Leiðbeiningar vegna umsókna

Umsóknarfrestir og umsóknarkerfi Rannís

Umsóknarfrestur er einu sinni á ári, í lok mars, byrjun apríl, og er sótt um í gegnum umsóknarkerfi Rannís (sjá leiðbeiningar).

Sjá upplýsingar um næsta umsóknarfrest hér.

Almennt um umsóknina

  • Í umsóknareyðublaðinu skal gera greinargóða lýsingu á aðstandendum verksins, verkinu sjálfu og kostnaðaráætlun fyrir verkið (sjá leiðbeiningar hér fyrir neðan). Ef um einstakling er að ræða þá fylgi upplýsingar um starfsferil, faglegan og listrænan bakgrunn viðkomandi.
  • Í verkáætlun skal gera grein fyrir öllum þáttum verkefnisins, til dæmis æfingum, tónleikahaldi, eða hverju því sem verkefnið samanstendur af. Í tímaáætlun á að setja upp tímaás hvenær verkhlutar verða framkvæmdir.
  • Aðeins er tekið við umsóknum og fylgiskjölum rafrænt í gegnum umsóknarkerfi Rannís (sjá leiðbeiningar).
  • Umsóknir og fylgigögn sem berast eftir að umsóknarfrestur er liðinn eru ógildar og ekki teknar til umfjöllunar í sjóðnum.

Hvað er styrkt?

Fjölbreytt verkefni og starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Sérstakt vægi hafa verkefni sem auk ofangreindra þátta stuðla einnig að lýðræðislegri virkni barna í samfélaginu eða taka að öðru leyti mið af inntaki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sérstaklega verður horft til verkefna sem efnt er til í samstarfi aðila, svo sem menningarstofnana, skóla, listafólks og félagasamtaka.

Ekkert er því til fyrirstöðu að verkefni taki yfir fleiri en eitt almanaksár.

Sjá nánar reglur Barnamenningarsjóðs.

Hvað er ekki styrkt?

Ekki eru veittir styrkir til kjarnastarfsemi eða reglubundins rekstrar stofnana eða samtaka, til tækjakaupa eða til uppbyggingar aðstöðu, s.s. húsnæðis, eða stakir ferðastyrkir. Ekki eru veittir styrkir til endurtekinna viðburða, s.s. hátíða, nema til komi afgerandi nýbreytni í inntaki, formi eða efnisvali.

Sjá nánar reglur Barnamenningarsjóðs.

Leiðbeiningar við gerð kostnaðaráætlunar

Mikilvægt er að hafa í huga að við gerð fjárhagsáætlunar í eyðublaði að átt er við heildarkostnað verksins. Tilgreina þarf fjármögnun á móti styrknum sem sótt er um til Barnamenningarsjóðs. Ef sótt er um styrk eða framlög til annarra sjóða en Barnamenningarsjóðs fyrir verkinu skal tilgreina það í umsókn, jafnvel þó niðurstaða úr þeim umsóknum liggi ekki fyrir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica