Menning

Culture

Fyrir hverja?

Menningarstofnanir hvers konar (bókaútgefendur, menningarmiðstöðvar, listasöfn o.fl.). Verkefni geta átt við allar tegundir listgreina og tengt saman mismunandi greinar. Aðeins lögaðilar geta sótt um og ekki er um að ræða styrki til einstaklinga.

Til hvers?

Hægt er að sækja um fjárstyrk til að:

  • Skipuleggja millilandaheimsóknir fyrir evrópska listamenn
  • Fjármagna bókmenntaþýðingar
  • Skipuleggja fagþjálfun eða tengslanet fyrir fagfólk
  • Koma listamönnum og verkum þeirra á framfæri á nýjum mörkuðum og fyrir nýjum áhorfendum í gegnum tengslamyndun og samstarf

Umsóknarfrestir

Hvert er markmiðið?

Efla listsköpun í landinu og koma á samstarfi á milli listastofnana og listamanna í Evrópu.

Hverjir geta sótt um?

Lögaðilar á lista- og menningarsviði.

Hvað er styrkt?

Fjórar megin leiðir 2014-2020 í menningu:

  1. Samstarfsverkefni - Cooperation projects
  2. Bókmenntaþýðingar - Literary translation
  3. Evrópsk tengslanet - European networks
  4. Evrópskir samstarfshópar - European platforms

Skilyrði úthlutunar

Aðeins lögaðilar sem hafa starfað í minnst 2 ár geta sótt um og ekki er um neina styrki að ræða til einstaklinga. Skilyrði úthlutunar eru mismunandi eftir þeim flokki sem sótt er um til.

Nákvæmari upplýsingar um menningaráætlunina er að finna á heimasíðu EACEA þar sem hægt er að skoða áherslur eftir hinum fjóru meginleiðum.

 

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica