Þróunarsjóður námsgagna

Fyrir hverja?

Kennara, höfunda námsefnis og útgáfufyrirtæki.

Til hvers?

Gerð námsefnis fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Stefna sjóðsins er að námsefnið sem styrkt er, verði gefið út með rafrænum hætti og gert aðgengilegt á netinu, þegar við á. Stjórn þróunarsjóðs námsgagna hefur ákveðið að hækka styrkupphæðir sjóðsins frá og með úthlutunarlotu ársins 2018. Nú er hægt að sækja um styrk að hámarki 2,0 milljónir króna.

Umsóknarfrestur

Lokað hefur verið fyrir umsóknir í Þróunarsjóð námsgagna fyrir árið 2018. Umsóknarfrestur var til miðvikudagsins 31. janúar kl. 16:00.

Hvert er markmiðið?

Þróunarsjóður námsgagna starfar samkvæmt  lögum um námsgögn nr. 71/2007 og  reglugerð um þróunarsjóð námsgagna nr. 1268/2007. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-grunn- og framhaldsskóla með það að markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.

Stefna sjóðsins er að námsefnið sem styrkt er, verði gefið út með rafrænum hætti og gert aðgengilegt á netinu, þegar við á.

Hverjir geta sótt um?

Allir þeir sem skrifa og útbúa námsefni fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Þetta geta verið kennarar, sjálfstætt starfandi fræðimenn og útgáfufyrirtæki.

Hvað er styrkt?

Gerð og útgáfa námsefnis fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Skilyrði úthlutunar og forgangsatriði

Námsefnið þarf að henta til kennslu á þremur fyrstu skólastigunum. Námsefni fyrir háskólastig og fullorðinsfræðslu er ekki styrkt. Forgangsatriði í úthlutun geta verið breytileg frá ári til árs.

Forgangsatriði þróunarsjóðs námsgagna fyrir árið 2018 eru þrjú:

  • Námsefni fyrir framhaldsskóla.
  • Námsgögn fyrir innflytjendur vegna tungumálakennslu.
  • Forritun fyrir byrjendur.

Við úthlutun verður tekið tillit til hvort námsefnið styðji við grunnþætti menntunar og hversu aðgengilegt námsefnið verður nemendum.

Hlutverk Rannís

Sjóðurinn hefur úthlutað styrkjum árlega frá árinu 2008 og hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið annast umsýslu hans. Frá og með árinu 2013 hefur Rannsóknamiðstöð Íslands, Rannís annast umsýslu sjóðsins.

Nánari upplýsingar
Þetta vefsvæði byggir á Eplica