Fagnefnd

Sérstök nefnd fer yfir umsóknir og metur hvort tiltekinn erlendur sérfræðingur uppfyllir skilyrði laga og reglugerðar fyrir frádrætti frá tekjum. Nefndin er skipuð þremur fulltrúum, þ.e. fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og sá þriðji er skipaður án tilnefningar og er formaður nefndarinnar. Varamenn eru skipaðir með sama hætti. Nefndin fer yfir umsóknir og metur m.a. menntunarstig, sérþekkingu, reynslu og laun. Telji nefndin umsækjanda uppfylla skilyrði laganna og reglugerðarinnar veitir hún umsækjanda staðfestingu á því en hafnar annars umsókn. Afrit af staðfestingu umsóknar er send ríkisskattstjóra. Ákvörðun nefndarinnar er endanleg á stjórnsýslustigi.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica