COST verkefni

Fyrir hverja?

Vísindafólk sem hefur áhuga á að komast í samstarf á ákveðnum rannsóknasviðum.

Til hvers?

Tilgangur COST verkefna er að byggja upp samstarfsnet á ákveðnum rannsóknasviðum. Þátttakendur í COST verkefnum skiptast á reynslu og niðurstöðum í gegnum fundi og ráðstefnur, "workshops" og heimsóknir.

Umsóknarfrestur

Upplýsingar um opna umsóknarfresti

Hvert er markmiðið?

Tilgangur COST verkefna (COST Actions) er að byggja upp samstarfsnet á ákveðnum rannsóknasviðum.  Þátttakendur í COST verkefnum skiptast á reynslu og niðurstöðum í gegnum fundi og ráðstefnur, vinnustofur og heimsóknir.  

Hverjir geta sótt um?

Vísindafólk á flestum fræðasviðum. Annars vegar er hægt að sækja um að leiða COST verkefni eða vera þátttakandi í samþykktu COST verkefni (COST action). 

Hvað er styrkt?

Verkefnið greiðir fyrir kostnað vegna ferða og ráðstefnuhalds en greiðir ekki kostnað við rannsóknaverkefnin sjálf.  COST verkefni hafa oft leitt til áframhaldandi samstarfs á milli þátttakenda í styrkumsóknum í stærri verkefni.

Hvernig eru COST umsóknir metnar?

 Við mat á umsóknum vegna þátttöku í COST verkefnum er gengið út frá þremur meginatriðum:

  1. Tími umsóknarskila: fyrstur kemur, fyrstur fær
  2. CV og sérþekking umsækjanda á viðfangsefni COST verkefnisins sem sótt er um í
  3. Umsókn rímar við almenna markmiðasetningu COST áætlunarinnar 

Þátttökulönd

Nú eru 34 þjóðríki aðilar að COST- samstarfsvettvanginum:  Austurríki, Belgía, Bretland, Búlgaría, Króatía, Kýpur, Tékkland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, FYROM-Makedónía, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Ísland, Írland, Ítalía, Lettland, Litháen, Luxembúrg, Malta, Holland, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenia, Serbía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss og  Tyrkland.   Að auki er Ísrael samstarfsland með full réttindi nema atkvæðisrétt í stjórnarnefnd, CSO og  sviðsnefndum, DC.  COST-samstarfið var formlega sett á fót af 19 löndum árið 1971.

Ísland hefur verið aðili að samstarfinu síðan 1991. Fulltrúar Íslands eru Aðalheiður Jónsdóttir, vísindafulltrúi í sendirráði Íslands í Brussel og Sigrún Ólafsdóttir hjá Rannís sem einnig er landsfulltrúi (COST National Contact).

Frekari upplýsingar á vefsíðu COST


Þetta vefsvæði byggir á Eplica