Samningur um vísindasamstarf á norðurslóðum

Utanríkisráðherra Íslands og utanríkisráðherrar sjö annarra Norðurskautsríkja undirrituðu samning um að efla alþjóðlegt vísindasamstarf á norðurslóðum í Fairbanks í Alaska 11. maí 2017. 

Samningurinn um vísindasamstarf á norðurslóðum auðveldar aðgengi vísindamanna að landsvæðum á norðurslóðum sem hver ríkisstjórn hefur skilgreint. Þar með talið komu og brottför einstaklinga, tækja og efna; aðgengi að rannsóknarinnviðum og aðgang að gögnum. 

Samningurinn hvetur samningsaðila til að efla menntun, starfsþróun og tækifæri til þjálfunar og nýta arftekna (traditional) og staðbundna þekkingu. Samningurinn, sem er lagalega bindandi, tók gildi 23. maí 2018.
Frekari upplýsingar um samninginn má kynna sér á vef Norðurskautsvísindanefndarinnar (IASC).

Lesa samning um alþjóðlegt vísindasamstarf á norðurslóðum (pdf)

Á kortinu má sjá til hvaða landsvæða samningurinn nær til:

Nordurslod_mynd

Hvert á að leita með spurningar um málefni sem falla undir samninginn, s.s. erfiðleika með aðgengi til að framkvæma rannsóknir á norðurslóðum?

Til að fá leyfi til hafrannsókna í íslensku efnahagslögsögunni á að leita fyrst til utanríkisráðuneytisins. Netfang: postur@utn.stjr.is

Vegna annarra málefna:

  1. Íslenskir vísindamenn sem eiga í erfiðleikum í tilvikum sem falla undir málefni samningsins í Norðurskautsríkjum (Bandaríkin, Danmörk (Grænland/Færeyjar), Finnland, Kanada, Noregur, Rússland, Svíþjóð) ættu að hafa samband við Rannsóknamiðstöð Íslands, Rannís. Þar má hafa samband við Þorstein Gunnarsson. Vinsamlegast hafið ekki samband við lögbær landsyfirvöld í öðrum Norðurskautsríkjum. Fulltrúar stjórnvalda í Norðurskautsríkjunum vilja heldur hafa beint samband sín á milli um málefni samningsins vegna vísindamanna viðkomandi ríkis.
  2. Vísindamenn sem eru staðsettir í öðrum Norðurskautsríkjum sem eiga í erfiðleikum með að framkvæma rannsóknir á Ísland, eða í öðrum Norðurskautsríkjum, ættu að hafa samband við stjórnvöld viðkomandi ríkis, sjá lista í Viðauka 2 við samninginn eða á vef Norðurskautsvísindanefndarinnar (IASC).

  3. Vísindamenn á vegum stjórnvalda sem standa utan samningsins en eiga í erfiðleikum með að framkvæma rannsóknir á Íslandi, ættu að leita aðstoðar frá fulltrúa stjórnvalda síns heimaríkis sem þá myndi hafa samband við Rannsóknamiðstöð Íslands, Rannís.

Frekari upplýsingar er að finna á vef Norðurskautsvísindanefndarinnar.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica