Umsýsla og skýrsluskil

Samningur, greiðsla og eftirfylgni

Gerðir eru samningar um styrkveitingar og við undirritun koma 80% styrksins til greiðslu en 20% eftir að rafræn greinargerð um verkefnið hefur borist stjórn, þó má gera undantekningu frá þessari reglu ef upphæð styrksins er undir kr. 1 milljón króna.

Skýrsluskil

  • Greinargerð vegna ráðstöfunar styrks skal skilað innan sex mánaða frá þeim tíma að verki telst lokið samkvæmt skilmálum.
  • Heimilt er að krefja styrkþega um uppgjör staðfest af löggiltum endurskoðanda.
  • Sé styrkur Barnamenningarsjóðs 3 milljónir eða hærri skal senda inn hreyfingarlista bókhalds sem viðhengi með skýrslunni.
  • Ef að verkefni nær yfir fleiri en eitt almanaksár er kallað eftir framvinduskýrslu verkefnis. Þetta vefsvæði byggir á Eplica