Upplýsingar til umsækjenda

Rannsóknamiðstöð Íslands sér um umsýslu Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna í umboði stjórnar sjóðsins, sbr. 3. tölul. 10. gr. laga nr. 3/2003, um opinberan stuðning við vísindarannsóknir. Auglýst er eftir umsóknum einu sinni á ári. Opnað er fyrir umsóknir minnst 4 vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest. 

Umsækjendur skulu kynna sér ítarlega reglur sjóðsins.

Umsóknareyðublað sjóðsins er á rafrænu formi. Til þess að nálgast umsóknareyðublaðið þarf að tengjast umsóknarkerfi Rannís .


Vinsamlegast hafið eftirfarandi atriði í huga við gerð umsóknar:

  • Umsóknir eru rafrænar, einungis er tekið við umsóknum sem berast í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís.
  • Ekki er tekið við neinum gögnum eftir að innsendingarfresti lýkur. Öllum ófullgerðum umsóknum er vísað frá.
  • Mikilvægt er að vista á milli liða þegar fyllt er út í eyðublaðið.
  • Athugið að það er sérstök aðgerð að senda umsóknina. Nauðsynlegt er að senda umsókn og fylgjast með því að staðfestingu um  móttöku  berist frá kerfinu. Staðfestingarpóstur kemur frá umsóknakerfi Rannís, athugið að ekki er hægt að senda póst tilbaka á þetta netfang.
  • Við mælum með að umsækjendur noti Firefox eða Chrome vafra við umsóknargerð.
  • Athugið að ekki er hægt að stofna eða senda inn umsókn eftir að umsóknarfrestur rennur út.







Þetta vefsvæði byggir á Eplica