Umsýsla og skýrsluskil

Samningur, greiðsla og eftirfylgni

Gerðir eru samningar um styrkveitingar og við undirritun koma 80% styrksins til greiðslu en 20% eftir að rafræn greinargerð um verkefnið hefur borist stjórn, þó má gera undantekningu frá þessari reglu ef upphæð styrksins er undir kr. 1 milljón króna.

  • Greinargerð vegna ráðstöfunar styrks skal skilað innan þriggja mánaða frá þeim tíma að verki telst lokið samkvæmt skilmálum.
  • Heimilt er að krefja styrkþega um uppgjör staðfest af löggiltum endurskoðanda.
  • Sé styrkur Barnamenningarsjóðs 3 milljónir eða hærri skal senda inn hreyfingarlista bókhalds sem viðhengi með skýrslunni.
  • Ef að verkefni nær yfir fleiri en eitt almanaksár er kallað eftir áfangaskýrslu verkefnis og/eða ef sótt er um styrk úr sjóðnum að nýju áður en lokaskýrsla fyrri styrks hefur borist. Sama skýrsluform er notað fyrir áfangskýrslu og lokaskýrslu en fjárhagsyfirlit þarf ekki að fylgja með henni.

Skýrsluform vegna úthlutunar 2023 


Fyrir skýrslur verkefna frá 2022 úthlutun er óskað eftir lokaskýrslugögnum bæði í tölvupósti og gegnum vefform. Word-skjalið sem óskað er eftir er speglun á vefforminu.

Mælt er með að klára skýrslu vegna 2022 úthlutunar í þessum skrefum:     
  • 1. Búa til fjárhagsyfirlit sem endurspeglar þá kostnaðarliði sem beðið er um í lokaskýrsluformi. Ekki er sérstakt form fyrir fjárhagsyfirlit, styrkþegi býr til sitt eigið. Fjárhagsyfirlit þarf ekki að fylgja með áfangaskýrslu.    
  • 2. Fylla út word-útgáfu skýrslu  (.docx) og senda ásamt fjárhagsyfirliti á netfangið barnamenningarsjodur@rannis.is. Vinsamlegast látið númer umsóknar koma fram í efni tölvupósts ásamt því að tilgreina hvort um sé að ræða áfanga- eða lokaskýrslu.
  • 3. Fylla út vefform lokaskýrslu (afrita gögn úr wordskjali yfir í vefform) eftir að búið að er klára word útgáfu og fjárhagsyfirlit. 







Þetta vefsvæði byggir á Eplica