Umsýsla og skýrsluskil

Samningur, greiðsla og eftirfylgni

Gerður er skriflegur samningur við styrkþega um styrk úr sjóðnum ef að styrkur nemur a.m.k. milljón krónum. Úthlutun styrks fellur niður ef veittur styrkur er ekki sóttur, nema ef um annað sé samið.

Séu styrkir hærri en kr. 1 millj., er stjórn sjóðsins heimilt að skipta greiðslu styrksins í tvo hluta og verður umsækjandi þá að senda áfangaskýrslu til sjóðsins til að fá greiddan síðari hluta styrks.

Skýrsluskil

Greinargerð vegna ráðstöfunar styrks skal skilað innan sex mánaða frá þeim tíma að verki telst lokið samkvæmt skilmálum. Heimilt er að krefja styrkþega um uppgjör staðfest af löggiltum endurskoðanda.
Ef að styrkir eru veittir til lengri tíma er kallað eftir áfangaskýrslu verkefnis.

Óskað er eftir lokaskýrslugögnum bæði í tölvupósti og gegnum vefform. Beðist er velvirðingar á þessu tvöfalda fyrirkomulagi. Word-skjalið sem óskað er eftir er speglun á vefforminu.

Mælt er með að klára lokaskýrslu í þessum skrefum: 

  • 1. Fylla út word-útgáfu skýrslu (.docx) og senda á netfangið hljodritasjodur@rannis.is. Vinsamlegast látið númer umsóknar koma fram í efni tölvupósts ásamt því að tilgreina hvort um sé að ræða áfanga- eða lokaskýrslu.
  • 2. Fylla út vefform lokaskýrslu (afrita gögn úr wordskjali yfir í vefform) eftir að búið að er klára word útgáfu.Þetta vefsvæði byggir á Eplica