Erasmus+ styrkir til verkefna í æskulýðsstarfi

  • SOAP

Umsóknarfrestir árið 2020 voru þrír: 11. febrúar kl. 11, 7. maí kl. 10 og 1. október kl. 11. Auka umsóknarfrestur fyrir samstarfsverkefni vegna Covid-19 var 29. október 2020.

Hverjir geta sótt um?

Félagasamtök, stofnanir, sveitarfélög og í sumum tilfellum óformlegir hópar ungs fólks geta sótt um styrk. Markhópurinn eru þeir sem starfa í æskulýðsgeiranum og ungt fólk á aldrinum 13-30 ára.

Hvernig er sótt um?

Sótt er um á vefeyðublöðum sem hægt er að finna á síðum viðkomandi undirflokks hér til hægri á síðunni.  Hér er hægt að far beint í umsóknarkerfi Erasmus+. Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi hefur tekið saman sérstakar leiðbeiningar fyrir umsækjendur um hvað beri að hafa í huga þegar sótt er um styrk í Erasmus+.

Jöfn tækifæri í Erasmus+

Eitt af markmiðum Erasmus+ er að tryggja jafnt aðgengi að áætluninni, ekki síst þeim sem búa við skert tækifæri eða mæta hindrunum. Hindranir geta verið af menningarlegum, félagslegum, landfræðilegum eða heilsufarslegum toga.

Erasmus+ býður upp á margvíslegan stuðning til að auka aðgengi að tækifærum erlendis og hérlendis. Erasmus+ styrkir verkefni sem stuðla að jöfnum tækifærum og fjölbreytni í samfélaginu.
Slíkur stuðningur getur falist í því að borga ferðir og uppihald fyrir sérfræðinga eins og fylgimanneskjur með fötluðum einstaklingum, iðju/þroskaþjálfa, sálfræðinga, túlka o.fl.

Sjá nánar

Erasmus+ styrkir fyrir æskulýðsstarf skiptast í þrjá flokka með ólíkar áherslur

Óformlegt nám og þjálfun í æskulýðsstarfi

Verkefni í þessum flokki snúast öll um ferðir milli landa í Evrópu. Þau snúast um að fólk frá ólíkum löndum umgangist hvert annað og læri af hvert öðru. Hægt er að sækja um meira en eina verkefnisgerð í hverri umsókn, t.d. er hægt að sækja um námsferð starfsmanna og ungmennaskipti innan ramma sama verkefnis og í einni umsókn.

Ungmennaskipti
Hópar ungs fólks, 13-30 ára, frá tveimur eða fleiri Evrópulöndum hittast og gera eitthvað saman í minnst 5 daga. Ungmennaskiptin geta aldrei varað lengur en 21 dag.

Þjálfun starfsmanna
Styrkir vegna heimsókna, ráðstefna, námskeiðshalds o.fl. fyrir þá sem sinna málefnum ungs fólks.

Samstarfsverkefni

Samstarfsverkefni snúast um að stofnanir, samtök eða óformlegir hópar ungs fólks vinni saman þvert á landamæri til þess að ná settum markmiðum. Samstarfsverkefni eru tækifæri fyrir æskulýðsgeirann til að skipuleggja stærri og áhrifameiri verkefni.

Frumkvæði ungs fólks
Styrkir fyrir hópa ungs fólks, 15-30 ára, í tveimur eða fleiri löndum til að framkvæma hugmyndina sína.

Yfirfærsla þekkingar
Fjölþjóðleg verkefni sem snúast um þekkingartilfærslu milli aðila sem starfa í æskulýðsgeiranum.

Nýsköpun í æskulýðsstarfi
Stór fjölþjóðleg verkefni sem snúast um nýsköpun í æskulýðsstarfi. Styrkur fyrir launum starfsmanna við þróunarvinnu.

Stefnumótun í æskulýðsstarfi

Fundir ungs fólks og ráðamanna 
Tækifæri fyrir ungt fólk til að eiga samtal við ráðamenn um málefni samfélagsins og sérstaklega málefni sem brenna á ungu fólki. Þessi verkefni geta bæði verið innlend og fjölþjóðleg.

Landskrifstofa Erasmus+

Rannís er landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi.

Helstu verkefni Landskrifstofu

  • Reglulegt samstarf við menntamálaráðuneyti og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um framkvæmd áætlunarinnar á Íslandi
  • Kynning á áætluninni, markmiðum hennar, forgangsatriðum, umsóknarfrestum og miðlun upplýsinga til væntanlegra umsækjenda
  • Vinna með matsmönnum og matsnefndum við mat á styrkumsóknum og frágangi á rökstuðningi fyrir styrkveitingum
  • Formleg ákvörðun um úthlutun
  • Gerð samninga um verkefni sem hljóta styrki, greiðsla styrkja og eftirlit með framkvæmd verkefna
  • Uppgjör á reglulegum samningum við framkvæmdastjórn ESB vegna þeirra styrkja sem íslenska landskrifstofan úthlutar
  • Endurskoðun og úttekt á verkefnum í samráði við framkvæmdastjórn ESB
  • Aðstoð við mat stjórnvalda og framkvæmdastjórnar ESB á menntamálumÞetta vefsvæði byggir á Eplica