Þróunarsjóður námsgagna

Fyrir hverja?

Kennara, höfunda námsefnis og útgáfufyrirtæki.

Til hvers?

Gerð námsefnis fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Stefna sjóðsins er að námsefnið sem styrkt er, verði gefið út með rafrænum hætti og gert aðgengilegt á netinu, þegar við á.

Umsóknarfrestur

Auglýst er eftir umsóknum einu sinni á ári. Umsóknarfrestur fyrir árið 2017 var til 31. janúar. Lokað er fyrir umsóknir.

Hvert er markmiðið?

Þróunarsjóður námsgagna starfar samkvæmt  lögum um námsgögn nr. 71/2007 og  reglugerð um þróunarsjóð námsgagna nr. 1268/2007. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-grunn- og framhaldsskóla með það að markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.

Stefna sjóðsins er að námsefnið sem styrkt er, verði gefið út með rafrænum hætti og gert aðgengilegt á netinu, þegar við á.

Hverjir geta sótt um?

Allir þeir sem skrifa og útbúa námsefni fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Þetta geta verið kennarar, sjálfstætt starfandi fræðimenn og útgáfufyrirtæki.

Hvað er styrkt?

Gerð og útgáfa námsefnis fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Skilyrði úthlutunar og forgangsatriði

Námsefnið þarf að henta til kennslu á þremur fyrstu skólastigunum. Námsefni fyrir háskólastig og fullorðinsfræðslu er ekki styrkt. Forgangsatriði í úthlutun geta verið breytileg frá ári til árs.

Forgangsatriði þróunarsjóðs námsgagna fyrir árið 2017 eru þrjú:

 

  • Námsgögn fyrir innflytjendur vegna tungumálakennslu og tvítyngis.
  • Fjármálalæsi þvert á skólastig.
  • Námsgögn fyrir starfsnám.

 

Hlutverk Rannís

Sjóðurinn hefur úthlutað styrkjum árlega frá árinu 2008 og hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið annast umsýslu hans. Frá og með árinu 2013 hefur Rannsóknamiðstöð Íslands, Rannís annast umsýslu sjóðsins.

Nánari upplýsingar

 

 

 

 

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica