Umsýsla og skýrsluskil

Samningur, greiðsla og eftirfylgni

Gerður er skriflegur samningur við styrkþega um styrk úr sjóðnum ef að styrkur nemur a.m.k. milljón krónum. Úthlutun styrks fellur niður ef veittur styrkur er ekki sóttur, nema ef um annað sé samið.

Séu styrkir hærri en kr. 1 millj., er stjórn sjóðsins heimilt að skipta greiðslu styrksins í tvo hluta og verður umsækjandi þá að senda áfangaskýrslu til sjóðsins til að fá greiddan síðari hluta styrks.

Almennt um skýrsluskil

Greinargerð vegna ráðstöfunar styrks skal skilað innan sex mánaða frá þeim tíma að verki telst lokið samkvæmt skilmálum. Heimilt er að krefja styrkþega um uppgjör staðfest af löggiltum endurskoðanda.
Ef að styrkir eru veittir til lengri tíma er kallað eftir áfangaskýrslu verkefnis.

Skýrsluskil frá og með 2022 úthlutun

Skýrslum (áfanga eða loka) er skilað í gegnum mínar síður Rannís. Ef við á birtist valkosturinn "skýrslur" á mínum síðum notanda sem ber ábyrgð á að skila skila skýrslum verkefnis.

Skýrsluskil til og með 2021 úthlutun

Gegnum mínar síður EN til þess að svo geti orðið sendið tölvupóst á netfang sjóðsins hljodritasjodur@rannis.is og tilgreinið eftirfarandi fyrir það verkefni sem skila á skýrslu fyrir:
  • Umsóknarnúmer
  • Heiti verkefnis
  • Heiti styrkþega
  • Nafn þess sem sendi umsóknina
  • Styrkupphæð
Fljótlega eftir að þessi póstur er sendur (1-3 dagar) ætti að að vera komið skýrsluform á mínum síðum þess sem sendi umsóknina á sínum tíma.







Þetta vefsvæði byggir á Eplica