Laus störf

Starfsmaður í kynningarteymi

Rannís óskast eftir sérfræðingi í fullt starf í kynningarteymi mennta- og menningarsviðs. Starfið felur í sér að viðhalda og uppfæra vefsíður og samfélagsmiðla sem stofnunin rekur og halda utanum fjölbreytt tækifæri fyrir ungt fólk í Evrópu, skipulag á kynningum í framhaldsskólum, aðstoð við framkvæmd eTwinning sem er evrópskur vettvangur fyrir rafrænt skólasamstarf og stuðningur við framkvæmd Erasmus+ áætlunarinnar á Íslandi.

Lesa meira

Líflegur vinnustaður

Rannís er líflegur vinnustaður með nálægt 50 sérfræðingum sem starfa eftir gildum stofnunarinnar: Áhrif, fagmennska og samstarf. Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu og styðja þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum. Rannís greinir og kynnir áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag og þjónustar undirbúning vísinda- og tæknistefnu.

Hér að neðan birtast upplýsingar um laus störf hjá Rannís þegar þau eru í boði.

Störf í opinbera geiranum eru auglýst á Starfatorgi.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica