Stefna Rannís til 2025

Leitast hefur verið við að taka saman þau sjónarmið sem líklegt er að skipti Rannís máli til framtíðar til að þjóna íslensku samfélagi. Samfélag sem breytist ört, gerir kröfu um markvissa stefnumörkun í málaflokkum sem fengist er við. Þess er vænst að stefnan stuðli að öflugra og markvissara starfi stofnunarinnar.

Framtíðarsýn:

  • Rannís örvar rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu.

Hlutverk:  

  • Rannís treystir stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu. 
  • Rannís styður þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum. 
  • Rannís greinir og kynnir áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag og þjónustar undirbúning vísinda- og tæknistefnu.

Gildi:

  • Áhrif:  Við höfum áhrif til góðs í samfélaginu með því að styðja við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu. 
  • Fagmennska: Við byggjum starfsemi okkar á þekkingu og faglegri umsýslu. 
  • Samstarf: Við vinnum öll saman að því að tryggja viðskiptavinum okkar bestu mögulegu þjónustu. Í samstarfi okkar sýnum við virðingu, erum jákvæð og lausnamiðuð.

Stefna Rannís til 2025
Þetta vefsvæði byggir á Eplica