Umsýsla og skýrsluskil

Samningur, greiðsla og eftirfylgni

Gerður er skriflegur samningur við styrkþega. Styrkur fellur niður ef hann er ekki sóttur innan 14 mánaða frá úthlutun, nema um annað verði samið.

Skýrsluskil

Greinargerðir vegna styrkja berist Rannís áður en eftirstöðvar styrksins verða greiddar og í síðasta lagi 6 mánuðum eftir lok verkefnis, nema um annað verði samið fyrir verklok. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á atvinnuleikhopar@rannis.is til að biðja um lokagreiðslu.

Forsenda lokagreiðslu er að stjórn atvinnuleikhópa hefur fallist á að framkvæmd verkefnisins hafi verið fullnægjandi og að styrkþegi hafi uppfyllt skilmála styrksins. Áfangaskýrslu skal skilað ef sótt er um styrk úr sjóðnum að nýju áður en lokaskýrsla fyrri styrks hefur borist.

Lokaskýrslur vegna fyrri hluta ársins 2013 og fyrr berist mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica