Mats- og úthlutunarferlið

Stjórn sjóðsins metur umsóknir og ákvarðar um úthlutun styrkja. Til grundvallar því er matskvarði sjóðsins.

Allir umsækjendur fá tilkynningu um hvort þeir hafa hlotið styrk eða ekki.

Verði af veitingu styrks er gerður skriflegur samningur milli Rannís og styrkþega, innan eins mánaðar frá því að styrkur er veittur.

Reglur um umsóknir:

  1. Um allar umsóknir skal ríkja trúnaður
  2. Fjalla skal um allar umsóknir á jafnréttisrundvelli. Stjórnarmaður sem hefur einhver tengsl við umsækjendur/umsókn/ir skal sitja hjá við yfirferð þeirra
  3. Afgreiðsla umsókna fer fram samkvæmt ákveðnu verkferli Sprotasjóðs
  4. Rannís sér um gerð samninga í kjölfar úthlutunar sér um formleg samskipti milli styrkþega og Sprotasjóðs. Þetta vefsvæði byggir á Eplica