Námsorlofsnefnd

Skipan

Námsorlofsnefnd skal þannig skipuð: Einn skal skipaður af mennta- og menningarmálaráðherra án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar, tveir skulu skipaðir samkvæmt  tilnefningu Kennarasambands Íslands. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Skipunartímabil nefndarinnar er fjögur ár.

Námsorlofsnefnd 2019 – 2023 skipa:

  • Þóra Þórðardóttir, formaður, skipuð af mennta- og menningarmálaráðuneyti.
  • Guðbjörn Björgólfsson, tilnefndur af Kennarasambandi Íslands.
  • Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir, tilnefnd af Kennarasambandi Íslands.

Varamenn eru Guðný Ásta Snorradóttir, fyrir hönd mennta- og menningamálaráðuneytis, og Þorkell H. Diego, tilnefndur af Kennarasambandi Íslands.

Skýrsla um veitingu námsorlofa

Að loknu hverju námsorlofsári skal námsorlofsnefnd taka saman skýrslu um veitingu námsorlofa. Í skýrslunni skulu m.a. koma fram upplýsingar um fjárveitingar til námsorlofa, styrkja og fjölda umsækjenda. Þá skal tilgreina nöfn þeirra er hlutu orlof, viðfangsefni þeirra á orlofstímanum, sérsvið þeirra eða kennslugrein, starfsreynslu og vinnustað. Skýrslan skal birt á vef ráðuneytis. Skýrslueyðublað er sent til námsorlofsþega við orlofslok. Skylt er að svara. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica