Áður en til lokagreiðslu styrks kemur, ber að senda inn lokaskýrslu á mínum síðum Rannís. Meðal gagna sem þar þurfa að koma fram eru listi með nöfnum og kennitölum nemenda sem sóttu námskeiðin og ber þá að taka mið af þeim sem mættu í 75% kennslustunda að lágmarki. Fækki námskeiðum eða þátttakendum á námskeiðum, frá því sem upphaflega var áætlað skerðist styrkurinn hlutfallslega sem fækkuninni nemur.
Styrkþegar hafa kost á að sækja um milligreiðslu sem nemur 40% af upphæð úthlutunar. Þegar það er gert skal senda á netfang sjóðsins lista með kennitölum og nöfnum þeirra sem sóttu námskeiðin flokkað skýrt eftir hverju og einu námskeiði svo hægt sé að sjá hvaða nöfn voru á hverju námskeiði. Með þessum lista skal fylgja texti þar sem fram kemur í heildrænu máli hversu margir nemendur tímabilsins voru, hversu mörg námskeið voru haldin, hversu margir nemendur sóttu námskeiðin og á hvaða stigi evrópska tungumálarammans námskeiðin voru. Textinn má vera stuttur enda er þetta svo tekið saman í lokaskýrslu í lok árs.
Skiladagur gagna um framkvæmd námskeiða kemur fram í samningi.
Rannís áskilur sér rétt til að kalla eftir frekari upplýsingum er varða rekstur og faglega framkvæmd námskeiða. Þar með taldar eru upplýsingar um reikningshald, fjármögnun, greiðslur nemenda og viðveruskráningu, sem og upplýsingar um kennara, menntun þeirra, starfsreynslu og það námsefni sem stuðst er við.