Mennta- og barnamálaráðherra skipar stjórn þróunarsjóðs námsgagna á fjögurra ára fresti.
Hlutverk sjóðsins er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sjóðurinn starfar samkvæmt lögum um námsgögn og þar er m.a. kveðið á um að stjórn hans ákveði skiptingu á fjármunum sjóðsins og beri ábyrgð á umsýslu hans.
Sjóðsstjórn er heimilt að fá aðstoð sérfræðinga við mat á umsóknum. Ennfremur segir að mennta- og menningarmálaráðherra setji þróunarsjóði námsgagna reglugerð, þar sem m.a. sé kveðið á um skipulag hans og reglur um úthlutun.
Stjórnin skal eiga samráð við kennara og skóla og fylgjast með þróun og nýsköpun í námsgagnagerð fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Ákvarðanir sjóðstjórnar um úthlutanir eru endanlegar og verður ekki skotið til æðra stjórnvalds. Félag íslenskra framhaldsskóla, Kennarasamband Íslands og samband íslenskra sveitarfélaga tilnefna fjóra af fimm stjórnarmönnum. Mennta- og barnamálaráðherra skipar formann án tilnefningar.
Mennta- og barnamálaráðherra skipaði í febrúar 2024 nýja stjórn þróunarsjóðs námsgagna. Um er að ræða fimm manna stjórn sem skipuð er til fjögurra ára í senn.
Formaður stjórnarinnar er en ráðherra skipar hann án tilnefningar skv. 7. gr. laga nr. 71/2007 um námsgögn. Aðrir stjórnarmenn eru Ársæll Guðmundsson sem tilnefndur er af Skólameistarafélagi Íslands, Jóhanna Stella Oddsdóttir og Simon Cramer sem tilnefnd eru af Kennarasambandi Íslands og Helga Þórðardóttir sem tilnefnd er af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.