Úthlutanir, fréttir og viðburðir

24.2.2023 : Nordplus stendur fyrir tengslaráðstefnu á Íslandi um norrænan tungumálaskilning

Nordplus norræna tungumálaáætlunin stendur fyrir tengslaráðstefnu í Hveragerði dagana 18.-20. september 2023. Ráðstefnan er ætluð fólki sem starfar á einhvern hátt við miðlun og kennslu norrænna tungumála, en einnig þeirra sem vinna með opinber minnihlutatungumál á Norðurlöndunum. Rannís, sem hefur umsjón með tungumálaáætlun Nordplus, sér um skipulagningu ráðstefnunnar.

Lesa meira

25.1.2023 : Opið er fyrir umsóknir í Nordplus 2023

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar 2023-2027. Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir 2023 og 2024 er að efla menntasamstarf til að stuðla að samfélagslega sjálfbærri framtíð. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2023. 

Lesa meira
Untitled-design-8-

12.12.2022 : Nordplus Café: Um næsta umsóknarfrest

Mánudaginn 9. janúar kl. 12:00 verður haldinn rafrænn kynningarfundur um næsta umsóknarfrest í Nordplus. Fundurinn kemur til með að fjalla um og fara yfir góð ráð varðandi umsóknarskrif. Vinsamlegast skráið þátttöku hér fyrir föstudaginn 6. janúar 2023.

Lesa meira

25.11.2022 : Rafrænn kynningarfundur um Nordplus

Nordplus er stærsta menntaáætlun Norðurlandanna og inniheldur fimm undiráætlanir á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, fullorðinsfræðslu, á háskólastigi, á sviði tungumála Norðurlandanna og svo áætlun sem vinnur þvert á skólastig. Næsti umsóknarfrestur um verkefnastyrk er 1. febrúar 2023 og því verður haldinn kynningarfundur á Teams þann 7. desember 2022 kl. 15:00-16:00. 

Lesa meira

10.11.2022 : Velkomin á Nordplus Café!

Þann 24. nóvember verður rafrænn kynningarfundur haldinn. Þar verður nýja áætlun Nordplus 2023-2027 og farið verður í gegnum umsóknarferlið, en næsti umsóknarfrestur er 1. febrúar 2023. 

Lesa meira

12.10.2022 : Kynningarfundur um Nordplus Norrænu menntaáætlunina

Kynningarfundur um Nordplus Norrænu menntaáætlunina verður haldinn í Norræna húsinu miðvikudaginn 9. nóvember kl. 17:00 og kynnt verða öll þau tækifæri sem Nordplus býður upp á. 

Lesa meira
Aurora-award-2022-kandidat-3-1-

16.9.2022 : Ný verðlaun veitt fyrir besta verkefnið í Nordplus Junior

Í ár verða ný verðlaun, Nordplus Junior Aurora verðlaunin, veitt fyrir besta verkefnið innan Nordplus Junior. Það verkefni sem hefur borið af á árinu fær viðurkenningu. Kosningin stendur til 30. september nk. 

Lesa meira

15.8.2022 : Velkomin á Nordplus Café!

Þann 25. ágúst kl.12:00 verður rafrænn upplýsingafundur haldinn um úthlutun á styrkjum til undirbúningsheimsókna í Nordplus. 

Lesa meira








Þetta vefsvæði byggir á Eplica