Nefnd

Þegar umsókn hefur verið yfirfarin sendir tengiliður Rannís umsóknina áfram til nefndar um stuðning við bókaútgáfu til afgreiðslu.

Í nefndinni sitja:

  • Guðrún Magnúsdóttir, formaður, fyrir hönd menningar- og viðskiptaráðuneytis
  • Guðrún Inga Torfadóttir, fyrir hönd fjármála- og efnahagsráðuneytis
  • Þórir Hrafnsson, fyrir hönd háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis

Nefndin fundar reglulega. Hún áskilur sér rétt til þess að kalla eftir frekari upplýsingum eða útskýringum sem og að kanna hvort greiðsla hafi farið fram á einstökum eða öllum kostnaðarliðum, t.d. með ósk um athugun á bókhaldi umsækjanda. Að lokinni yfirferð sendir nefndin tilkynningu um upphæð endurgreiðslu til innheimtumanns ríkissjóðs og tölvupóst til umsækjanda um afgreiðslu málsins. Nefndin hefur þrjá mánuði til þess að afgreiða umsókn eftir að öll gögn hafa borist. Sé umsókn synjað er umsækjanda kynntar mögulegar kæruleiðir.

Ákvörðun nefndar um stuðning við útgáfu bóka á íslensku á grundvelli reglugerðar þessarar og laga nr. 130/2018 er kæranleg til yfirskattanefndar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Kærufrestur er 30 dagar og reiknast frá dagsetningu ákvörðunar nefndar um stuðning við útgáfu bóka á íslensku.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica