Loftslagssjóður

Fyrir hverja?

Aðila sem vinna að verkefnum sem hafa það að markmiði að draga úr losun.  

Til hvers?

Loftslagssjóður er sérstakur sjóður sem heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Styrkir til nýsköpunarverkefna eru ætlaðir m.a. til þess að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við aðlögun og innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur var 9. desember 2021.

EN


Hvert er markmiðið?

Loftslagssjóður er samkeppnissjóður sem veitir styrki samkvæmt almennum áherslum stjórnar Loftslagssjóðs og á grundvelli faglegs mats á gæðum verkefna.

Hvað er styrkt?

Sjóðurinn styrkir nýsköpunarverkefni og fræðslu- og kynningarverkefni sem stuðla að samdrætti í losun eða hafa áhrif á samdrátt í losun. Styrki Loftlagssjóðs má nota til að samfjármagna alþjóðlega styrkt verkefni. 

Áhersla verður lögð á verkefni:

  • sem hafa það að markmiði að draga úr losun, hafa möguleika á að nýtast sem víðast í samfélaginu og beinast að aðilum sem hafa talsverða möguleika á að draga úr losun
  • sem hagnýta grunnþekkingu sem þegar er til staðar

Verkefni sem ekki verða styrkt í þessari úthlutun:

  • Verkefni sem beinast að eflingu hringrásarkerfisins
  • Grunnrannsóknir
  • Verkefni sem stuðla að endurheimt votlendis eða bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi, svo sem með skógrækt og landgræðsla, falla ekki undir verksvið sjóðsins.

Nánari upplýsingar
Þetta vefsvæði byggir á Eplica