Matsferlið

Afgreiðsla umsóknar

Rannís skal innan tveggjamánaða frá móttöku fullgildrar umsóknar taka ákvörðun um afgreiðslu hennar og tilkynna niðurstöðu til umsækjanda. Til þess að umsókn teljist fullgild verða allar nauðsynlegar og umbeðnar upplýsingar að liggja fyrir. Sækja þarf um hvert verkefni út af fyrir sig. Rannís sendir ríkisskattstjóra gögn og upplýsingar um þau verkefni og eigendur sem hlotið hafa staðfestingu,og heldur ríkisskattstjóri skrá þar um og skal hún vera öllum aðgengileg. Samstarfsverkefni skulu vera aðgreind sérstaklega og upplýst skal um alla þátttakendur í þeim.

Rannís tilkynnir viðkomandi fyrirtæki niðurstöðuna, auk þess að tilkynna embætti ríkisskattstjóra um þau fyrirtæki sem koma að verkefnum sem uppfylla skilyrði laganna og hlotið hafa staðfestingu á grundvelli þeirra.

Fyrirtæki geta síðan sótt um framlengingu á staðfestingu Rannís áverkefni fyrra árs. Hér er gert ráð fyrir að lýsing verkefnisins og heiti sé óbreytt, en umsækjandi tilgreini verkþætti og kostnað yfirstandandi árs og geri grein fyrir breytingum í starfsmannahaldi og/eða aðstöðu í framhaldsumsókn. 

Leitast verður við að afgreiða fullgildar umsóknir svo fljótt sem verða má og tilkynna umsækjanda um ákvörðun. Í umfjöllun um einstakar umsóknir er hver og ein metin sjálfstætt út frá efni hennar. Í svari til umsækjenda skal málefnalegur rökstuðningur um afgreiðslu umsóknar fylgja. Samkvæmt lögunum eru ákvarðanir Rannís um afgreiðslu umsókna endanlegar á stjórnsýslustigi.

Rannís tekur ekki afstöðu til fjárhæða sem fram koma í umsóknum, svo sem hvort rannsókna-og þróunarkostnaður sé rétt skilgreindur. Allar fjárhagslegar upplýsingar sem fram koma í umsóknum eru á ábyrgð viðkomandi umsækjenda. Skattyfirvöld taka endanlega afstöðu til fjárhagslegra upplýsinga.

Fullgild umsókn

Ef í ljós kemur við yfirferð umsóknar að nauðsynlegar upplýsingar vantar mun Rannís kalla eftir þeim frá umsækjanda.Umsækjandi hefur tvær vikur til að skila inn umbeðnum upplýsingum. Þegar fullnægjandi gögnhafa borist telst umsóknin fullgild,frestur til að afgreiða umsókn telst frá því að fullgild umsókn liggur fyrir. Ef umsækjandi skilar ekki umbeðnum upplýsingum innan tveggja vikna telst umsókn ekki fullgild og verður vísað frá.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica