Umsýsla og skýrsluskil

Samningur, greiðsla og eftirfylgni

Gerðir eru samningar um styrkveitingar og við undirritun koma 80% styrksins til greiðslu en 20% eftir að rafræn greinargerð um verkefnið hefur borist stjórn, þó má gera undantekningu frá þessari reglu ef upphæð styrksins er undir kr. 1 milljón króna.

Skýrsluskil

Greinargerð vegna ráðstöfunar styrks skal skilað innan sex mánaða frá þeim tíma að verki telst lokið samkvæmt skilmálum. Heimilt er að krefja styrkþega um uppgjör staðfest af löggiltum endurskoðanda. Ef að verkefni nær yfir fleiri en eitt almanaksár er kallað eftir áfangaskýrslu verkefnis. 

Nálgast má eyðublað fyrir lokaskýrslu á þessari síðu á vormánuðum.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica