Umsýsla og skýrsluskil

Samningur, greiðsla og eftirfylgni

Gerður er skriflegur samningur við styrkþega um styrk úr sjóðnum ef að styrkur nemur a.m.k. milljón krónum. Úthlutun styrks fellur niður ef veittur styrkur er ekki sóttur, nema ef um annað sé samið.

Séu styrkir hærri en kr. 1 millj., er stjórn sjóðsins heimilt að skipta greiðslu styrksins í tvo hluta og verður umsækjandi þá að senda áfangaskýrslu til sjóðsins til að fá greiddan síðari hluta styrks.

Skýrsluskil

Lokaskýrsla berist Rannís í síðasta lagi 12 mánuðum eftir úthlutun styrksins, en þá skal verkinu vera að fullu lokið, nema um annað sé samið fyrir verklok. Ef að styrkir eru veittir til lengri tíma er kallað eftir áfangaskýrslu verkefnis. Nálgast má eyðublað fyrir lokaskýrslu hér .
Þetta vefsvæði byggir á Eplica