Velkomin á Nordplus Café!

15.8.2022

Þann 25. ágúst kl.12:00 verður rafrænn upplýsingafundur haldinn um úthlutun á styrkjum til undirbúningsheimsókna í Nordplus. 


Vantar þig upplýsingar, innblástur og að heyra um reynslu og upplifun annarra af Nordplus? Þá er Nordplus Café eitthvað fyrir þig!

Fimmtudaginn 25. ágúst kl.12:00 verður haldinn rafrænn upplýsingafundur um um úthlutun á styrkjum til undirbúningsheimsókna í Nordplus. Ef þið hafið í huga að sækja um styrk til undirbúningsheimsókna eða viljið heyra meira um umsóknarferlið fyrir verkefni þá er tilvalið að taka þátt og spyrja allra þeirra spurninga sem þið hafið. Starfsfólk Nordplus verður á staðnum, segir frá umsóknarferlinu og gefur góð ráð varðandi verkefnin. 

Hægt er að sækja um styrk fyrir undirbúningsheimsóknir ef verið er að skipuleggja verkefni í Nordplus Junior, Nordplus Voksen og í Nordplus Sprog. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Nordplus

Skráning fer fram hér og skráningarfrestur er til miðvikudagsins 24. ágúst 2022. 

Ef þið hafið einhverjar spurningar þá má alltaf hafa samband við starfsfólk Nordplus á Íslandi, nordplus@rannis.is 








Þetta vefsvæði byggir á Eplica