Umsýsla og skýrsluskil

Þátttakandi á námskeiði skal mæta til 75% kennslustunda að lágmarki til þess að þátttaka hans teljist styrkhæf. Fækki námskeiðum eða þátttakendum á námskeiðum, frá því sem upphaflega var áætlað skerðist styrkurinn hlutfallslega sem fækkuninni nemur.

Að námskeiði loknu, áður en til lokagreiðslu styrks kemur, ber að senda inn lista með nöfnum og kennitölum nemenda sem sóttu námskeiðin og ber þá að taka mið af þeim sem mættu í 75% kennslustunda að lágmarki. Fækki námskeiðum eða þátttakendum á námskeiðum, frá því sem upphaflega var áætlað skerðist styrkurinn hlutfallslega sem fækkuninni nemur.

Gögnum um framkvæmd námskeiða skal skila fyrir lok júní vegna vorannar og fyrir lok janúar vegna haustannar.

Rannís hefur eftirlit með gæðum námskeiða og áskilur sér rétt til að kalla eftir frekari upplýsingum er varða rekstur og faglega framkvæmd þeirra. Þar með taldar eru upplýsingar um reikningshald, fjármögnun, greiðslur nemenda og viðveruskráningu, sem og upplýsingar um kennara, menntun þeirra,  starfsreynslu og það námsefni sem stuðst er við. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica