Einstaklinga, háskóla, rannsóknastofnanir, lítil og meðalstór fyrirtæki.
Einkaleyfastyrkir eru annars vegar til að undirbúa og skila inn forgangsréttarumsókn og hins vegar að undirbúa og skila inn umsókn í alþjóðlegt ferli.
Opið er fyrir umsóknir í einkaleyfastyrkir allt árið.
Hámarksstyrkur:
Mótframlag: Greitt er skv. reikningum (án VSK) frá viðurkenndum einkaleyfissérfræðingum og vegna opinberra gjalda. Mótframlagskrafa er að lágmarki 50% af reikningsupphæð.
Hámarks lengd verkefnis: Staðfesting gildir til eins árs.
Skil á umsókn: Umsóknum skal skila rafrænt í umsóknarkerfi Rannís. Skila þarf inn umsókn til Tækniþróunarsjóðs áður en einkaleyfisumsókn er lögð inn.
Matsferli: Allar umsóknir eru metnar af fagráði Tækniþróunarsjóðs. Fagráðið er þverfaglegt og skipað einstaklingum frá fyrirtækjum, háskólum og stofnunum.
Sjá nánar reglur Tækniþróunarsjóðs
Umsækjendur athugi: Unnið er að breytingum á reglum Tækniþróunarsjóðs og verða þær tilbúnar í janúar 2021.