Rannís leitar að flinkum forritara til að bætast í hugbúnaðarhópinn

20.7.2023

Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt teymi sem vantar hressan „fullstack forritara“ með mikinn áhuga á vefforritun og greiningarvinnu. Starfið felst í hönnun, hugbúnaðargerð og umsjón með kerfum Rannís.

Umsóknarferli er hafið en umsóknarfrestur rann út 9. ágúst sl.

Menntunar- og hæfniskröfur:

Háskólamenntun á sviði hugbúnaðarfræða eða annað sambærilegt nám

Þekking og reynsla á PHP, SQL, JavaScript og Git er æskileg

Reynsla af hugbúnaðargerð, Agile og Scrum er æskileg

Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt góðri samskiptafærni

Metnaður til að ná árangri í starfi með því að sýna vönduð vinnubrögð, frumkvæði og veita góða þjónustu

 

Endilega sendu okkur umsókn ef þú vilt vera með!

 

Upplýsingar um starfið veitir Berglind Fanndal Káradóttir, sviðsstjóri greiningar- og hugbúnaðarsviðs, í síma 515 5816 eða í netfangi berglind.fanndal@rannis.is.

 

Umsóknarfrestur er til og með 9. ágúst 2023.

Sækja skal um starfið á heimasíðu Rannís, á www.rannis.is/starfsemi/storf-i-bodi/.

Umsókn skal fylgja ferilskrá, kynningarbréf og prófskírteini.

Umsækjendum er bent á að kynna sér starfsemi Rannís á www.rannis.is.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica