Starfsemi

Hlutverk Rannís

er að veita stuðning við rannsóknir og nýsköpun, menntun, menningu og listir og æskulýðsstarf og íþróttir. Rannís stuðlar að þróun þekkingarsamfélagsins með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum auk þess að greina og kynna áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag. Rannís heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneytið og starfar á grundvelli laga um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003.
Rannís hefur umsjón með innlendum samkeppnissjóðum á málefnasviðum stofnunarinnar og sér auk þess um stærstu samstarfsáætlanir Evrópusambandsins sem Ísland tekur þátt í, s.s. Horizon 2020 rannsókna og nýsköpunaráætlun ESB, Erasmus+ á sviði menntunar, æskulýðsstarfs og íþrótta og Creative Europe kvikmynda- og menningaráætlun ESB.

Nánar um Rannís


Starfsemi

Undirkaflar

Upplýsingastofa um nám erlendis

Rannís hefur umsjón með Upplýsingastofu um nám erlendis sem veitir upplýsingar um skólakerfi erlendis, aðgang að námi, umsóknarfresti, skólagjöld, tungumálapróf, mögulega styrki og önnur atriði sem varða flutning milli landa. Upplýsingastofa heldur úti upplýsingavef ásamt SÍNE.

farabara.is


Gæðaráð háskóla

Rannís hefur umsjón með Gæðaráði íslenskra háskóla, en það tók til starfa 2010 að tilstuðlan mennta- og menningarráðuneytisins. Gæðaráðið hefur sett fram rammaáætlun um eflingu gæða á sviði æðri menntunar á Íslandi

Nánar


Vísinda- og tækniráð

Vísinda- og tækniráð mótar opinbera stefnu í vísindum og tækni á Íslandi. Rannís starfar náið með ráðinu og veitir faglega aðstoð við framkvæmd stefnu þess.

Heimasíða ráðsins


Úthlutanir

Rannís rekur gagnagrunn yfir úthlutanir úr rannsókna- og nýsköpunarsjóðum frá árinu 2004, nema Nýsköpunarsjóði námsmanna sem nær til 2009. Einnig má nálgast yfirlit yfir styrki úr helstu samstarfsáætlunum Evrópusambandsins. Aðrar úthlutunartölur má finna undir síðum viðkomandi sjóða.

Leita í úthlutunum
Þetta vefsvæði byggir á Eplica