica