Menning

Culture

Fyrir hverja?

Menningarstofnanir hvers konar (bókaútgefendur, menningarmiðstöðvar, listasöfn, bókasöfn, leikhús, gallerí, byggðasöfn, tónlistarskólar, sviðslistir, listamenn o.fl.).

Verkefni geta átt við allar tegundir listgreina og þátttakendur geta verið frá mismunandi sviðum menningar og lista. Aðeins lögaðilar geta sótt um og ekki er um að ræða styrki til einstaklinga.

Til hvers?

Menningarhluti Creative Europe hvetur til evrópsks samstarfs í  menningu og listum. Markmiðið er að ná til nýrra áheyranda, nýta nýja tækni, skapa ný viðskiptamódel og sinna menntun og þjálfun á sviðinu. Með því að styrkja evrópsk verkefni til landvinninga er evrópskri menningu haldið á lofti og fjölbreytni evrópskra tungumála gerð sýnileg, sem kallar á meiri dreifingu og félagslega innleiðingu.

Umsóknarfrestir

Í umsóknargátt ESB er hægt að sjá alla umsóknarfresti og nálgast umsóknargögn. 

Sjá nánar í leiðbeiningum fyrirumsækjendur.

Hvernig verkefni?

Verkefnum er ætlað að styðja við, þróa og kynna fjölbreytileika evrópskrar menningar og menningararfleifðar frá öllum málsvæðum.
Auka samkeppnishæfni og hagræna möguleika menningargeirans með sérstaka áherslu á kvikmyndir og margmiðlun.
Gildistími verkefna í öllum flokkum er allt að 48 mánuðir.

Hvað er styrkt?

Þverfagleg verkefni eru styrkt, á öllum sviðum menningar og skapandi greina, samstarf amk þriggja landa:

 1. Samstarfsverkefni
 2. Samstarfsnet fagfólks / starfandi net
 3. Stærri samstarfsnet (platforms) þar sem evrópsku listafólki og verkum þeirra er komið á framfæri.
 4. Þýðingarstyrkir evrópskra bókmennta fyrir útgefendur
 5. Music Moves Europe
 6. 6i-Portunus - ferðastyrkir til náms eða heimsókna skilgreindra listgreina, Tónlist, bókmenntir, arkitektúr, menningararfur. Sjá nánar.

Yfir alla flokka í Creative Europe Menningu.

Nánar um samstarfsverkefni

1. flokkur – Lítil samstarfsverkefni

Minnst þrír samstarfsaðilar frá þremur löndum.
Umsækjendur geta sótt um allt að 200.000€, 80% af gildum kostnaði en 20% er eigið framlag.

2. flokkur – Meðalstór samstarfsverkefni

Minnst fimm samstarfsaðilar frá jafnmörgum þátttökulöndum, þar af einn verkefnisstjóri.
Umsækjendur geta sótt um allt 1 milljón €, 70% af gildum kostnaði en 30% er eigið framlag.

3. flokkur –Stór samstarfsverkefni

Tíu samstarfsaðilar frá jafnmörgum þátttökuríkjum þar af einn verkefnisstjóri.
Umsækjendur geta sótt um allt að 2 milljónum€, 60% af gildum kostnaði en 40% er eigið framlag.

Áherslur

 • Sam-evrópska sköpun, dreifingu verka og nýsköpun á sviði menningar og skapandi greina
 • Auðveldara aðgengi að styrkjum Creative Europe með hærra framlagi og auknum þátttökukostnaði frá áætluninni
 • Sérsniðnir ferðastyrkir til heimsókna eða námsferða landa á milli fyrir listamenn og fagfólk
 • Aðgerðir sem beinast að ólíkum þörfum mismunandi sviða menningargeirans, tónlistar, bókmennta, byggingarlistar, menningararfs, hönnunar, tísku og menningartengdrar ferðaþjónustu

Aukið vægi verkefna

Verkefni með eitt eða fleiri eftirfarandi forgangsatriði innanborðs fá aukið vægi:

 • Aðgengi að menningu aukið og raunþátttaka neytenda bætt, einnig á stafrænan hátt.

 • Félagsleg inngilding með hjálp menningarverkefna: fyrir hreyfihamlaða, minnihlutahópa, jaðarhópa o fl.

 • Sjálfbærni: verkefni sem ýta undir grænar lausnir, New European Bauhaus. Stutt við umhverfisvænar lausnir með hjálp samstarfsverkefna.

 • Nýjar tæknilausnir: Evrópski menningargeirinn nýti tæknilausnir til í átt að aukinni samkeppnishæfni og svörum við Covid 19 kreppu.

 • Alþjóðleg vídd: að auka hæfni og þátttöku ör- og grasrótarfélaga í skapandi greinum og menningu á evrópska vísu og víðar.

 • Forgangsatriði eftir sviðum til stuðnings verkefna á borð við þjálfunar netverka, markaðsaðgengi og annarra lausna.

 • Bókmenntir: Styrkja fagfólk á sviði bókmennta dreifingar og þýðinga með það að markmiði að evrópskar bókmenntir dreifist víðar innan Evrópu og áfram – sérstaklega þær sem koma frá minni málsvæðum.

Skilyrði úthlutunar

Aðeins lögaðilar sem hafa starfað í minnst 1 ár geta sótt um og ekki er um neina styrki að ræða til einstaklinga.

Ítarlegri upplýsingar

Allar nánari upplýsingar  um menningarhluta Creative Europe er hægt að nálgast á miðlægri vefsíðu áætlunarinnar.  
Þetta vefsvæði byggir á Eplica