Framvinduskýrsla

Framvinduskýrsla

Umsókn um listamannalaun er ekki tekin til umfjöllunar nema framvinduskýrslu vegna fyrri úthlutunar hafi verið skilað, skv. 7. gr. reglugerðar um listamannalaun .

Listamenn sem njóta starfslauna skulu skila skýrslu um störf sín á starfslaunatíma eigi síðar en ári eftir að honum lýkur. Þau sem hljóta starfslaun í 18 mánuði eða lengur skulu skila skýrslu árlega.

Athugið að hver einstaklingur skilar inn sér skýrslu. Gildir það einnig um einstaklinga í samstarfi, svo sem meðlimi tónlistar- eða sviðlistahópa: hver einstakur listamaður skilar inn skýrslu og gerir grein fyrir sinni launavinnu.

Framvinduskýrslu skal skilað á rafrænu formi.

Framvinduskýrsla - rafrænt eyðublað.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica