Háskóla, opinberar rannsóknastofnanir og fyrirtæki.
Fjármögnun kaupa á dýrum rannsóknartækjum, uppbyggingu rannsóknarinnviða og aðgangs að rannsóknarinnviðum.
Næsti umsóknarfrestur er 1. nóvember 2023 kl. 15:00.
Hlutverk Innviðasjóðs er að byggja upp rannsóknarinnviði á Íslandi. Markmiðið með sjóðnum er að efla innlendar vísindarannsóknir með því að skapa nýja möguleika til rannsókna með fjármögnun tækjabúnaðar/aðstöðu sem ekki er aðgengileg nú þegar.
Innviðasjóður veitir styrki til kaupa á tækjum, gagnagrunnum og hugbúnaði og öðrum þeim búnaði sem telst mikilvægur fyrir framfarir í rannsóknum.
Innviðasjóður veitir eftirfarandi styrktegundir:
1. Tækjakaupastyrki
2. Uppbyggingarstyrki
3. Uppfærslustyrki
4. Aðgengisstyrki
5. Innviði á vegvísi
Gert er ráð fyrir að umsækjandi leggi til mótframlag að lágmarki 25%.
Framlag Innviðasjóðs skal að lágmarki vera 2 milljónir króna fyrir Tækjakaup, Uppbyggingu, Uppfærslu eða viðhalds. Ekkert lágmark er á Aðgengisstyrk.
Vinsamlegast kynnið ykkur reglur Innviðasjóðs áður en sótt er um.
Drög að ferli vegvísis um rannsóknarinnviði og úthlutunarstefnu Innviðasjóðs