Stjórn

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar þrjá menn í stjórn listamannalauna til þriggja ára í senn, einn samkvæmt tilnefningu Bandalags íslenskra listamanna, einn samkvæmt tilnefningu Listaháskóla Íslands og einn án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.

Ráðherra skipar formann og varaformann úr hópi aðalmanna. Ekki er heimilt að skipa sama mann aðalmann í stjórn listamannalauna lengur en tvö samfelld starfstímabil.

Núverandi stjórn listamannalauna er skipuð til 31. maí 2024.

Stjórn listamannalauna skipa eftirtalin:

  • Jónatan Garðarsson formaður, skipaður án tilnefningar
  • Ásgerður Júníusdóttir varaformaður, tilnefnd af Bandalagi íslenskra listamanna
  • Eva María Árnadóttir tilnefnd af Listaháskóla Íslands
Varamenn eru:

  • Vigdís Jakobsdóttir skipuð án tilnefningar,
  • Guðmundur Helgason tilnefndur af Bandalagi íslenskra listamanna,
  • Árni Heimir Ingólfsson tilnefndur af Listaháskóla Íslands.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica