Mats- og úthlutunarferlið

Meðferð umsókna

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar þriggja manna námsorlofsnefnd sem gerir tillögur um úthlutun námsorlofa og styrkja til ráðherra. Við meðferð umsókna skal nefndin leita umsagnar skólameistara og m.a. taka tillit til eftirfarandi:

  • hvers konar nám umsækjandi hyggst stunda og hvernig það muni nýtast viðkomandi stofnun eða skólakerfinu í heild. Orlof skal fyrst og fremst veitt til náms sem tengist starfssviði umsækjanda,

  • starfsaldurs umsækjenda sem sækja um í eigin nafni,

  • eðlilegrar dreifingar milli skólastofnana, námsgreina, skólasvæða og kynja,

  • rökstuðnings skólameistara fyrir umsókn um orlof fyrir einstaka kennara,náms- og starfsráðgjafa eða stjórnenda í nafni skóla.

Að auki skal við meðferð skólameistaraumsókna koma fram hvernig námsorlof umsækjenda muni gagnast skólanum í framtíðinni.

Afgreiðsla umsókna vegna næsta skólaárs skal fara fram fyrir 15. desember ár hvert.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica