Nordplus norræna tungumálaáætlunin stendur fyrir tengslaráðstefnu í Hveragerði dagana 18.-20. september 2023. Ráðstefnan er ætluð fólki sem starfar á einhvern hátt við miðlun og kennslu norrænna tungumála, en einnig þeirra sem vinna með opinber minnihlutatungumál á Norðurlöndunum. Rannís, sem hefur umsjón með tungumálaáætlun Nordplus, sér um skipulagningu ráðstefnunnar.
Lesa meiraOpnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar 2023-2027. Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir 2023 og 2024 er að efla menntasamstarf til að stuðla að samfélagslega sjálfbærri framtíð. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2023.
Lesa meiraMánudaginn 9. janúar kl. 12:00 verður haldinn rafrænn kynningarfundur um næsta umsóknarfrest í Nordplus. Fundurinn kemur til með að fjalla um og fara yfir góð ráð varðandi umsóknarskrif. Vinsamlegast skráið þátttöku hér fyrir föstudaginn 6. janúar 2023.
Lesa meiraNordplus er stærsta menntaáætlun Norðurlandanna og inniheldur fimm undiráætlanir á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, fullorðinsfræðslu, á háskólastigi, á sviði tungumála Norðurlandanna og svo áætlun sem vinnur þvert á skólastig. Næsti umsóknarfrestur um verkefnastyrk er 1. febrúar 2023 og því verður haldinn kynningarfundur á Teams þann 7. desember 2022 kl. 15:00-16:00.
Lesa meiraÞann 24. nóvember verður rafrænn kynningarfundur haldinn. Þar verður nýja áætlun Nordplus 2023-2027 og farið verður í gegnum umsóknarferlið, en næsti umsóknarfrestur er 1. febrúar 2023.
Lesa meiraKynningarfundur um Nordplus Norrænu menntaáætlunina verður haldinn í Norræna húsinu miðvikudaginn 9. nóvember kl. 17:00 og kynnt verða öll þau tækifæri sem Nordplus býður upp á.
Lesa meiraÍ ár verða ný verðlaun, Nordplus Junior Aurora verðlaunin, veitt fyrir besta verkefnið innan Nordplus Junior. Það verkefni sem hefur borið af á árinu fær viðurkenningu. Kosningin stendur til 30. september nk.
Lesa meiraÞann 25. ágúst kl.12:00 verður rafrænn upplýsingafundur haldinn um úthlutun á styrkjum til undirbúningsheimsókna í Nordplus.
Lesa meira