Starfsemi

Hlutverk Rannís

er að veita stuðning við rannsóknir og nýsköpun, menntun, menningu og listir og æskulýðsstarf og íþróttir. Rannís stuðlar að þróun þekkingarsamfélagsins með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum auk þess að greina og kynna áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag. Rannís heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneytið og starfar á grundvelli laga um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003.
Rannís hefur umsjón með innlendum samkeppnissjóðum á málefnasviðum stofnunarinnar og sér auk þess um stærstu samstarfsáætlanir Evrópusambandsins sem Ísland tekur þátt í, s.s. Horizon 2020 rannsókna og nýsköpunaráætlun ESB, Erasmus+ á sviði menntunar, æskulýðsstarfs og íþrótta og Creative Europe kvikmynda- og menningaráætlun ESB.

Nánar um Rannís


Starfsemi

Undirkaflar

Upplýsingastofa um nám erlendis

Rannís hefur umsjón með Upplýsingastofu um nám erlendis sem veitir upplýsingar um skólakerfi erlendis, aðgang að námi, umsóknarfresti, skólagjöld, tungumálapróf, mögulega styrki og önnur atriði sem varða flutning milli landa. Upplýsingastofa um nám erlendis rekur vefsíðuna FaraBara.is ásamt Sambandi íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE). FaraBara veitir upplýsingar um námsmöguleika erlendis.

farabara.is


Alþjóðlega norðurskauts­vísindanefndin

Rannís hýsir skrifstofu IASC í Borgum, rannsókna- og nýsköpunarhúsi á lóð Háskólans á Akureyri, en þar eru fyrir stofnanir sem sérhæfa sig í rannsóknum, vöktun og miðlun upplýsinga um málefni norðurslóða. Á Akureyri er því öflugt norðurslóðasamfélag undir einu þaki sem gæti skapað ýmiss konar samvirkni við IASC skrifstofuna.

Nánari upplýsingar


Vísinda- og tækniráð

Vísinda- og tækniráð mótar opinbera stefnu í vísindum og tækni á Íslandi. Rannís starfar náið með ráðinu og veitir faglega aðstoð við framkvæmd stefnu þess.

Heimasíða ráðsins


Úthlutanir

Hægt er að nálgast upplýsingar um úthlutanir úr sjóðum í úthlutunarfréttum og á síðum viðkomandi sjóða.

úthlutunarfréttir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica