Hlutverk kennara í framtíðinni

Fremtidens lærerrolle, ráðstefna í Osló í september

27.9.2022

Radstefnumynd_1664290686805Noregur gegnir formennsku í Norðurlandaráði árið 2022 og hafði skipulagt ráðstefnu um um hlutverk kennara í framtíðinni, ,,Framtidens lærerrolle”.

Markmið ráðstefnunnar var að hvetja til samræðu um hvernig unnt sé að þróa og efla menntasvæðið og hlutverk kennara á Norðurlöndum í framtíðinni.


Noregur gegnir formennsku í Norðurlandaráði árið 2022 og hafði skipulagt ráðstefnu um um hlutverk kennara í framtíðinni, ,,Framtidens lærerrolle”.

Markmið ráðstefnunnar var að hvetja til samræðu um hvernig unnt sé að þróa og efla menntasvæðið og hlutverk kennara á Norðurlöndum í framtíðinni.
Með fyrirlestrum og umræðum var m.a. lögð áhersla á þau gildi sem menntunin byggir á og rætt um menntastefnu sem við viljum hlúa að á Norðurlöndum og sameiginlegar áskoranir í ljósi þróunar á alþjóðavísu.

Þar sem verkefnið okkar, Menntun til sjálfbærni, horfir sérstaklega til hlutverks kennara við að efla sjálfbærni í menntun á öllum skólastigum, studdi það við framkvæmd ráðstefnunnar sem haldin var í Osló 7.- 8. September 2022.

Vinnuhópur sérfræðinga okkar frá öllum Norðurlöndum tók virkan þátt í ráðstefnunni og fundaði samhliða henni um næstu skref í okkar verkefni, m.a. samstarf varðandi söfnun gagna og að framkvæma könnun meðal kennara.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica