COST verkefni

Fyrir hverja?

Vísindafólk sem hefur áhuga á að komast í samstarf á ákveðnum rannsóknasviðum.

Til hvers?

Tilgangur COST verkefna er að byggja upp samstarfsnet á ákveðnum rannsóknasviðum. Þátttakendur í COST verkefnum skiptast á reynslu og niðurstöðum í gegnum fundi og ráðstefnur, "workshops" og heimsóknir.

Umsóknarfrestur

Upplýsingar um opna umsóknarfresti

Hvert er markmiðið?

Tilgangur COST verkefna (COST Actions) er að byggja upp samstarfsnet á ákveðnum rannsóknasviðum. Þátttakendur í COST verkefnum skiptast á reynslu og niðurstöðum í gegnum fundi og ráðstefnur, vinnustofur og heimsóknir.  

Hverjir geta sótt um?

Vísindafólk á flestum fræðasviðum. Annars vegar er hægt að sækja um að leiða COST verkefni eða vera þátttakandi í samþykktu COST verkefni. 

Hvað er styrkt?

Verkefnið greiðir fyrir kostnað vegna ferða og ráðstefnuhalds en greiðir ekki kostnað við rannsóknaverkefnin sjálf.  COST verkefni hafa oft leitt til áframhaldandi samstarfs á milli þátttakenda í styrkumsóknum í stærri verkefni.

Hvernig eru COST umsóknir metnar?

 Við mat á umsóknum vegna þátttöku í COST verkefnum er gengið út frá þremur meginatriðum:

  1. Tími umsóknarskila: fyrstur kemur, fyrstur fær.
  2. Ferilskrá (CV) og sérþekking umsækjanda á viðfangsefni þess COST verkefnis sem sótt er um að taka þátt í.
  3. Umsókn rímar við almenna markmiðasetningu COST áætlunarinnar.

Þátttökulönd

Nú eru 34 þjóðríki aðilar að COST- samstarfsvettvanginum:  Austurríki, Belgía, Bretland, Búlgaría, Króatía, Kýpur, Tékkland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, FYROM-Makedónía, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Ísland, Írland, Ítalía, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Holland, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenia, Serbía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss og  Tyrkland.  Að auki er Ísrael samstarfsland með full réttindi nema atkvæðisrétt í stjórnarnefnd (CSO).

COST samstarfinu var formlega komið á fót af 19 löndum árið 1971. Ísland hefur verið aðili að samstarfinu síðan 1991.

Fulltrúar Íslands eru Aðalheiður Jónsdóttir, vísindafulltrúi í sendirráði Íslands í Brussel, sem situr yfirnefnd COST (CSO - Committee of Senior Officials) og Sigrún Ólafsdóttir hjá Rannís sem einnig er landsfulltrúi (CNC - COST National Contact). Auk þess á Ísland fulltrúa í vísindanefnd COST, Dr. Áslaugu Geirsóttur prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands.

Frekari upplýsingar á vefsíðu COST

Nánari upplýsingar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica