Spurt og svarað

Ég get ekki sent umsóknina inn, hvað á ég að gera?

 • Ef það koma rauðar aðvaranir undir 5.1. Skoða og senda, átt þú eftir að klára eitthvað í umsókninni. Ekki á að smella á rauða textann, heldur lesa og fara svo á viðeigandi stað í umsókninni, klára og vista (t.d. ef stendur 1.2. Stutt ferilskrá á eftir að klára það).
 • Marga rekur í vörðurnar við 3.2. Jafnvel þótt þú hafir ekki fengið listamannalaun áður, þarftu að fara þangað og velja í fellilista "Hef ekki hlotið starfslaun áður", og vista (sjá nánar um framvinduskýrslu í sér spurningu neðar í listanum).

Hverjir geta sótt um?

 • Sjálfstætt starfandi hönnuðir, myndlistarmenn, rithöfundar, sviðslistafólk, tónlistarflytjendur og tónskáld.
 • Athugið að launþegar sem hafa þegið 12 mánuði á árinu 2020 geta ekki sótt um í þetta átak.
 • Einstaklingar sækja um laun: Ef fleiri en einn að starfa að sama verkefni sækir hver og einn um fyrir sig en tilgreinir samstarfsaðila í umsókn.

Má sækja um á ensku?

 • Umsókn má vera á ensku en umsóknarformið er á íslensku.

Hver er umsóknarfrestur? Get ég lent í vandræðum á lokadegi?

 • Umsóknarfrestur er til miðnættis 25. maí 2020 - athugið að skrifstofa Rannís lokar kl. 16:00.
 • Mælt er með því að sækja um með góðum fyrirvara og forðast tímaþröng á síðasta degi.
 • Á lokadegi getur kerfið verið þungt í vöfum vegna álags og hugsanlega leitt til vandræða við frágang umsóknar.

Fylgigögn - hvernig skila þeim inn?

 • Fylgigögn verða að koma með umsókninni í gegnum umsóknarkerfið ekki er tekið á móti fylgigögnum eftir að umsóknarfrestur er liðinn.

Hvenær get ég átt von á svari?

 • Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir í byrjun júlí. Allir umsækjendur fá svör. Úthlutun mun einnig birtast á heimasíðu listamannalauna.

Skila ég inn einni umsókn eða fleiri?

 • Umsækjandi skilar aðeins einni umsókn inn í sjóð. Ætli viðkomandi að vinna að fleiri verkefnum á sama sviði, eru þau tilgreind í umsókninni (t.d. rithöfundur sem hyggst sinna tveimur eða fleiri ritverkum, sendir aðeins eina umsókn).
 • Ef listamaður er með verkefni á fleiri en einu sviði (t.d. myndlistar og tónskálda), getur viðkomandi sent inn umsókn í sitt hvorn sjóðinn fyrir það verkefni sem við á (t.d. myndlistarverkefnið í myndlist og tónskáldaverkefnið í tónskáld).
 • Sendi umsækjandi fleiri umsóknir í mismunandi sjóði, ætti að tilgreina það í hverri umsókn.

Atvinnuleikhópar og listamannalaun - tengist þetta?

 • Tengist átak Atvinnuleikhópa þessari vorúthlutun listamannalauna? Nei. Átak atvinnuleikhópa (frestur 8. maí sl.) er sjálfstætt.
 • Hverjir fjalla um umsóknir i Atvinnuleikhópa og launasjóð sviðslista? Leiklistarráð tekur ákvörðun um hvort tveggja.
 • Eigum við að sækja um listamannalaun fyrir sama leikverkið? Ef þið sóttuð um í Atvinnuleikhópa er ekkert því til fyrirstöðu að aðstandendur sæki um í launasjóð sviðslista vegna sama verkefnis. Hvort leiklistarráð muni veita bæði atvinnuleikhópastyrk og listamannalaun er ómögulegt að segja.
 • Skilar hópurinn umsókn í launasjóð sviðslista? Nei. Hver einstaklingur skilar inn umsókn fyrir sig (allar umsóknir í listamannalaun eru einstaklingsumsóknir).

Hver er upphæð listamannalauna og fjöldi mánaða til úthlutunar?

 • Upphæð listamannalauna árið 2020 er á mánuði: 407.413 kr.
 • Stjórn listmannalauna hefur ákvarðað lengd starfslauna þessarar aukaúthlutunar 1-6 mánuði og byggir það á lögum um listamannalaun um afmörkuð verkefni
 • Starfslaun hönnuða aukaúthlutun 19 mánuðir
 • Starfslaun myndlistarmanna aukaúthlutun 163 mánuðir
 • Starfslaun rithöfunda aukaúthlutun 208 mánuðir
 • Starfslaun sviðslistafólks aukaúthlutun 71 mánuðir
 • Starfslaun tónlistarflytjenda aukaúthlutun 68 mánuðir
 • Starfslaun tónskáldaaukaúthlutun 71 mánuðir

Hvernig er umsóknarkerfið?

 • Notast er við rafræn skilríki í snjallsíma eða íslykil. Hægt er að stofna fleiri en eina umsókn.
 • Umsókn verður ekki gild fyrr en ýtt er á „senda inn“ á lokasíðu umsóknarformsins. Þar er hægt að skoða umsókn í pdf skjali.
 • Munið að vista eftir hver öll skref í umsóknarforminu.
 • Ef farið er út úr umsókn er hægt að fara inn aftur á mínum síðum. Umsóknir í vinnslu er fremst þegar komið er inn á mínar síður.
 • Umsóknarblaðið leiðir umsækjanda áfram og margir reitir eru skyldureitir – úthlutanir fyrri ára koma sjálfkrafa fram.
 • Aðgang að umsóknarkerfinu er að finna á forsíðu sjóðsins .

Hvaða vafra er best að nota og hverja á að forðast?

 • Mælt er með því að nota Chrome.
 • NB. Ekki er hægt að nota vafrana Internet Explorer, Microsoft Edge eða Safari við útfyllingu umsókna.
 • Hafið ekki tvær umsóknir opnar samtímis í sama vafra – þá vistast ekki upplýsingar

Hvernig veit ég að umsókn mín sé móttekin?

 • Þegar umsókn hefur verið send inn í sjóð, fær umsækjandi svar í netfang sitt ásamt pdf af umsókn. Stundum fer þó svar í ruslsíu póstforrits.
 • Ef póstur kemur ekki, er hægt að sjá innsendar umsóknir á mínum síðum. Farið inn á Mínar síður og þar í Umsóknir > Innsendar. Sé umsóknin þar er hún móttekin. Einnig er hægt að skoða PDF þar.

Framvinduskýrsla - hverju á að svara í umsóknarforminu? (undir lið 3.2.)

 • Aðeins þeir sem hafa fengið úthlutað 2019 eða fyrr eiga að skila inn framvinduskýrslu. Annars verður umsókn þeirra ekki tekin til umfjöllunar.
 • Þetta á ekki við þá sem fengu úthlutað síðast, 2020. Þeir þurfa ekki að skila inn framvinduskýrslu. Þeir velja „Á ekki við“ í fellilistanum í umsóknarforminu.
 • Þeir sem ekki hafa fengið úthlutað áður velja „hef ekki hlotið starfslaun áður“ í fellilistanum.
 • Nánari upplýsingar um framvinduskýrslu hér.

Hvernig eru úthlutunarnefndir skipaðar?

 • Þriggja manna úthlutunarnefndir starfa í hverjum sjóði skv. skipun menntamálaráðherra.Þetta vefsvæði byggir á Eplica