Kennara, höfunda námsefnis og útgáfufyrirtæki.
Gerð námsefnis fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Stefna sjóðsins er að námsefnið sem styrkt er, verði gefið út með rafrænum hætti og gert aðgengilegt á netinu, þegar við á. Áfram verður styrkumsóknum skipt í tvennt þar sem hægt verður að sækja um almennan þróunarstyrk fyrir allt að 2,0 milljónir króna, en einnig hægt að sækja um þróunar- og útgáfustyrk fyrir allt að 4,0 milljónir króna. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að veita að hámarki tveimur umsóknum þennan hámarksstyrk, að uppfylltum settum skilyrðum (sjá nánar kafla um skilyrði úthlutunar og forgangsatriði hér að neðan).
Lokað er fyrir umsóknir. Frestur til að skila inn umsókn var 15. febrúar 2024 kl. 15:00.
Þróunarsjóður námsgagna starfar samkvæmt lögum um námsgögn nr. 71/2007 og reglugerð um þróunarsjóð námsgagna nr. 1268/2007. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-grunn- og framhaldsskóla með það að markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.
Stefna sjóðsins er að námsefnið sem styrkt er, verði gefið út með rafrænum hætti og gert aðgengilegt á netinu, þegar við á.
Allir þeir sem skrifa og útbúa námsefni fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Þetta geta verið kennarar, sjálfstætt starfandi fræðimenn og útgáfufyrirtæki.
Gerð og útgáfa námsefnis fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla.
Námsefnið þarf að henta til kennslu á þremur fyrstu skólastigunum. Námsefni fyrir háskólastig og fullorðinsfræðslu er ekki styrkt.
Stjórn Þróunarsjóðs námsgagna hefur ákveðið að skipta styrkumsóknum í tvennt þar sem hægt verður að sækja um almennan þróunarstyrk fyrir allt að 2,0 milljónir króna, en einnig hægt að sækja um þróunar- og útgáfustyrk fyrir allt að 4,0 milljónir króna. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að veita að hámarki tveimur umsóknum þennan hámarksstyrk, að eftirfarandi skilyrðum settum:
Greinargerðir, verkáætlanir og tryggingar útgefenda þurfa að fylgja umsóknum sem viðhengi.
Þróunarsjóður námsgagna áskilur sér rétt til þess að hafna öllum umsóknum til stærri styrkja. Eins áskilur hún sér rétt til þess að færa umsóknir niður um flokk ef svo ber undir.
1. Námsefni ætlað börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn vegna tungumálakennslu.
2. Námsefni sem styður við stærðfræði og náttúrugreinar.
3. Námsefni sem miðar að markvissri eflingu íslensks orðaforða og hugtakaskilnings í ýmsum
námsgreinum.
Við úthlutun verður tekið tillit til hvort námsefnið styðjist við stafræna tækni, Menntastefnu 2030 og hversu aðgengilegt námsefnið verður nemendum.
Sjóðurinn hefur úthlutað styrkjum árlega frá árinu 2008 og sá mennta- og menningarmálaráðuneytið um sjóðinn þar til Rannís tók við umsýslu hans frá og með 2013.