Fréttir - Nyheder - News

13.11.2023 : Taktu þátt í viðburðinum „Escaping Fast Fashion: How you can act for change“

Viðburðurinn verður haldinn í Norræna húsinu þann 23. nóvember frá klukkan 16:30 - 18:30. 

Lesa meira

7.11.2023 : Ungmenni á Norðurlöndunum krefjast breytinga til sjálfbærni!

Dagana 1.-3.nóvember 2023 fór fram ungmennaráðstefna á vegum verkefnisins Menntun til sjálfbærni sem Rannís leiðir fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar, en ráðstefnan var skipulögð í samvinnu við Samfés. Á ráðstefnunni voru saman komin hátt í 70 ungmenni frá öllum Norðurlöndunum og sjálfstjórnarsvæðum Norðurlandanna. 

Lesa meira

13.6.2023 : Ný skýrsla frá Svíþjóð um sjálfbærni í skólastarfi

Nýverið kom út skýrsla frá sænska skólaeftirlitinu þar sem gert er grein fyrir úttekt á námi til sjálfbærni í 30 skólum í Svíþjóð. Niðurstöðurnar sýna að oft skorti skilning á því hvað menntun til að efla sjálfbærni felur í sér. 

Lesa meira

16.5.2023 : Samtal um menntun til sjálfbærni

Menntamálaráðherrar Norðurlanda og forysta kennarasamtaka á Norðurlöndum ræddu menntun til sjálfbærni á öllum námsstigum í Hörpu 3. maí.

Lesa meira
Iss_4266_06049

25.1.2023 : Fræðslulíkön fyrir sjálfbæran lífsstíl - Vefnámskeið

Á vefnámskeiðinu sem er haldið 30. janúar kl. 11-13 að íslenskum tíma verða kynntar bráðabirgðaniðurstöður tilraunaverkefnis um fræðslulíkön fyrir sjálfbæran lífsstíl. Námskeiðið fer fram á ensku

Lesa meira

29.11.2022 : Forsætisráðherra kynnti formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2023

Formennskuáætlun Íslands byggir á grunni framtíðarsýnar Norrænu ráðherranefndarinnar til ársins 2030 þar sem yfirmarkmiðið er að Norðurlöndin skuli vera sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Í framkvæmdaáætlun er markið sett á að gera Norðurlönd grænni, samkeppnishæfari og félagslega sjálfbærari. Samstarfið í Norrænu ráðherranefndinni á að þjóna því markmiði.

Fréttina í heild sinni er birt á heimasíðu Strjórnarráðs Íslands

Formennskuáætlun Íslands má finna hér

3.11.2022 : Sjálfbær og samþætt Norðurlönd í algerum forgangi

Græn umskipti eru mikilvægari í norrænu samstarfi en nokkru sinni fyrr, ekki síst vegna árásarstríðs Rússa í Úkraínu og yfirstandandi orkukreppu. Norrænu samstarfsráðherrarnir voru sammála um þetta á fundi sem haldinn var í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki.  

Lesa meira
Þetta vefsvæði byggir á Eplica